Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2020 18:32 Ferðamálastofa hefur krafið Mountaineers of Iceland skýringar á því hvers vegna fyrirtækið fór með 39 manna hóp í vélsleðaferð að Langjökli tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á síðastliðinn mánudag. Ferðamálastofa fór fram á afrit af öryggisáætlun Mountaineers of Iceland til að ganga úr skugga að það samrýmdist henni að hafa farið í þessa ferð. Stendur sú skoðun enn yfir og hefur lögreglan á Suðurlandi hafið sakamálarannsókn á þessari ferð. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir nýbúið að festa lög kvaðir um öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja. „Ég auðvitað geri þá kröfu að fyrirtæki fylgi sínum eigin öryggisáætlunum. Ég vil fyrst fá að vita hvort það hafi verið gert, áður en þeirri spurningu er varpað á stjórnvöld hvort regluverkið sé nægjanlega skýrt.“ Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland. Var fyrirtækið dæmt til að greiða hjónunum bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu. Ekki eru dæmi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið svipt starfsleyfi. Þórdís segir ferðaþjónustufyrirtæki eiga að átta sig á þeirri miklu ábyrgð sem þau bera. „Við eigum allt undir því að gera eins vel og við getum þegar kemur að öryggi ferðamanna þegar þeir koma hingað. Það er sameiginlegt verkefni. Við erum með regluverkið hjá okkur það. Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er mjög mikil. Heilt yfir standa fyrirtæki undir þeirri ábyrgð og átta sig á alvarleika þess ef það er ekki gert. Ferðamálastofa er með málið hjá sér og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því.“ Hún segir yfirvöld hafa ýmsar tillögur í vinnslu þegar kemur að betri aðgangsstýringu til að vernda landið og ferðamenn. Til að mynda liggur fyrir tillaga um að hægt sé að loka Reynisfjöru þegar aðstæður þar eru hættulegar. „Annað er síðan ef þú ert að ganga á eigin vegum upp á jökla. Það er spurning hvort það þurfi að gera ríkari kröfur til þeirra um öryggisáætlanir fyrir sig eða neyðarsenda eða annað slíkt. Það er framkvæmdaatriði. Að öðru leyti er hér almannaréttur, fólk getur farið um landið og gerir það á eigin ábyrgð, við erum ekki að fara að breyta því.“ 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ferðamálastofa hefur krafið Mountaineers of Iceland skýringar á því hvers vegna fyrirtækið fór með 39 manna hóp í vélsleðaferð að Langjökli tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á síðastliðinn mánudag. Ferðamálastofa fór fram á afrit af öryggisáætlun Mountaineers of Iceland til að ganga úr skugga að það samrýmdist henni að hafa farið í þessa ferð. Stendur sú skoðun enn yfir og hefur lögreglan á Suðurlandi hafið sakamálarannsókn á þessari ferð. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir nýbúið að festa lög kvaðir um öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja. „Ég auðvitað geri þá kröfu að fyrirtæki fylgi sínum eigin öryggisáætlunum. Ég vil fyrst fá að vita hvort það hafi verið gert, áður en þeirri spurningu er varpað á stjórnvöld hvort regluverkið sé nægjanlega skýrt.“ Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland. Var fyrirtækið dæmt til að greiða hjónunum bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu. Ekki eru dæmi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið svipt starfsleyfi. Þórdís segir ferðaþjónustufyrirtæki eiga að átta sig á þeirri miklu ábyrgð sem þau bera. „Við eigum allt undir því að gera eins vel og við getum þegar kemur að öryggi ferðamanna þegar þeir koma hingað. Það er sameiginlegt verkefni. Við erum með regluverkið hjá okkur það. Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er mjög mikil. Heilt yfir standa fyrirtæki undir þeirri ábyrgð og átta sig á alvarleika þess ef það er ekki gert. Ferðamálastofa er með málið hjá sér og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því.“ Hún segir yfirvöld hafa ýmsar tillögur í vinnslu þegar kemur að betri aðgangsstýringu til að vernda landið og ferðamenn. Til að mynda liggur fyrir tillaga um að hægt sé að loka Reynisfjöru þegar aðstæður þar eru hættulegar. „Annað er síðan ef þú ert að ganga á eigin vegum upp á jökla. Það er spurning hvort það þurfi að gera ríkari kröfur til þeirra um öryggisáætlanir fyrir sig eða neyðarsenda eða annað slíkt. Það er framkvæmdaatriði. Að öðru leyti er hér almannaréttur, fólk getur farið um landið og gerir það á eigin ábyrgð, við erum ekki að fara að breyta því.“
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira