„Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Andri Eysteinsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. janúar 2020 18:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Vísir/Einar „Það er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér, ég segi að við skulum ekki flýta okkur að koma með einhverja patent-lausn eða ákvörðun, en við skulum vinna mjög hratt og örugglega í því að ná því samtali fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, spurður að því hvort fólk sem varð fyrir tjóni í Snjóflóðunum á Vestfjörðum, væri tilbúið til að ráðast í fjárfestingar þegar ekki er búið að tryggja varnir á atvinnusvæðum. Sigurður Ingi var á meðal gesta Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður segir að samtalið þurfi að eiga sér stað til þess að fólk finni fyrir því að íslenskt samfélag standi að baki þeim ef ákvörðun um áframhaldandi starfsemi er tekin. Ráðherrann segir einnig að ríkið geti aðstoðað starfsemi með stuðningi. „Ákvörðunina um að halda áfram áhættusömum atvinnurekstri verður hver og einn að taka fyrir sig en við getum hjálpað til með því að styðja við. Nákvæmlega hver stuðningurinn verður þori ég ekki að fullyrða,“ sagði Sigurður. Varnargarðurinn við Flateyri sannað gildi sitt Spjótin hafa beinst að ríkisstjórninni þar sem setið hafi verið á fjármagni úr Ofanflóðasjóði í stað þess að verja honum í frekari varnir. Sigurður segir ljóst að varnargarðurinn við Flateyri hafi sannað gildi sitt, fyrst og fremst hafi tilgangur hans verið að verja fólk á heimilum sínum en ekki að verja atvinnusvæði eins og hafnarmannvirki. Eftir þessi snjóflóð ´95 þegar tekin er ákvörðun um að fara í þennan Ofanflóðasjóð. Þá sáu menn fyrir sér að það væri hugsanlega hægt að gera þetta, fara í hættumatið og byggja upp á fimmtán árum, og vera búin að því 2010. Síðan í kjölfarið kemur auðvitað efnahagshrun hér sem gerir það að verkum að fjármunir eru ekki til neinna fjárfestinga. Þá var tekin ákvörðun á árabilinu 2004-2007 að seinka þessu til 2020. Sigurður Ingi segir þurfa um 20-21 milljarð króna til þess að klára verkefnið. „Þörfin í dag er metin 20-21 milljarður til þess að klára verkefnið. Það eru einhverjir átta staðir sem eru eftir. Síðan þurfum við líka að horfast í augu við það að við þurfum að fara í endurmat á aðstæðum sem eru til staðar, eins og á Flateyri og á öðrum stöðum. Það getur þýtt það að verkefnið stækki. Það getur vel verið að þær forsendur sem við vorum með þá, að það sé eingöngu íbúðarhúsnæði og slíkt sem að við séum að verja, að við þurfum að víkka það út og þá yfir til atvinnusvæðisins, hafnarmannvirkjanna eins og á Flateyri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Víglínan Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
„Það er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér, ég segi að við skulum ekki flýta okkur að koma með einhverja patent-lausn eða ákvörðun, en við skulum vinna mjög hratt og örugglega í því að ná því samtali fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, spurður að því hvort fólk sem varð fyrir tjóni í Snjóflóðunum á Vestfjörðum, væri tilbúið til að ráðast í fjárfestingar þegar ekki er búið að tryggja varnir á atvinnusvæðum. Sigurður Ingi var á meðal gesta Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður segir að samtalið þurfi að eiga sér stað til þess að fólk finni fyrir því að íslenskt samfélag standi að baki þeim ef ákvörðun um áframhaldandi starfsemi er tekin. Ráðherrann segir einnig að ríkið geti aðstoðað starfsemi með stuðningi. „Ákvörðunina um að halda áfram áhættusömum atvinnurekstri verður hver og einn að taka fyrir sig en við getum hjálpað til með því að styðja við. Nákvæmlega hver stuðningurinn verður þori ég ekki að fullyrða,“ sagði Sigurður. Varnargarðurinn við Flateyri sannað gildi sitt Spjótin hafa beinst að ríkisstjórninni þar sem setið hafi verið á fjármagni úr Ofanflóðasjóði í stað þess að verja honum í frekari varnir. Sigurður segir ljóst að varnargarðurinn við Flateyri hafi sannað gildi sitt, fyrst og fremst hafi tilgangur hans verið að verja fólk á heimilum sínum en ekki að verja atvinnusvæði eins og hafnarmannvirki. Eftir þessi snjóflóð ´95 þegar tekin er ákvörðun um að fara í þennan Ofanflóðasjóð. Þá sáu menn fyrir sér að það væri hugsanlega hægt að gera þetta, fara í hættumatið og byggja upp á fimmtán árum, og vera búin að því 2010. Síðan í kjölfarið kemur auðvitað efnahagshrun hér sem gerir það að verkum að fjármunir eru ekki til neinna fjárfestinga. Þá var tekin ákvörðun á árabilinu 2004-2007 að seinka þessu til 2020. Sigurður Ingi segir þurfa um 20-21 milljarð króna til þess að klára verkefnið. „Þörfin í dag er metin 20-21 milljarður til þess að klára verkefnið. Það eru einhverjir átta staðir sem eru eftir. Síðan þurfum við líka að horfast í augu við það að við þurfum að fara í endurmat á aðstæðum sem eru til staðar, eins og á Flateyri og á öðrum stöðum. Það getur þýtt það að verkefnið stækki. Það getur vel verið að þær forsendur sem við vorum með þá, að það sé eingöngu íbúðarhúsnæði og slíkt sem að við séum að verja, að við þurfum að víkka það út og þá yfir til atvinnusvæðisins, hafnarmannvirkjanna eins og á Flateyri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Víglínan Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira