Hefur ekki áhyggjur af 35 prósenta samdrætti í bílasölu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 13:30 Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Samdráttur í bílasölu nýliðins árs var rétt tæp 35 prósent miðað við árið á undan. Samdrátturinn var þannig töluvert meiri en síðustu ár. Formaður Bílgreinasambands Íslands segir sölu ársins 2019 hafa verið talsvert undir væntingum en kveðst þó ekki hafa áhyggjur af stöðunni. Alls seldust ellefu þúsund sjö hundruð tuttugu og átta fólksbílar á nýliðnu ári 2019, samanborið við rétt tæpa átján þúsund bíla árið 2018. Samdrátturinn á milli ára er því, eins og áður sagði, 34,8 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambands Íslands, segir þessar tölur í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að sala nýrra bíla í nýliðnum desember jókst um 22 prósent miðað við desember 2018. Þá verði að líta á tölurnar í samhengi við söluna síðustu ár. „Það verður kannski að hafa í huga að árin 2017 og 18 voru stærstu bílasöluár Íslandssögunnar frá upphafi, 2019 er fimmta stærsta árið á síðustu 12 árum þannig að þetta var ágætis ár en samt talsvert undir því sem við vonuðumst til. Þannig að við horfum bara björtum augum til næstu ára.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þá bendir Jón Trausti á að hlutfall vistvænna bíla, til dæmis rafmagns- og tvinnbíla, af seldum bílum sé sífellt að aukast. Hlutfall slíkra bíla af nýjum, seldum bílum árið 2019 var um þrjátíu prósent. Ívilnanir ríkisstjórnarinnar vegna vistvænna ökutækja hafi einnig sitt að segja. „Þeir framlengdu stuðninginn bæði við hreina rafbíla og tengitvinnbíla, það er mjög mikilvægt því að án þessa stuðnings myndi það hægja mjög á þessari vegferð. En það er búið að framlengja því og ég held að það muni jafnvel ýta við bílasölu á þessu og næsta ári.“En hvað veldur þessum samdrætti í bílasölu?Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur tölurnar endurspegla almennan samdrátt í efnahagslífinu. „Svo erum við auðvitað líka að sjá þess merki að það var ákveðinn samdráttur í ferðaþjónustu og inni í þessum tölum yfir selda fólksbíla er til að mynda sala á bílaleigubílum. Og bílaleigurnar keyptu minna af bílum á þessu ári en árið þar á undan.“ Bílar Efnahagsmál Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Samdráttur í bílasölu nýliðins árs var rétt tæp 35 prósent miðað við árið á undan. Samdrátturinn var þannig töluvert meiri en síðustu ár. Formaður Bílgreinasambands Íslands segir sölu ársins 2019 hafa verið talsvert undir væntingum en kveðst þó ekki hafa áhyggjur af stöðunni. Alls seldust ellefu þúsund sjö hundruð tuttugu og átta fólksbílar á nýliðnu ári 2019, samanborið við rétt tæpa átján þúsund bíla árið 2018. Samdrátturinn á milli ára er því, eins og áður sagði, 34,8 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambands Íslands, segir þessar tölur í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að sala nýrra bíla í nýliðnum desember jókst um 22 prósent miðað við desember 2018. Þá verði að líta á tölurnar í samhengi við söluna síðustu ár. „Það verður kannski að hafa í huga að árin 2017 og 18 voru stærstu bílasöluár Íslandssögunnar frá upphafi, 2019 er fimmta stærsta árið á síðustu 12 árum þannig að þetta var ágætis ár en samt talsvert undir því sem við vonuðumst til. Þannig að við horfum bara björtum augum til næstu ára.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þá bendir Jón Trausti á að hlutfall vistvænna bíla, til dæmis rafmagns- og tvinnbíla, af seldum bílum sé sífellt að aukast. Hlutfall slíkra bíla af nýjum, seldum bílum árið 2019 var um þrjátíu prósent. Ívilnanir ríkisstjórnarinnar vegna vistvænna ökutækja hafi einnig sitt að segja. „Þeir framlengdu stuðninginn bæði við hreina rafbíla og tengitvinnbíla, það er mjög mikilvægt því að án þessa stuðnings myndi það hægja mjög á þessari vegferð. En það er búið að framlengja því og ég held að það muni jafnvel ýta við bílasölu á þessu og næsta ári.“En hvað veldur þessum samdrætti í bílasölu?Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur tölurnar endurspegla almennan samdrátt í efnahagslífinu. „Svo erum við auðvitað líka að sjá þess merki að það var ákveðinn samdráttur í ferðaþjónustu og inni í þessum tölum yfir selda fólksbíla er til að mynda sala á bílaleigubílum. Og bílaleigurnar keyptu minna af bílum á þessu ári en árið þar á undan.“
Bílar Efnahagsmál Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira