Reykjanesbær laus undan sérstöku eftirliti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2020 13:43 Fjármál Reykjanesbæjar virðast á uppleið samkvæmt niðurstöðu eftirlitsnefndarinnar. Vísir/Vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé fallin úr gildi og bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins og er vísað í bréf sem nefndin sendi bænum. Reykjanesbær hafði áætlað að þetta gerðist eftir tvö ár, en styrk fjármálastjórn, aðhaldsaðgerðir og tekjuaukning bæjarsjóðs, hafa nú gert það að verkum að aðgerðaráætlunin „Sóknin“, sem sett var af stað í árslok 2014, til að rétta við fjárhag bæjarfélagsins, hefur skilað árangri á undan áætlun. „Fyrir okkur öll í Reykjanesbæ eru þetta sérstaklega ánægjuleg tíðindi og niðurstaða sem við höfum stefnt að síðan í árslok 2014. Auk þess sem ráðdeild hefur stýrt störfum okkar, hafa ytri aðstæður einnig hjálpað til. Má þar nefna að flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefur aukist, atvinnustig verið gott, íbúum fjölgað og svo mætti áfram telja,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Niðurstaða eftirlitsnefndar þýði í raun að nú er bæjaryfirvöldum frjálst að stýra fjármálum sveitarfélagsins án sérstaks samráðs við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga svo fremi sem áætlanir standist og viðmið og ákvæði í fjármálareglum sveitarstjórnarlag verði áfram uppfyllt. Bæjarstjórn mun nú í framhaldinu leggjast yfir framtíðaráætlanir bæjarfélagsins, en fjölmörg stór verkefni eru á teikniborðinu í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, ýmissa fjárfestinga og framkvæmda. „Það er því bjartara framundan fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa mátt þola hærri álögur undanfarin ár vegna erfiðrar stöðu bæjarins. Um leið og bæjaryfirvöld fagna þessum merka áfanga eru íbúum og starfsmönnum Reykjanesbæjar færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf sem nú hefur skilað góðum árangri.“ Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé fallin úr gildi og bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins og er vísað í bréf sem nefndin sendi bænum. Reykjanesbær hafði áætlað að þetta gerðist eftir tvö ár, en styrk fjármálastjórn, aðhaldsaðgerðir og tekjuaukning bæjarsjóðs, hafa nú gert það að verkum að aðgerðaráætlunin „Sóknin“, sem sett var af stað í árslok 2014, til að rétta við fjárhag bæjarfélagsins, hefur skilað árangri á undan áætlun. „Fyrir okkur öll í Reykjanesbæ eru þetta sérstaklega ánægjuleg tíðindi og niðurstaða sem við höfum stefnt að síðan í árslok 2014. Auk þess sem ráðdeild hefur stýrt störfum okkar, hafa ytri aðstæður einnig hjálpað til. Má þar nefna að flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefur aukist, atvinnustig verið gott, íbúum fjölgað og svo mætti áfram telja,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Niðurstaða eftirlitsnefndar þýði í raun að nú er bæjaryfirvöldum frjálst að stýra fjármálum sveitarfélagsins án sérstaks samráðs við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga svo fremi sem áætlanir standist og viðmið og ákvæði í fjármálareglum sveitarstjórnarlag verði áfram uppfyllt. Bæjarstjórn mun nú í framhaldinu leggjast yfir framtíðaráætlanir bæjarfélagsins, en fjölmörg stór verkefni eru á teikniborðinu í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, ýmissa fjárfestinga og framkvæmda. „Það er því bjartara framundan fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa mátt þola hærri álögur undanfarin ár vegna erfiðrar stöðu bæjarins. Um leið og bæjaryfirvöld fagna þessum merka áfanga eru íbúum og starfsmönnum Reykjanesbæjar færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf sem nú hefur skilað góðum árangri.“
Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00
Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30
Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00