Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 22:30 Frá skimun fyrir Covid-19 í Flórída í Bandaríkjunum. AP/Wilfredo Lee Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. Verið er að þróa sérstök lyf sem koma mótefni við Covid-19 í líkama sýktra, án þess að þurfa að þjálfa ónæmiskerfi þeirra til að mynda mótefnið. Í grófum dráttum, þá eru mótefni prótein sem líkaminn myndar þegar sýking á sér stað. Þau binda sig við vírusa og hjálpa til við að eyða þeim. Bóluefni plata líkamann til framleiða þessi mótefni og læra það ef raunveruleg veira berst í líkamann. EIns og segir í frétt AP fréttaveitunnar getur það tekið svolítinn tíma að mynda mótefni eftir að sýking á sér stað. Nú er verið þróa lyf sem innihalda stóra skammta af mótefnum gegn Covid-19. Þannig vonist vísindamenn til að geta boðið fólki tímabundið ónæmi gegn sjúkdómum en talið er að lyfin gætu virkað í mánuð eða lengur. Lyfin gætu til að mynda reynst heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna og búa við miklar smitlíkur vel. Ef lyfin reynast vel og það dregst úr þróun góðra bóluefna væri hægt að auka notkun lyfjanna. Einnig notuð til lækninga Auk þess að vonast sé til þess að búa til tímabundið ónæmi með lyfjunum er verið að rannsaka hvernig þau nýtast í meðferð handa þeim sem þegar hafa smitast af veirunni. Hvort lyfin dragi úr áhrifum sýkingarinnar og komi jafnvel í veg fyrir dauða. „Vonin er að finna fólk á fyrstu viku veikinda og að við getum læknað þau með mótefnum og komið í veg fyrir að þau verði veik,“ sagði Marshall Lyon, vísindamaður sem vinnur að þróun mótefnalyfs í Atlanta í Bandaríkjunum. Vísindamenn um heim allan vinna nú að því að þróa bóluefni gegn Covid-19. Sjúkdómurinn hefur þegar dregið minnst 744.311 til dauða, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Til að ljúka slíkum bóluefnum þarf yfirleitt að fara í gegnum langvarandi próf og frekari tilraunir til að meta virkni og mögulega fylgikvilla. Yfirvöld í Rússlandi hafa samþykkt bóluefni sem hefur ekki farið í gegnum slíkt ferli. Janet Woodcock, háttsettur embættismaður í Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, segir umrædd lyf vera mjög efnileg og að þau gætu verið aðgengileg tiltölulega fljótt. Hún sagði að niðurstöður í lykilprófunum lægju líklega fyrir í haust. Eitt lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum er þegar byrjað að framleiða sitt lyf og hafa forsvarsmenn þess því veðjað á jákvæðar niðurstöður úr þessum prófunum. Með því að eiga góðar birgðir af lyfjunum þegar grænt ljós berst frá yfirvöldum verði hægt að koma því á markað mjög fljótt. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. Verið er að þróa sérstök lyf sem koma mótefni við Covid-19 í líkama sýktra, án þess að þurfa að þjálfa ónæmiskerfi þeirra til að mynda mótefnið. Í grófum dráttum, þá eru mótefni prótein sem líkaminn myndar þegar sýking á sér stað. Þau binda sig við vírusa og hjálpa til við að eyða þeim. Bóluefni plata líkamann til framleiða þessi mótefni og læra það ef raunveruleg veira berst í líkamann. EIns og segir í frétt AP fréttaveitunnar getur það tekið svolítinn tíma að mynda mótefni eftir að sýking á sér stað. Nú er verið þróa lyf sem innihalda stóra skammta af mótefnum gegn Covid-19. Þannig vonist vísindamenn til að geta boðið fólki tímabundið ónæmi gegn sjúkdómum en talið er að lyfin gætu virkað í mánuð eða lengur. Lyfin gætu til að mynda reynst heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna og búa við miklar smitlíkur vel. Ef lyfin reynast vel og það dregst úr þróun góðra bóluefna væri hægt að auka notkun lyfjanna. Einnig notuð til lækninga Auk þess að vonast sé til þess að búa til tímabundið ónæmi með lyfjunum er verið að rannsaka hvernig þau nýtast í meðferð handa þeim sem þegar hafa smitast af veirunni. Hvort lyfin dragi úr áhrifum sýkingarinnar og komi jafnvel í veg fyrir dauða. „Vonin er að finna fólk á fyrstu viku veikinda og að við getum læknað þau með mótefnum og komið í veg fyrir að þau verði veik,“ sagði Marshall Lyon, vísindamaður sem vinnur að þróun mótefnalyfs í Atlanta í Bandaríkjunum. Vísindamenn um heim allan vinna nú að því að þróa bóluefni gegn Covid-19. Sjúkdómurinn hefur þegar dregið minnst 744.311 til dauða, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Til að ljúka slíkum bóluefnum þarf yfirleitt að fara í gegnum langvarandi próf og frekari tilraunir til að meta virkni og mögulega fylgikvilla. Yfirvöld í Rússlandi hafa samþykkt bóluefni sem hefur ekki farið í gegnum slíkt ferli. Janet Woodcock, háttsettur embættismaður í Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, segir umrædd lyf vera mjög efnileg og að þau gætu verið aðgengileg tiltölulega fljótt. Hún sagði að niðurstöður í lykilprófunum lægju líklega fyrir í haust. Eitt lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum er þegar byrjað að framleiða sitt lyf og hafa forsvarsmenn þess því veðjað á jákvæðar niðurstöður úr þessum prófunum. Með því að eiga góðar birgðir af lyfjunum þegar grænt ljós berst frá yfirvöldum verði hægt að koma því á markað mjög fljótt.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira