Netanyahu biður þingið um friðhelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 22:22 Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. getty/Lior Mizrahi Ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að biðja þingið um friðhelgi undan sakfellingu vegna spillingarásakana. Beiðnin mun líklega tefja dósmálið þar til eftir þingkosningar sem halda á í mars. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Forsætisráðherrann var ákærður í nóvember fyrir spillingu, svik, mútur og umboðssvik í þremur mismunandi dómsmálum. Netanyahu hefur neitað sök í öllum þremur málunum. Til þess að hann fái friðhelgi þarf meirihluti þingmanna ísraelska þingsins að kjósa með því. Netanyahu er sá leiðtogi landsins sem hefur setið lengst í valdastóli og er hann sakaður um að hafa þegið gjafir frá forríkum viðskiptamönnum og boðið greiða í von um jákvæðari umfjöllun í fjölmiðlum. Hann bað um friðhelgina í áramótaávarpi sem var spilað í sjónvarpinu aðeins fjórum klukkustundum áður en fresturinn til þess rann út. Hann sagði að beiðnin væri í samræmi við lögin og til þess að hann gæti haldið áfram að vinna í þágu Ísraela og framtíðar Ísraelsríkis. Í mars verða haldnar þriðju þingkosningarnar á innan við ári en Netanyahu hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir síðustu tvær kosningar. Dómsmál geta ekki hafist ef búið er að biðja um friðhelgi þingsins og ísraelska þingið, sem kallað er Knesset, hefur verið leyst upp fyrir komandi kosningar og er því ólíklegt að beiðni Netanyahu verði tekin fyrir þar fyrir kosningarnar. Samkvæmt lögum Ísrael fá meðlimir þingsins ekki sjálfkrafa friðhelgi frá sakfellingu, en geta beðið um hana ef það á við. Sitjandi forsætisráðherra Ísraels þarf aðeins að stíga til hliðar eftir að hann hefur verið sakfelldur. Í síðustu þingkosningum fékk Linkud flokkur Netanyahu 32 þingmenn en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Blár og Hvítur, fékk 33 þingmenn og náði hvorugur flokkurinn að mynda ríkisstjórn. Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02 Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira
Ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að biðja þingið um friðhelgi undan sakfellingu vegna spillingarásakana. Beiðnin mun líklega tefja dósmálið þar til eftir þingkosningar sem halda á í mars. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Forsætisráðherrann var ákærður í nóvember fyrir spillingu, svik, mútur og umboðssvik í þremur mismunandi dómsmálum. Netanyahu hefur neitað sök í öllum þremur málunum. Til þess að hann fái friðhelgi þarf meirihluti þingmanna ísraelska þingsins að kjósa með því. Netanyahu er sá leiðtogi landsins sem hefur setið lengst í valdastóli og er hann sakaður um að hafa þegið gjafir frá forríkum viðskiptamönnum og boðið greiða í von um jákvæðari umfjöllun í fjölmiðlum. Hann bað um friðhelgina í áramótaávarpi sem var spilað í sjónvarpinu aðeins fjórum klukkustundum áður en fresturinn til þess rann út. Hann sagði að beiðnin væri í samræmi við lögin og til þess að hann gæti haldið áfram að vinna í þágu Ísraela og framtíðar Ísraelsríkis. Í mars verða haldnar þriðju þingkosningarnar á innan við ári en Netanyahu hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir síðustu tvær kosningar. Dómsmál geta ekki hafist ef búið er að biðja um friðhelgi þingsins og ísraelska þingið, sem kallað er Knesset, hefur verið leyst upp fyrir komandi kosningar og er því ólíklegt að beiðni Netanyahu verði tekin fyrir þar fyrir kosningarnar. Samkvæmt lögum Ísrael fá meðlimir þingsins ekki sjálfkrafa friðhelgi frá sakfellingu, en geta beðið um hana ef það á við. Sitjandi forsætisráðherra Ísraels þarf aðeins að stíga til hliðar eftir að hann hefur verið sakfelldur. Í síðustu þingkosningum fékk Linkud flokkur Netanyahu 32 þingmenn en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Blár og Hvítur, fékk 33 þingmenn og náði hvorugur flokkurinn að mynda ríkisstjórn.
Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02 Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira
Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02
Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46