Stjarnan næst titlinum og KR ekki í fallsæti Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 08:00 Stjarnan er með flest stig að meðaltali í leik í Pepsi Max-deild karla og það er frekar auðvelt að reikna út meðalstigafjölda Blikakvenna í leikjum liðsins í sumar því liðð hefur unnið þá alla. samsett/hag/daníel Boltinn byrjar aftur að rúlla í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem segja má að Stjarnan sé næst titlinum. Breiðablik stendur vel að vígi í Pepsi Max-deild kvenna þar sem heil umferð fer fram á sunnudag og mánudag. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins olli því að ekki hefur verið spilað í deildunum síðan í júlí. Ekki er ljóst hvenær frestaðir leikir verða settir á dagskrá, og verði frekari tafir á Íslandsmótinu er alls kostar óvíst að það takist að ljúka því. KSÍ hefur sett reglur um að keppni verði að vera lokið 1. desember. Jafnframt verður að ljúka 2/3 hluta leikja í hverri deild til að niðurstaða þar verði tekin gild. Verði deild ekki fullkláruð verður liðum raðað eftir meðalstigafjölda í leik. Að því leyti stendur Stjarnan best að vígi í Pepsi-deild karla (þrátt fyrir að vera í 4. sæti) með 2,33 stig að meðaltali í sínum sex leikjum. Fresta þurfti þremur leikjum liðsins á meðan að það var í sóttkví um tveggja vikna skeið í lok júní og byrjun júlí. Miðað við meðalstigafjölda er Stjarnan efst í Pepsi Max-deild karla með 2,33 stig, KR næst með 2,13, topplið Vals í 3. sæti með 2,11 stig og FH í 4. sæti með 1,75 stig. Staða neðstu liða er óbreytt. Staðan í Pepsi Max-deild karla. Eins og sjá má á Stjarnan 2-3 leiki til góða á önnur lið. Til að keppnistímabilið hjá körlunum teljist gilt þurfa að lágmarki 89 leikir að vera spilaðir í deildinni. Nú þegar ágúst er tæplega hálfnaður eru spilaðir leikir 51 talsins og því vantar 38 leiki upp á að mótið teljist gilt. Það eru sex heilar umferðir og tveimur leikjum betur. Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan Þrátt fyrir að þrjú lið í Pepsi Max-deild kvenna hafi þurft að fara í sóttkví í sumar, og þar af KR-ingar tvisvar, hafa liðin leikið 7-8 leiki hvert. KR er í fallsæti eins og er, en miðað við meðalstigafjölda í leik er liðið fyrir ofan Þrótt og Stjörnuna. Stjarnan og FH eru því í fallsætum miðað við meðalstigafjölda. Breiðablik er í góðum málum með fullt hús stiga eftir sjö leiki, eða þrjú stig að meðaltali í leik. Valskonur hafa leikið einum leik meira og eru með 2,4 stig að meðaltali í leik, og Fylkir er í 3. sæti með 1,7 stig að meðaltali í leik. Staðan í Pepsi Max-deild kvenna. KR væri ekki í fallsæti ef miðað væri við meðalstigafjölda í leik. Tíu lið eru í Pepsi Max-deild kvenna en ekki tólf eins og hjá körlunum. Konurnar þurfa því að spila 60 leiki til að mótið telji og vantar 23 leiki upp á til þess. Þar þarf því að spila fjórar heilar umferðir og þremur leikjum betur. Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00 Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Boltinn byrjar aftur að rúlla í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem segja má að Stjarnan sé næst titlinum. Breiðablik stendur vel að vígi í Pepsi Max-deild kvenna þar sem heil umferð fer fram á sunnudag og mánudag. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins olli því að ekki hefur verið spilað í deildunum síðan í júlí. Ekki er ljóst hvenær frestaðir leikir verða settir á dagskrá, og verði frekari tafir á Íslandsmótinu er alls kostar óvíst að það takist að ljúka því. KSÍ hefur sett reglur um að keppni verði að vera lokið 1. desember. Jafnframt verður að ljúka 2/3 hluta leikja í hverri deild til að niðurstaða þar verði tekin gild. Verði deild ekki fullkláruð verður liðum raðað eftir meðalstigafjölda í leik. Að því leyti stendur Stjarnan best að vígi í Pepsi-deild karla (þrátt fyrir að vera í 4. sæti) með 2,33 stig að meðaltali í sínum sex leikjum. Fresta þurfti þremur leikjum liðsins á meðan að það var í sóttkví um tveggja vikna skeið í lok júní og byrjun júlí. Miðað við meðalstigafjölda er Stjarnan efst í Pepsi Max-deild karla með 2,33 stig, KR næst með 2,13, topplið Vals í 3. sæti með 2,11 stig og FH í 4. sæti með 1,75 stig. Staða neðstu liða er óbreytt. Staðan í Pepsi Max-deild karla. Eins og sjá má á Stjarnan 2-3 leiki til góða á önnur lið. Til að keppnistímabilið hjá körlunum teljist gilt þurfa að lágmarki 89 leikir að vera spilaðir í deildinni. Nú þegar ágúst er tæplega hálfnaður eru spilaðir leikir 51 talsins og því vantar 38 leiki upp á að mótið teljist gilt. Það eru sex heilar umferðir og tveimur leikjum betur. Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan Þrátt fyrir að þrjú lið í Pepsi Max-deild kvenna hafi þurft að fara í sóttkví í sumar, og þar af KR-ingar tvisvar, hafa liðin leikið 7-8 leiki hvert. KR er í fallsæti eins og er, en miðað við meðalstigafjölda í leik er liðið fyrir ofan Þrótt og Stjörnuna. Stjarnan og FH eru því í fallsætum miðað við meðalstigafjölda. Breiðablik er í góðum málum með fullt hús stiga eftir sjö leiki, eða þrjú stig að meðaltali í leik. Valskonur hafa leikið einum leik meira og eru með 2,4 stig að meðaltali í leik, og Fylkir er í 3. sæti með 1,7 stig að meðaltali í leik. Staðan í Pepsi Max-deild kvenna. KR væri ekki í fallsæti ef miðað væri við meðalstigafjölda í leik. Tíu lið eru í Pepsi Max-deild kvenna en ekki tólf eins og hjá körlunum. Konurnar þurfa því að spila 60 leiki til að mótið telji og vantar 23 leiki upp á til þess. Þar þarf því að spila fjórar heilar umferðir og þremur leikjum betur. Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur
Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan
Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00 Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30
Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00
Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45