Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2020 12:30 Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum, er meðal þeirra sem líst hafa yfir áhyggjum af stöðu mála á bráðamóttöku. Vísir/egill Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvaleg slys síðasta sólarhringinn. Þrjú börn og einn fullorðinn sem lentu í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Skeiðarársandi í gær eru enn á gjörgæslu en tvö barnanna eru alvarlega slösuð. Alls slösuðust sjö manns í árekstrinum en níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur. Sjö þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. „Jú það komu samtals sjö einstaklingar til okkar með tveimur þyrlum á 25 mínútna tímabili í gær. Fyrir það þá undirbjuggum við bráðamóttökuna og spítalann í heild til þess að taka á móti þeim sjúklingum og það er gert með því að tryggja að það sé nægilegt pláss á gjörgæsludeild og bráðamóttöku spítalans,“ Sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Gríðarlegt álag er á gjörgæslunni en þar liggja margir sjúklingar sem þurfa á þjónustu að halda. Yfirlæknir bráðlækninga á Landspítalanum segir það hafa skipt sköpum að fyrir skemmstu hafi verið tekin ákvörðun um að opna ný legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Það skipti sköpum fyrir okkur að hafa fyrir tveimur vikum tekið ákvörðun um að opna upp sjö rými á efri hæð bráðamóttökunnar. Það hefur verið mikið í fréttum á undanförnu ástand á bráðamóttökunni hefur verið mjög erfitt og það hafa verið uppi áhyggjur af því að spítalinn væri í stakk búinn að takast á við hópslys á meðan þessu ástandi varir en þessi viðbrögð gerðu spítalanum kleift að taka á móti þessu hópslysi samkvæmt hans hlutverki,“ sagði Jón Magnús. Landspítalinn Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvaleg slys síðasta sólarhringinn. Þrjú börn og einn fullorðinn sem lentu í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Skeiðarársandi í gær eru enn á gjörgæslu en tvö barnanna eru alvarlega slösuð. Alls slösuðust sjö manns í árekstrinum en níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur. Sjö þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. „Jú það komu samtals sjö einstaklingar til okkar með tveimur þyrlum á 25 mínútna tímabili í gær. Fyrir það þá undirbjuggum við bráðamóttökuna og spítalann í heild til þess að taka á móti þeim sjúklingum og það er gert með því að tryggja að það sé nægilegt pláss á gjörgæsludeild og bráðamóttöku spítalans,“ Sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Gríðarlegt álag er á gjörgæslunni en þar liggja margir sjúklingar sem þurfa á þjónustu að halda. Yfirlæknir bráðlækninga á Landspítalanum segir það hafa skipt sköpum að fyrir skemmstu hafi verið tekin ákvörðun um að opna ný legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Það skipti sköpum fyrir okkur að hafa fyrir tveimur vikum tekið ákvörðun um að opna upp sjö rými á efri hæð bráðamóttökunnar. Það hefur verið mikið í fréttum á undanförnu ástand á bráðamóttökunni hefur verið mjög erfitt og það hafa verið uppi áhyggjur af því að spítalinn væri í stakk búinn að takast á við hópslys á meðan þessu ástandi varir en þessi viðbrögð gerðu spítalanum kleift að taka á móti þessu hópslysi samkvæmt hans hlutverki,“ sagði Jón Magnús.
Landspítalinn Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51
Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08