Fleiri á bráðamóttöku vegna líkamsárása en flugeldaslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2020 18:30 Það var mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í nótt. Vísir/Vilhelm Fleiri leituðu á bráðamóttöku vegna líkamsárása en vegna flugeldaslysa á nýársnótt. Bráðalæknir segir þurfa meiriháttar kerfisbreytingu í rekstri Landspítalans til að bæta úr því ástandi sem ríki á bráðamóttökunni. Þótt lítið hafi verið um flugeldaslys í ár var mikið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi líkt og oft er á nýársnótt. „Nóttin var rosalega annasöm og það var mjög mikið að gera. Það var auka viðbúnaður hjá okkur, við vorum með opna til dæmis stærri deild en venjulega. Það var ofboðslega mikið af fylleríi og fíkniefnaneyslu sem leitaði inn og áverkar eftir hana. Það var töluvert um líkamsárásir og þar af ein mjög alvarleg,“ segir Bergur Stefánsson bráðalæknir. Spurður hvort óvenju mikið hafi verið um innkomur sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu segir hann nóttina hafa verið í takt við þá þróun sem vart hafi orðið við í samfélaginu í þeim efnum. Blessunarlega hafi þó lítið sem ekkert verið um flugeldaslys í nótt. Þó er ekki útilokað að slík tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. „Núna kemur sá tími þar sem við höfum í gegnum árin séð ljót slys, við höfum séð að það eru til afgangar heima, eitthvað sem börn eða unglingar komast í þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli að passa upp á afgangana, meðhöndla þá af virðingu og koma þeim í góða geymslu,“ segir Bergur. Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Baldur Þá er það gömul saga og ný að pláss skorti á spítalanum og var nýársnótt þar engin undantekning. „Við höfum þann djöful að draga í augnablikinu að sjúklingar sem sannarlega þurfa á innlögn að halda er neitað um pláss á spítalanum. Þeir eru hýstir á bráðamóttökunni við aðstæður sem eru ekki hannaðar til þess,“ útskýrir Bergur. „Við hlaupum undir bagga eins og hægt er en þegar það er eins og það var í nótt að á þriðja tug manns sem bíða eftir rúmi, og bráðamóttakan eins og hún er opin á venjulegu kvöldi hefur bara 34 rúm, að þá segir það sig sjálft að við getum ekki unnið eins og við viljum vinna og veita þá þjónustu sem við viljum gera.“ Hann kveðst ekki mjög bjartsýnn á að staðan batni á nýju ári. „Það þarf meiriháttar kerfisbreytingu, það þarf breytingu á stjórnarháttum innan spítalans og þarf eflaust líka meira fjármagn þó ég þekki þá hlið mála ekki.“ Áramót Fíkn Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Fleiri leituðu á bráðamóttöku vegna líkamsárása en vegna flugeldaslysa á nýársnótt. Bráðalæknir segir þurfa meiriháttar kerfisbreytingu í rekstri Landspítalans til að bæta úr því ástandi sem ríki á bráðamóttökunni. Þótt lítið hafi verið um flugeldaslys í ár var mikið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi líkt og oft er á nýársnótt. „Nóttin var rosalega annasöm og það var mjög mikið að gera. Það var auka viðbúnaður hjá okkur, við vorum með opna til dæmis stærri deild en venjulega. Það var ofboðslega mikið af fylleríi og fíkniefnaneyslu sem leitaði inn og áverkar eftir hana. Það var töluvert um líkamsárásir og þar af ein mjög alvarleg,“ segir Bergur Stefánsson bráðalæknir. Spurður hvort óvenju mikið hafi verið um innkomur sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu segir hann nóttina hafa verið í takt við þá þróun sem vart hafi orðið við í samfélaginu í þeim efnum. Blessunarlega hafi þó lítið sem ekkert verið um flugeldaslys í nótt. Þó er ekki útilokað að slík tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. „Núna kemur sá tími þar sem við höfum í gegnum árin séð ljót slys, við höfum séð að það eru til afgangar heima, eitthvað sem börn eða unglingar komast í þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli að passa upp á afgangana, meðhöndla þá af virðingu og koma þeim í góða geymslu,“ segir Bergur. Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Baldur Þá er það gömul saga og ný að pláss skorti á spítalanum og var nýársnótt þar engin undantekning. „Við höfum þann djöful að draga í augnablikinu að sjúklingar sem sannarlega þurfa á innlögn að halda er neitað um pláss á spítalanum. Þeir eru hýstir á bráðamóttökunni við aðstæður sem eru ekki hannaðar til þess,“ útskýrir Bergur. „Við hlaupum undir bagga eins og hægt er en þegar það er eins og það var í nótt að á þriðja tug manns sem bíða eftir rúmi, og bráðamóttakan eins og hún er opin á venjulegu kvöldi hefur bara 34 rúm, að þá segir það sig sjálft að við getum ekki unnið eins og við viljum vinna og veita þá þjónustu sem við viljum gera.“ Hann kveðst ekki mjög bjartsýnn á að staðan batni á nýju ári. „Það þarf meiriháttar kerfisbreytingu, það þarf breytingu á stjórnarháttum innan spítalans og þarf eflaust líka meira fjármagn þó ég þekki þá hlið mála ekki.“
Áramót Fíkn Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira