Merkileg tengsl fallliðs Stoke City og Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 16:30 Eric Maxim Choupo-Moting fagnar sigurmarki sínu með Neymar í leik PSG á móti Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. EPA-EFE/David Ramos / POOL Eric Maxim Choupo-Moting var hetja Paris Saint Germain í gærkvöldi þegar hann skaut Parísarliðinu áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Fyrir aðeins tveimur árum féll hann með liði Stoke City úr ensku úrvalsdeildinni. Breski blaðamaðurinn Richard Jolly benti líka á aðra merkilega staðreynd um tengsl þessa fallliðs Stoke City og undanúrslita Meistardeildarinnar. Jolly, sem hefur skrifað fyrir miðla eins og the Guardian, the Observer, the Independent og the Daily Telegraph svo eitthvað sé nefnt. If Eric Maxim Choupo-Moting plays in the next round, it will mean the relegated Stoke squad of 2017-18 had players who played in the 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2016, 2019 & 2020 Champions League semi-finals.— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020 Richard Jolly lagðist í smá rannsóknarvinnu og komst að því, að eftir að ljóst varð að Eric Maxim Choupo-Moting kæmist í undanúrslitin með Paris-Saint Germain í gær, að 2017-18 liðið hjá Stoke City hafi verið skipað leikmönnum sem hafa spilað í ellefu af síðustu sextán undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Stoke City hefur aldrei verið nálægt því að komast í Meistaradeildina en safnaði að sér stórum nöfnum þetta umrædda tímabil. Stoke féll og endaði í fimmtánda sæti í ensku b-deildinni á nýloknu tímabili. Leikmennirnir sem spiluðu með Stoke 2017-18 og hafa verið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á ellefu af síðustu sextán tímabilum eru Ibrahim Afellay, Peter Crouch, Darren Fletcher, Bojan, Xherdan Shaqiri, Jesé og loks Eric Maxim Choupo-Moting. Það dugði þó ekki til að bjarga Stoke liðinu frá falli vorið 2018. Liðið endaði í 19. sæti með aðeins 7 sigra í 38 leikjum og markatölu upp á -33. Stoke var þremur stigum á eftir Southampton sem sat í síðasta örugga sætinu. Xherdan Shaqiri var markahæstur hjá Stoke liðinu með átta mörk, Mame Biram Diouf skoraði sex mörk og þeir Eric Maxim Choupo-Moting og Peter Crouch voru með fimm mörk hvor. 2005 Johnson2007 Crouch2008 Fletcher2009 Fletcher2010 Bojan2011 Fletcher2013 Shaqiri2015 Jese2016 Jese2019 Shaqiri2020 Choupo-Moting https://t.co/V118ZzE0uI— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020 Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Eric Maxim Choupo-Moting var hetja Paris Saint Germain í gærkvöldi þegar hann skaut Parísarliðinu áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Fyrir aðeins tveimur árum féll hann með liði Stoke City úr ensku úrvalsdeildinni. Breski blaðamaðurinn Richard Jolly benti líka á aðra merkilega staðreynd um tengsl þessa fallliðs Stoke City og undanúrslita Meistardeildarinnar. Jolly, sem hefur skrifað fyrir miðla eins og the Guardian, the Observer, the Independent og the Daily Telegraph svo eitthvað sé nefnt. If Eric Maxim Choupo-Moting plays in the next round, it will mean the relegated Stoke squad of 2017-18 had players who played in the 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2016, 2019 & 2020 Champions League semi-finals.— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020 Richard Jolly lagðist í smá rannsóknarvinnu og komst að því, að eftir að ljóst varð að Eric Maxim Choupo-Moting kæmist í undanúrslitin með Paris-Saint Germain í gær, að 2017-18 liðið hjá Stoke City hafi verið skipað leikmönnum sem hafa spilað í ellefu af síðustu sextán undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Stoke City hefur aldrei verið nálægt því að komast í Meistaradeildina en safnaði að sér stórum nöfnum þetta umrædda tímabil. Stoke féll og endaði í fimmtánda sæti í ensku b-deildinni á nýloknu tímabili. Leikmennirnir sem spiluðu með Stoke 2017-18 og hafa verið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á ellefu af síðustu sextán tímabilum eru Ibrahim Afellay, Peter Crouch, Darren Fletcher, Bojan, Xherdan Shaqiri, Jesé og loks Eric Maxim Choupo-Moting. Það dugði þó ekki til að bjarga Stoke liðinu frá falli vorið 2018. Liðið endaði í 19. sæti með aðeins 7 sigra í 38 leikjum og markatölu upp á -33. Stoke var þremur stigum á eftir Southampton sem sat í síðasta örugga sætinu. Xherdan Shaqiri var markahæstur hjá Stoke liðinu með átta mörk, Mame Biram Diouf skoraði sex mörk og þeir Eric Maxim Choupo-Moting og Peter Crouch voru með fimm mörk hvor. 2005 Johnson2007 Crouch2008 Fletcher2009 Fletcher2010 Bojan2011 Fletcher2013 Shaqiri2015 Jese2016 Jese2019 Shaqiri2020 Choupo-Moting https://t.co/V118ZzE0uI— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira