Hólmfríður, Ragna og nú Baldur til Mannlífs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2020 14:35 Hólmfríður, Baldur og Ragna standa vaktina hjá Mannlífi. Aðsend Baldur Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa á ritstjórn Mannlífs og mun meðal annars skrifa fréttaskýringar og almennar fréttir í blaðið og á mannlif.is. Baldur er reynslumikill fjölmiðlamaður og hefur starfað hjá Fréttablaðinu, mbl.is og DV nær óslitið frá árinu 2007. Þá var Hólmfríður Gísladóttir nýlega ráðinn fréttastjóri Mannlífs og vefstjóri mannlif.is og Ragna Gestsdóttir sem blaðamaður. Mannlíf er fríblað sem kemur út alla föstudaga og er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Kristmannsson útgefandi Mannlífs segir ánægjulegt að fá Hólmfríði, Baldur og Rögnu til liðs við ritstjórnina en þau búa öll yfir víðtækri reynslu úr fjölmiðlum. „Sérstaða Mannlífs verður áfram á umfjöllun um lífstílstengt efni í samstarfi við Hús og hýbíli, Vikuna, Gestgjafan og Séð og heyrt, vandaðar og beittar fréttaskýringar og viðtöl við áhugavert fólk. Mannlíf hefur á stuttum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins og staða okkar styrkist nú enn frekar með nýjum liðsmönnum,“ segir Halldór. Dalurinn ehf. keypti árið 2017 Birting sem gefur út Mannlíf. Dalurinn var þá í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar sem áttu fimmtungshlut hvor. Halldór hefur hins vegar verið eini eigandi Dalsins frá árinu 2018. Hólmfríður býr yfir mikilli reynslu úr fjölmiðlum og verður í lykilhlutverki við útgáfu Mannlífs en hún starfaði áður á mbl.is til margra ára, á Morgunblaðinu og RÚV. Hólmfríður nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Áhugamál hennar eru m.a. borðspil og kórsöngur. Hún er gift og á eitt barn. Baldur er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er eiginmaður og tveggja barna faðir, sinnir veiði af mikilli ástríðu og skraflar í frístundum. Hann hefur samhliða blaðamannastarfinu sinnt veiðileiðsögn og þangskurði á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Ragna er er menntuð sem lögfræðingur og kemur með góða reynslu úr fjölmiðlum, en hún hefur starfað sem blaðamaður í nokkur ár, áður á DV og Birtingi. Ragna situr í stjórn Blaðamannafélags Íslands og nefnd um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þar sem hún er félagi. Ragna á eitt barn. Helstu áhugamál hennar auk vinnunnar og félagsstarfa eru tónleikar, tónlist og kvikmyndir. Roald Eyvindsson er útgáfustjóri Mannlífs og hefur leitt útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína í nóvember 2017. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Baldur Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa á ritstjórn Mannlífs og mun meðal annars skrifa fréttaskýringar og almennar fréttir í blaðið og á mannlif.is. Baldur er reynslumikill fjölmiðlamaður og hefur starfað hjá Fréttablaðinu, mbl.is og DV nær óslitið frá árinu 2007. Þá var Hólmfríður Gísladóttir nýlega ráðinn fréttastjóri Mannlífs og vefstjóri mannlif.is og Ragna Gestsdóttir sem blaðamaður. Mannlíf er fríblað sem kemur út alla föstudaga og er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Kristmannsson útgefandi Mannlífs segir ánægjulegt að fá Hólmfríði, Baldur og Rögnu til liðs við ritstjórnina en þau búa öll yfir víðtækri reynslu úr fjölmiðlum. „Sérstaða Mannlífs verður áfram á umfjöllun um lífstílstengt efni í samstarfi við Hús og hýbíli, Vikuna, Gestgjafan og Séð og heyrt, vandaðar og beittar fréttaskýringar og viðtöl við áhugavert fólk. Mannlíf hefur á stuttum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins og staða okkar styrkist nú enn frekar með nýjum liðsmönnum,“ segir Halldór. Dalurinn ehf. keypti árið 2017 Birting sem gefur út Mannlíf. Dalurinn var þá í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar sem áttu fimmtungshlut hvor. Halldór hefur hins vegar verið eini eigandi Dalsins frá árinu 2018. Hólmfríður býr yfir mikilli reynslu úr fjölmiðlum og verður í lykilhlutverki við útgáfu Mannlífs en hún starfaði áður á mbl.is til margra ára, á Morgunblaðinu og RÚV. Hólmfríður nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Áhugamál hennar eru m.a. borðspil og kórsöngur. Hún er gift og á eitt barn. Baldur er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er eiginmaður og tveggja barna faðir, sinnir veiði af mikilli ástríðu og skraflar í frístundum. Hann hefur samhliða blaðamannastarfinu sinnt veiðileiðsögn og þangskurði á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Ragna er er menntuð sem lögfræðingur og kemur með góða reynslu úr fjölmiðlum, en hún hefur starfað sem blaðamaður í nokkur ár, áður á DV og Birtingi. Ragna situr í stjórn Blaðamannafélags Íslands og nefnd um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þar sem hún er félagi. Ragna á eitt barn. Helstu áhugamál hennar auk vinnunnar og félagsstarfa eru tónleikar, tónlist og kvikmyndir. Roald Eyvindsson er útgáfustjóri Mannlífs og hefur leitt útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína í nóvember 2017.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30