Er nóg ekki nóg? Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 20. janúar 2020 10:00 Á árum áður voru það karlarnir sem voru ráðandi á vinnumarkaði á meðan konur sáu um börnin og önnuðust heimilisverkin. Konur gerðu fátt sem ógnaði stöðu karlmanna og svo virtist sem þetta fyrirkomulag væri nokkurs konar lögmál sem ekki yrði breytt. Það tíðkaðist ekki að konur veldu að ganga menntaveginn enda áttu þær ekkert erindi þann veg, þar sem það lá ekki fyrir að það nýttist þeim svo nokkru næmi.Með tilkomu kvenskörungsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem árið 1907 stofnaði fyrsta kvenfélagið á Íslandi, byrjuðu konur að gera sig markvisst gildandi í samfélaginu, m.a. með þátttöku í stjórnmálum og á vinnumarkaði.Framan af voru stjórnunarstörf nær alfarið í höndum karlmanna og nærtækasta skýringin jafnan sú að þeir hefðu meiri menntun og reynslu til að sinna þeim störfum en konur.Það reyndist konum erfitt að skáka körlum í reynsluhlutanum, því á meðan þeir sátu einir að stjórnendastöðunum var erfitt fyrir konur að afla sér reynslu á því sviði.Þær sáu sér leik á borði í að sækja sér aukna menntun í því skyni að fjölga tækifærum á vinnumarkaði. Á síðari árum hefur mikill meirihluti háskólastúdenta verið konur, en eftir að hafa sótt sér grunnmenntun á háskólastigi hefur reynst mörgum konum þrándur í götu að fá aðgengi að stjórnunarstörfum þrátt fyrir menntunina – og jafnvel reynsluna. Hvorugt hefur verið nóg. Menntun og meiri menntun Í kjölfarið hafa konur haldið áfram að bæta við menntun sína og sótt sér framhaldsmenntun á háskólastigi og farið út á vinnumarkaðinn í leit að betri tækifærum. En oft á tíðum hefur framhaldsmenntun heldur ekki verið nóg. Það er því ekki óalgengt að hitta efnilegar konur sem eru jafnvel bæði með meistaragráðu, MBA gráðu og eina til tvær diplomur að auki.Þrátt fyrir að menntunarstig kvenna sé almennt orðið mun hærra en karlmanna er það ekki nóg. Konur neyðast þannig til að sætta sig við störf sem gera mun minni kröfur til þeirra en þekking þeirra leyfir í von um að eftir að hafa aflað sér nægilegrar reynslu á vinnumarkaði muni tækifærin birtast og þær muni keppa á málefnalegum jafnréttisgrundvelli við hitt kynið.En það dugar ekki til. Þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstöður virðist sem mælikvarðar fyrir þekkingu og reynslu séu einhver önnur þekking en fæst með háskólanáminu og reynslan önnur en sú reynsla sem mögulegt er að afla sér á almennum vinnumarkaði.Við höfum allt of mörg dæmi úr íslenskum veruleika sem sanna að nóg er ekki nóg. Er ekki mál að linni? Verum breytingin og veljum á málefnalegum jafnréttisgrundvelli í stjórnunarstöður. Það er atvinnulífinu til heilla og framfara.Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Á árum áður voru það karlarnir sem voru ráðandi á vinnumarkaði á meðan konur sáu um börnin og önnuðust heimilisverkin. Konur gerðu fátt sem ógnaði stöðu karlmanna og svo virtist sem þetta fyrirkomulag væri nokkurs konar lögmál sem ekki yrði breytt. Það tíðkaðist ekki að konur veldu að ganga menntaveginn enda áttu þær ekkert erindi þann veg, þar sem það lá ekki fyrir að það nýttist þeim svo nokkru næmi.Með tilkomu kvenskörungsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem árið 1907 stofnaði fyrsta kvenfélagið á Íslandi, byrjuðu konur að gera sig markvisst gildandi í samfélaginu, m.a. með þátttöku í stjórnmálum og á vinnumarkaði.Framan af voru stjórnunarstörf nær alfarið í höndum karlmanna og nærtækasta skýringin jafnan sú að þeir hefðu meiri menntun og reynslu til að sinna þeim störfum en konur.Það reyndist konum erfitt að skáka körlum í reynsluhlutanum, því á meðan þeir sátu einir að stjórnendastöðunum var erfitt fyrir konur að afla sér reynslu á því sviði.Þær sáu sér leik á borði í að sækja sér aukna menntun í því skyni að fjölga tækifærum á vinnumarkaði. Á síðari árum hefur mikill meirihluti háskólastúdenta verið konur, en eftir að hafa sótt sér grunnmenntun á háskólastigi hefur reynst mörgum konum þrándur í götu að fá aðgengi að stjórnunarstörfum þrátt fyrir menntunina – og jafnvel reynsluna. Hvorugt hefur verið nóg. Menntun og meiri menntun Í kjölfarið hafa konur haldið áfram að bæta við menntun sína og sótt sér framhaldsmenntun á háskólastigi og farið út á vinnumarkaðinn í leit að betri tækifærum. En oft á tíðum hefur framhaldsmenntun heldur ekki verið nóg. Það er því ekki óalgengt að hitta efnilegar konur sem eru jafnvel bæði með meistaragráðu, MBA gráðu og eina til tvær diplomur að auki.Þrátt fyrir að menntunarstig kvenna sé almennt orðið mun hærra en karlmanna er það ekki nóg. Konur neyðast þannig til að sætta sig við störf sem gera mun minni kröfur til þeirra en þekking þeirra leyfir í von um að eftir að hafa aflað sér nægilegrar reynslu á vinnumarkaði muni tækifærin birtast og þær muni keppa á málefnalegum jafnréttisgrundvelli við hitt kynið.En það dugar ekki til. Þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstöður virðist sem mælikvarðar fyrir þekkingu og reynslu séu einhver önnur þekking en fæst með háskólanáminu og reynslan önnur en sú reynsla sem mögulegt er að afla sér á almennum vinnumarkaði.Við höfum allt of mörg dæmi úr íslenskum veruleika sem sanna að nóg er ekki nóg. Er ekki mál að linni? Verum breytingin og veljum á málefnalegum jafnréttisgrundvelli í stjórnunarstöður. Það er atvinnulífinu til heilla og framfara.Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar