Stöðvum hringrás ósýnileikans Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 5. janúar 2020 16:30 Þegar kemur að ráðningum í stjórnunarstöður á almennum markaði er gjarnan beitt svokölluðum hausaveiðaraaðferðum eða “head hunting”. Þá er leitað í tengslanetið og ráðningarstofur eru beðnar um að skima eftir heppilegum einstaklingum til að taka að sér tiltekin störf. Störf innan opinbera geirans lúta öðrum lögmálum, þar sem kröfur eru til auglýsinga á þeim, þó að á því séu undantekningar eins og ráðningar í tvær ráðuneytisstjórastöður nú nýlega bera með sér. Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér hvort að sýnileiki einstaklinga fram að ráðningu í stjórnunarstöður skiptir máli eða ekki. Sýnileiki er einfaldlega mikilvæg breyta þegar kemur að því leita að hæfu fólki í stjórnendastöður. Þegar rætt hefur verið við fjölmiðlafólk sem er mótfallið því að áherslur séu á jöfn kynjahlutföll þegar kemur að vali á viðmælendum í fréttum og fréttatengdum þáttum hafa komið fram þau rök að það sé eðlilegt að kynjahlutföll viðmælenda endurspegli kynjahlutföll stjórnenda, ráðherra, kauphallarforstjóra sveitar- og borgarstjóra o.s.frv. Það er einmitt rót vandans. Á meðan sýnileiki einstaklinga í fjölmiðlum takmarkast við þann hóp einstaklinga sem nú þegar skipar æðstu stjórnunarstöður, eru mun minni líkur á því að breytingar verði þar á. Það er einfaldlega haldið áfram að hræra í sama pottinum með sama fólkinu sem færist á milli stjórnunarstarfa þegar það hefur setið hæfilega lengi á einum stað. Lítil endurnýjun verður vegna m.a. skorts á sýnileika nýrra aðila sem búa yfir miklum hæfileikum. Leiðum breytinguna saman Það þarf að finna nýjar markvissar leiðir til að fjölga í hópi þeirra sem koma til greina í hin ýmsu störf í samfélaginu. Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er hreyfiafl sem stendur fyrir breytingum sem nauðsynlegar eru til að bæta samfélagið með aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu, öllum til hagsbóta. Rannsóknir hafa sýnt fram á að aukinn fjölbreytileiki leiði til betri ákvarðanatöku sem bætir samkeppnisstöðu fyrirtækja og þjóða. Því er mikilvægt að finna leiðir til að auka sýnileikann og auka þannig líkurnar á því að kynjahlutföllin jafnist í öllum atvinnugreinum. Ávinningurinn af því að brjóta upp þessa hringrás ósýnileika kvenna, bæði í fjölmiðlum og í æðstu stjórnunarstöðum er lykilatriði til að ná nauðsynlegum fjölbreytileika. Í lok árs 2019 gerði FKA óformlega könnun meðal fréttamanna á ljósvakamiðlum þar sem kallað var eftir áliti þeirra á því í hvaða starfsgreinum væri oftast vart við skort á konum sem viðmælendum. Níu starfsgreinar voru oftast nefndar; sjávarútvegur, upplýsingatækni, upplýsingaöryggi, orkumál, íþróttir, viðskipti, nýsköpun, vísindi og stjórnmál. Nú er komið að aðgerðum og verkin látin tala á árinu 2020. Við getum hætt að bíða eftir að breytingarnar komi af náttúrulegum ástæðum. FKA hefur skrifað undir þriggja ára samstarfssamning við RÚV þar sem ætlað er að auka hlut kvenna sem viðmælenda í fréttum og fréttatengdum þáttum. Boðið verður uppá hagnýtt viðmælendanámskeið í byrjun febrúar þar sem reyndir einstaklingar úr ljósvakamiðlum sjá um framkvæmd verkefnisins. Námskeiðið byggir á reynslu sambærilegra námskeiða sem haldin hafa verið fyrir ýmsa hópa í atvinnulífinu og MBA nema við Háskóla Íslands. Að þessu sinni verður þátttaka í verkefninu sérstaklega boðin þeim konum sem falla undir framangreindar starfsgreinar, óháð félagsaðild í FKA og er skráning í fjölmiðlaþjálfunina opin til og með 8. janúar 2020 á www.fka.is. Leiðum breytinguna saman og hvetjum hæfar konur til að sækja um - samfélaginu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Þegar kemur að ráðningum í stjórnunarstöður á almennum markaði er gjarnan beitt svokölluðum hausaveiðaraaðferðum eða “head hunting”. Þá er leitað í tengslanetið og ráðningarstofur eru beðnar um að skima eftir heppilegum einstaklingum til að taka að sér tiltekin störf. Störf innan opinbera geirans lúta öðrum lögmálum, þar sem kröfur eru til auglýsinga á þeim, þó að á því séu undantekningar eins og ráðningar í tvær ráðuneytisstjórastöður nú nýlega bera með sér. Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér hvort að sýnileiki einstaklinga fram að ráðningu í stjórnunarstöður skiptir máli eða ekki. Sýnileiki er einfaldlega mikilvæg breyta þegar kemur að því leita að hæfu fólki í stjórnendastöður. Þegar rætt hefur verið við fjölmiðlafólk sem er mótfallið því að áherslur séu á jöfn kynjahlutföll þegar kemur að vali á viðmælendum í fréttum og fréttatengdum þáttum hafa komið fram þau rök að það sé eðlilegt að kynjahlutföll viðmælenda endurspegli kynjahlutföll stjórnenda, ráðherra, kauphallarforstjóra sveitar- og borgarstjóra o.s.frv. Það er einmitt rót vandans. Á meðan sýnileiki einstaklinga í fjölmiðlum takmarkast við þann hóp einstaklinga sem nú þegar skipar æðstu stjórnunarstöður, eru mun minni líkur á því að breytingar verði þar á. Það er einfaldlega haldið áfram að hræra í sama pottinum með sama fólkinu sem færist á milli stjórnunarstarfa þegar það hefur setið hæfilega lengi á einum stað. Lítil endurnýjun verður vegna m.a. skorts á sýnileika nýrra aðila sem búa yfir miklum hæfileikum. Leiðum breytinguna saman Það þarf að finna nýjar markvissar leiðir til að fjölga í hópi þeirra sem koma til greina í hin ýmsu störf í samfélaginu. Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er hreyfiafl sem stendur fyrir breytingum sem nauðsynlegar eru til að bæta samfélagið með aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu, öllum til hagsbóta. Rannsóknir hafa sýnt fram á að aukinn fjölbreytileiki leiði til betri ákvarðanatöku sem bætir samkeppnisstöðu fyrirtækja og þjóða. Því er mikilvægt að finna leiðir til að auka sýnileikann og auka þannig líkurnar á því að kynjahlutföllin jafnist í öllum atvinnugreinum. Ávinningurinn af því að brjóta upp þessa hringrás ósýnileika kvenna, bæði í fjölmiðlum og í æðstu stjórnunarstöðum er lykilatriði til að ná nauðsynlegum fjölbreytileika. Í lok árs 2019 gerði FKA óformlega könnun meðal fréttamanna á ljósvakamiðlum þar sem kallað var eftir áliti þeirra á því í hvaða starfsgreinum væri oftast vart við skort á konum sem viðmælendum. Níu starfsgreinar voru oftast nefndar; sjávarútvegur, upplýsingatækni, upplýsingaöryggi, orkumál, íþróttir, viðskipti, nýsköpun, vísindi og stjórnmál. Nú er komið að aðgerðum og verkin látin tala á árinu 2020. Við getum hætt að bíða eftir að breytingarnar komi af náttúrulegum ástæðum. FKA hefur skrifað undir þriggja ára samstarfssamning við RÚV þar sem ætlað er að auka hlut kvenna sem viðmælenda í fréttum og fréttatengdum þáttum. Boðið verður uppá hagnýtt viðmælendanámskeið í byrjun febrúar þar sem reyndir einstaklingar úr ljósvakamiðlum sjá um framkvæmd verkefnisins. Námskeiðið byggir á reynslu sambærilegra námskeiða sem haldin hafa verið fyrir ýmsa hópa í atvinnulífinu og MBA nema við Háskóla Íslands. Að þessu sinni verður þátttaka í verkefninu sérstaklega boðin þeim konum sem falla undir framangreindar starfsgreinar, óháð félagsaðild í FKA og er skráning í fjölmiðlaþjálfunina opin til og með 8. janúar 2020 á www.fka.is. Leiðum breytinguna saman og hvetjum hæfar konur til að sækja um - samfélaginu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar