„Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 21:00 Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Mynd/Getty Stjörnufræðivefurinn á Facebook segir frá því að í nótt eða í fyrramálið nái loftsteinadrífan Kvaðrantítar hámarki. Kvaðrantítar standa jafnan stutt yfir og getur verið nokkuð snúið að fylgjast með þeim en búist er við hámarkinu snemma í fyrramálið hér á landi. Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. „Ef einhvers staðar sést í heiðan himinn í morgun gæti dýrðin verið býsna falleg með bæði glitskýjum og nokkrum stjörnuhröpum. Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið,“ er meðal annars skrifað á síðuna. „Kvaðrantítar draga nafn sitt af stjörnumerki sem er ekki lengur til: Múrkvaðrantinum (e. Quadrans Muralis). Merkið var búið til árið 1795 úr stjörnum milli stjörnumerkjanna Hjarðmannsins og Drekans. Múrkvaðrantar voru mikið notaðir af stjörnufræðingum fyrri alda, t.d. Tycho Brahe, til að mæla hnit stjarna og kortleggja himinhvolfið,“ segir í færslunni. Kvaðrantíta má, eins og Geminíta, rekja til smástirnis en ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 2003 EH1 en talið er að það sé hluti af kulnaðri halastjörnu sem sundraðist fyrir nokkrum öldum. „Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Hámarkið er oft öflugt en stendur stutt yfir, gjarnan í aðeins fáeinar klukkustundir svo hámarkið þarf að hitta á myrkurstundir til þess að við sjáum drífuna.“ Spár stjörnufræðinga benda til að hámarkið verði í kringum klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. „Horfðu til himins í aust-norðaustur fyrir dögun. Finndu Karlsvagninn. Geislapunktur drífunnar er við handfangið á honum. Í kringum þetta svæði ættu flest stjörnuhröpin að sjást.“ Geimurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Stjörnufræðivefurinn á Facebook segir frá því að í nótt eða í fyrramálið nái loftsteinadrífan Kvaðrantítar hámarki. Kvaðrantítar standa jafnan stutt yfir og getur verið nokkuð snúið að fylgjast með þeim en búist er við hámarkinu snemma í fyrramálið hér á landi. Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. „Ef einhvers staðar sést í heiðan himinn í morgun gæti dýrðin verið býsna falleg með bæði glitskýjum og nokkrum stjörnuhröpum. Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið,“ er meðal annars skrifað á síðuna. „Kvaðrantítar draga nafn sitt af stjörnumerki sem er ekki lengur til: Múrkvaðrantinum (e. Quadrans Muralis). Merkið var búið til árið 1795 úr stjörnum milli stjörnumerkjanna Hjarðmannsins og Drekans. Múrkvaðrantar voru mikið notaðir af stjörnufræðingum fyrri alda, t.d. Tycho Brahe, til að mæla hnit stjarna og kortleggja himinhvolfið,“ segir í færslunni. Kvaðrantíta má, eins og Geminíta, rekja til smástirnis en ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 2003 EH1 en talið er að það sé hluti af kulnaðri halastjörnu sem sundraðist fyrir nokkrum öldum. „Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Hámarkið er oft öflugt en stendur stutt yfir, gjarnan í aðeins fáeinar klukkustundir svo hámarkið þarf að hitta á myrkurstundir til þess að við sjáum drífuna.“ Spár stjörnufræðinga benda til að hámarkið verði í kringum klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. „Horfðu til himins í aust-norðaustur fyrir dögun. Finndu Karlsvagninn. Geislapunktur drífunnar er við handfangið á honum. Í kringum þetta svæði ættu flest stjörnuhröpin að sjást.“
Geimurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira