Jóhannes í forstjórastól Wise og Hrannar kveður eftir þrettán ára starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2020 14:38 Jóhannes starfaði í fimm ár hjá Össur en flytur sig nú yfir til Wise. Jóhannes H. Guðjónsson er nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Wise lausna. Hann tók við starfinu um áramótin. Á sama tíma lætur Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri Wise til þrettán ára, af störfum. „Hrannar hefur staðið sig gríðarlega vel í að byggja upp það sterka og leiðandi fyrirtæki sem Wise er í dag,“ segir í tilkynningu frá Wise. Ákvörðunin sé Hrannars. Nýr stjórnarformaður félagsins er Jónas Hagan Guðmundsson sem tekur við af Gunnari Birni Gunnarssyni sem tekur við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Stefán Þór Stefánsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri ráðgjafa- og þjónustusviðs félagsins. Í tilkynningu frá Wise kemur fram að við kaup Vörðu Capital á Wise í október síðastliðnum hefðu eigendurnir ákveðið að gera ofannefndar breytingar. Þá standi til að sameina Hugbúnað hf., Centara ehf. og Wise lausnir ehf. undir merki Wise lausna. Einnig séu viðræður í gangi um aðkomu fleiri öflugra fjárfesta sem muni styrkja félagið til frekari vaxtar. Til stóð að sameina Wise og Advania á síðasta ári en Samkeppniseftirlitið gaf ekki grænt ljós á samrunann. Jónas Hagan stjórnarformaður Wise segir í tilkynningu að félagið hafi náð frábærum árangri hér heima og erlendis sem hann þakkar mikilli reynslu og þekkingu starfsfólksins á þróun viðskiptalausna Wise. „Saman hlökkum við til að takast á við spennandi tækifæri sem félögin hafa myndað saman síðustu ár. Til stendur að bæta við fleiri öflugum fjárfestum í eigendahóp Wise og skoða kaup og sameiningar til að styrkja Wise enn frekar.“ Hjá Wise starfa um 75 starfmenn en félagið sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Á meðal 500 viðskiptavina Wise eru sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, fjármálum, framleiðslu, verslun og ýmiskonar sérfræðiþjónustu. Tækni Vistaskipti Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Jóhannes H. Guðjónsson er nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Wise lausna. Hann tók við starfinu um áramótin. Á sama tíma lætur Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri Wise til þrettán ára, af störfum. „Hrannar hefur staðið sig gríðarlega vel í að byggja upp það sterka og leiðandi fyrirtæki sem Wise er í dag,“ segir í tilkynningu frá Wise. Ákvörðunin sé Hrannars. Nýr stjórnarformaður félagsins er Jónas Hagan Guðmundsson sem tekur við af Gunnari Birni Gunnarssyni sem tekur við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Stefán Þór Stefánsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri ráðgjafa- og þjónustusviðs félagsins. Í tilkynningu frá Wise kemur fram að við kaup Vörðu Capital á Wise í október síðastliðnum hefðu eigendurnir ákveðið að gera ofannefndar breytingar. Þá standi til að sameina Hugbúnað hf., Centara ehf. og Wise lausnir ehf. undir merki Wise lausna. Einnig séu viðræður í gangi um aðkomu fleiri öflugra fjárfesta sem muni styrkja félagið til frekari vaxtar. Til stóð að sameina Wise og Advania á síðasta ári en Samkeppniseftirlitið gaf ekki grænt ljós á samrunann. Jónas Hagan stjórnarformaður Wise segir í tilkynningu að félagið hafi náð frábærum árangri hér heima og erlendis sem hann þakkar mikilli reynslu og þekkingu starfsfólksins á þróun viðskiptalausna Wise. „Saman hlökkum við til að takast á við spennandi tækifæri sem félögin hafa myndað saman síðustu ár. Til stendur að bæta við fleiri öflugum fjárfestum í eigendahóp Wise og skoða kaup og sameiningar til að styrkja Wise enn frekar.“ Hjá Wise starfa um 75 starfmenn en félagið sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Á meðal 500 viðskiptavina Wise eru sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, fjármálum, framleiðslu, verslun og ýmiskonar sérfræðiþjónustu.
Tækni Vistaskipti Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira