Reykjanesbær laus undan sérstöku eftirliti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2020 13:43 Fjármál Reykjanesbæjar virðast á uppleið samkvæmt niðurstöðu eftirlitsnefndarinnar. Vísir/Vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé fallin úr gildi og bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins og er vísað í bréf sem nefndin sendi bænum. Reykjanesbær hafði áætlað að þetta gerðist eftir tvö ár, en styrk fjármálastjórn, aðhaldsaðgerðir og tekjuaukning bæjarsjóðs, hafa nú gert það að verkum að aðgerðaráætlunin „Sóknin“, sem sett var af stað í árslok 2014, til að rétta við fjárhag bæjarfélagsins, hefur skilað árangri á undan áætlun. „Fyrir okkur öll í Reykjanesbæ eru þetta sérstaklega ánægjuleg tíðindi og niðurstaða sem við höfum stefnt að síðan í árslok 2014. Auk þess sem ráðdeild hefur stýrt störfum okkar, hafa ytri aðstæður einnig hjálpað til. Má þar nefna að flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefur aukist, atvinnustig verið gott, íbúum fjölgað og svo mætti áfram telja,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Niðurstaða eftirlitsnefndar þýði í raun að nú er bæjaryfirvöldum frjálst að stýra fjármálum sveitarfélagsins án sérstaks samráðs við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga svo fremi sem áætlanir standist og viðmið og ákvæði í fjármálareglum sveitarstjórnarlag verði áfram uppfyllt. Bæjarstjórn mun nú í framhaldinu leggjast yfir framtíðaráætlanir bæjarfélagsins, en fjölmörg stór verkefni eru á teikniborðinu í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, ýmissa fjárfestinga og framkvæmda. „Það er því bjartara framundan fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa mátt þola hærri álögur undanfarin ár vegna erfiðrar stöðu bæjarins. Um leið og bæjaryfirvöld fagna þessum merka áfanga eru íbúum og starfsmönnum Reykjanesbæjar færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf sem nú hefur skilað góðum árangri.“ Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé fallin úr gildi og bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins og er vísað í bréf sem nefndin sendi bænum. Reykjanesbær hafði áætlað að þetta gerðist eftir tvö ár, en styrk fjármálastjórn, aðhaldsaðgerðir og tekjuaukning bæjarsjóðs, hafa nú gert það að verkum að aðgerðaráætlunin „Sóknin“, sem sett var af stað í árslok 2014, til að rétta við fjárhag bæjarfélagsins, hefur skilað árangri á undan áætlun. „Fyrir okkur öll í Reykjanesbæ eru þetta sérstaklega ánægjuleg tíðindi og niðurstaða sem við höfum stefnt að síðan í árslok 2014. Auk þess sem ráðdeild hefur stýrt störfum okkar, hafa ytri aðstæður einnig hjálpað til. Má þar nefna að flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefur aukist, atvinnustig verið gott, íbúum fjölgað og svo mætti áfram telja,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Niðurstaða eftirlitsnefndar þýði í raun að nú er bæjaryfirvöldum frjálst að stýra fjármálum sveitarfélagsins án sérstaks samráðs við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga svo fremi sem áætlanir standist og viðmið og ákvæði í fjármálareglum sveitarstjórnarlag verði áfram uppfyllt. Bæjarstjórn mun nú í framhaldinu leggjast yfir framtíðaráætlanir bæjarfélagsins, en fjölmörg stór verkefni eru á teikniborðinu í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, ýmissa fjárfestinga og framkvæmda. „Það er því bjartara framundan fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa mátt þola hærri álögur undanfarin ár vegna erfiðrar stöðu bæjarins. Um leið og bæjaryfirvöld fagna þessum merka áfanga eru íbúum og starfsmönnum Reykjanesbæjar færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf sem nú hefur skilað góðum árangri.“
Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00
Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30
Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00