Höskuldur Eiríksson til KPMG Lögmanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2020 16:15 Höskuldur Eiríksson. Höskuldur Eiríksson hefur hafið störf hjá KPMG Lögmönnum og er jafnframt orðinn einn eigenda stofunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H:N Markaðsskiptum. Hann starfaði áður hjá lögmannsstofunni BBA Legal þar sem hann var einnig einn eigenda. Í tilkynningunni segir að KPMG Lögmenn sé lögmannsstofa sem sett var á laggirnar árið 2018 á grunni KPMG en þar starfa nú tæplega 30 manns, þar af tuttugu lögmenn og lögfræðingar og tíu aðrir sérfræðingar sem búa yfir sérþekkingu á öðrum sviðum viðskipta og fjármála. Þetta segir um Höskuld og fyrri störf hans í tilkynningunni: „Höskuldur hóf störf hjá Logos lögmannsþjónustu 2006 en færði sig til BBA Legal árið 2007. Hjá BBA Legal hefur Höskuldur byggt upp mikla þekkingu og reynslu í tengslum við lögfræðilega ráðgjöf tengda viðskiptalífinu. Í seinni tíð hefur hann unnið einna mest í kaupum- og sölum fyrirtækja á Íslandi og yfir landamæri (Cross-border M&A). Höskuldur hefur m.a. unnið fyrir ýmsa sjóði, sjóðsstýringarfyrirtæki og banka í slíkum verkefnum, sem sum hver eru á meðal stærstu viðskipta frá hruni og varða m.a. kaup og sölu á upplýsingatæknifyrirtækjum, fasteignafélögum, þjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum í smávöruverslun. Jafnframt hefur hann veitt víðtæka ráðgjöf um félagaréttarleg málefni og annast ýmiss konar samningagerð og lögfræðilega greiningu fyrir fyrirtæki í tengslum við ýmiss konar fjárfestingar og samningagerð, bæði innanlands og utan. Þá hefur Höskuldur sérhæft sig í alþjóðlegum og innlendum lánssamningum og hefur unnið fyrir flesta íslensku bankana sem og ýmsa erlenda banka í slíkri samningagerð og veðtöku tengdri slíkum lánum. Hann náði sér t.a.m. í LL.M. gráðu í International Banking & Finance hjá UCL í London. Þá er Höskuldur höfundur bókarinnar „Lánssamningar á milli banka og fyrirtækja“. „Það er ánægjulegt og mikill fengur að fá Höskuld til liðs við okkur hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur hefur víðtækna reynslu og þekkingu á málum sem viðkemur þeirri ráðgjöf sem við veitum viðskiptavinum KPMG. Hann hefur veitt ráðgjöf í tengslum við mörg af stærstu endurskipulagningarverkefnum síðustu ára, sem vörðuðu fjármálafyrirtæki, fasteignafyrirtæki og framleiðslufyrirtæki, og hefur þar unnið fyrir erlenda sambanka, erlend fjármögnunarleigufyrirtæki, innlenda banka og slitastjórn eins föllnu bankanna,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, eigandi hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur er giftur Freyju Jónsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau fimm börn.“ Vistaskipti Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Höskuldur Eiríksson hefur hafið störf hjá KPMG Lögmönnum og er jafnframt orðinn einn eigenda stofunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H:N Markaðsskiptum. Hann starfaði áður hjá lögmannsstofunni BBA Legal þar sem hann var einnig einn eigenda. Í tilkynningunni segir að KPMG Lögmenn sé lögmannsstofa sem sett var á laggirnar árið 2018 á grunni KPMG en þar starfa nú tæplega 30 manns, þar af tuttugu lögmenn og lögfræðingar og tíu aðrir sérfræðingar sem búa yfir sérþekkingu á öðrum sviðum viðskipta og fjármála. Þetta segir um Höskuld og fyrri störf hans í tilkynningunni: „Höskuldur hóf störf hjá Logos lögmannsþjónustu 2006 en færði sig til BBA Legal árið 2007. Hjá BBA Legal hefur Höskuldur byggt upp mikla þekkingu og reynslu í tengslum við lögfræðilega ráðgjöf tengda viðskiptalífinu. Í seinni tíð hefur hann unnið einna mest í kaupum- og sölum fyrirtækja á Íslandi og yfir landamæri (Cross-border M&A). Höskuldur hefur m.a. unnið fyrir ýmsa sjóði, sjóðsstýringarfyrirtæki og banka í slíkum verkefnum, sem sum hver eru á meðal stærstu viðskipta frá hruni og varða m.a. kaup og sölu á upplýsingatæknifyrirtækjum, fasteignafélögum, þjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum í smávöruverslun. Jafnframt hefur hann veitt víðtæka ráðgjöf um félagaréttarleg málefni og annast ýmiss konar samningagerð og lögfræðilega greiningu fyrir fyrirtæki í tengslum við ýmiss konar fjárfestingar og samningagerð, bæði innanlands og utan. Þá hefur Höskuldur sérhæft sig í alþjóðlegum og innlendum lánssamningum og hefur unnið fyrir flesta íslensku bankana sem og ýmsa erlenda banka í slíkri samningagerð og veðtöku tengdri slíkum lánum. Hann náði sér t.a.m. í LL.M. gráðu í International Banking & Finance hjá UCL í London. Þá er Höskuldur höfundur bókarinnar „Lánssamningar á milli banka og fyrirtækja“. „Það er ánægjulegt og mikill fengur að fá Höskuld til liðs við okkur hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur hefur víðtækna reynslu og þekkingu á málum sem viðkemur þeirri ráðgjöf sem við veitum viðskiptavinum KPMG. Hann hefur veitt ráðgjöf í tengslum við mörg af stærstu endurskipulagningarverkefnum síðustu ára, sem vörðuðu fjármálafyrirtæki, fasteignafyrirtæki og framleiðslufyrirtæki, og hefur þar unnið fyrir erlenda sambanka, erlend fjármögnunarleigufyrirtæki, innlenda banka og slitastjórn eins föllnu bankanna,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, eigandi hjá KPMG Lögmönnum. Höskuldur er giftur Freyju Jónsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau fimm börn.“
Vistaskipti Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira