Hver er þessi Kamala? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 11:30 Joe Biden og Kamala Harris, forseta og varaforsetaefni Demókrata. AP Photo/David J. Phillip Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. „Mér hefur hlotnast sá heiður að tilkynna að ég hef valið Kamala Harris,“ skrifaði Biden á Twitter í gær þegar hann tilkynnti hver yrði varaforsetaefni hans. Þar með lauk margra mánaða ferli en fjölmiðlar í Bandaríkjunum höfðu talið líklegt að Harris yrði fyrir valinu. Let’s go win this, @KamalaHarris. pic.twitter.com/O2EYo6rYyk— Joe Biden (@JoeBiden) August 12, 2020 Hvaðan kemur hún? Harris er 55 ára lögfræðingur frá Kaliforníu. Foreldrar hennar eru innflytjendur frá Indlandi og Jamaíku og kynntust þau eftir að hafa bæði flutt til Bandaríkjanna til að starfa við háskóla á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu. Bakgrunnur hennar þýðir að hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum þegar framboð hennar og Biden verður staðfest á landsþingi Demókrata. Þá er hún aðeins fjórða konan til þess að vera á blaði í forsetakosningunum, á eftir Geraldine Ferraro, Sarah Palin og Hillary Clinton. Í umfjöllun BBC um bakgrunn Harris segir að eftir að foreldrar hennar skildu hafi móðir hennar að mestu séð um uppeldið á henni og yngri systur hennar. Móðir hennar kemur frá Indlandi og hefur Harris sagt að indverskur bakgrunnur hennar sé stór hluti af persónuleika hennar. Harris hefur setið í öldungardeildinni fyrir Kaliforníu-ríki frá árinu 2017, en hún hafði áður verið dómsmálaráðherra ríksins frá árinu 2011. Þar áður hafði hún verið héraðssaksóknari San Francisco frá árinu 2003. Lengi verið vonarstjarna Demókratar hafa lengi horft til Harris sem framtíðarleiðtoga en til marks um það má nefna að stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir nefndi hana til sögunar í umfjöllun Vísis aðspurð um það skömmu eftir forsetakosningarnar 2016 hvaða demókrati gæti tekið við kindlinum af Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Í öldungadeildinni vakti Harris ekki síst athygli fyrir harða atlögu hennar að Brett Kavanaugh, umdeildum hæstaréttardómaraefni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og William Barr, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Grillaði Biden í forkosningunum Harris nýtti sér athyglina til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forkosningarnar og vakti framganga hennar í kappræðum frambjóðanda mikla athygli, ekki síst þar sem hún sótti mjög að Biden. Framboð Harris náði ágætu flugi framan af en dalaði fljótt, í frétt BBC er það meðal annars rakið til þess að hún hafi ekki getað gefið nógu skýr svör um hver stefnumál hennar væru. Þá var vinstri vængur Demókrataflokksins ekki endilega ánægður með stefnumál hennar og var hún jafnan gagnrýnd úr þeirri átt fyrir að vera ekki nógu framsækin. Þannig var hún gagnrýnd fyrir að hafa, sem dómsmálaráðherra Kaliforníu, ekki stigið nægjanlega afgerandi skref í átt að umbótum í starfi lögreglunnar eða dómskerfinu. Var hún ekki talin vera samstíga vinstri vængnum varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Verður hún forsetaframbjóðandinn 2024? Fjölmiðlar ytra hafa rætt um að með því að velja Harris sé Demókrataflokkurinn nánast búinn að velja forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar 2024, en Joe Biden er sem kunnugt er 78 ára gamall og óvíst hvort hann treysti sér í annað kjörtímabil, nái hann kjöri. Hann hefur raunar sjálfur sagt að hann líti á sig sem ákveðna brú fyrir næstu kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins. Í umfjöllun Five Thirty Eight segir þó að þetta séð háð mörgum óvissuþáttum. Ef Biden og Harris tapa sé líklegt að draumar hennar um forsetaembættið séu úr sögunni, og jafn vel þótt að þau verði kjörinn þurfi Harris að sýna það sem varaforseti að hún sé tilbúin til þess að gegna embætti forseta, komi til þess að Biden sækist ekki eftir endurkjöri, verði hann kjörinn í haust. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. „Mér hefur hlotnast sá heiður að tilkynna að ég hef valið Kamala Harris,“ skrifaði Biden á Twitter í gær þegar hann tilkynnti hver yrði varaforsetaefni hans. Þar með lauk margra mánaða ferli en fjölmiðlar í Bandaríkjunum höfðu talið líklegt að Harris yrði fyrir valinu. Let’s go win this, @KamalaHarris. pic.twitter.com/O2EYo6rYyk— Joe Biden (@JoeBiden) August 12, 2020 Hvaðan kemur hún? Harris er 55 ára lögfræðingur frá Kaliforníu. Foreldrar hennar eru innflytjendur frá Indlandi og Jamaíku og kynntust þau eftir að hafa bæði flutt til Bandaríkjanna til að starfa við háskóla á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu. Bakgrunnur hennar þýðir að hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum þegar framboð hennar og Biden verður staðfest á landsþingi Demókrata. Þá er hún aðeins fjórða konan til þess að vera á blaði í forsetakosningunum, á eftir Geraldine Ferraro, Sarah Palin og Hillary Clinton. Í umfjöllun BBC um bakgrunn Harris segir að eftir að foreldrar hennar skildu hafi móðir hennar að mestu séð um uppeldið á henni og yngri systur hennar. Móðir hennar kemur frá Indlandi og hefur Harris sagt að indverskur bakgrunnur hennar sé stór hluti af persónuleika hennar. Harris hefur setið í öldungardeildinni fyrir Kaliforníu-ríki frá árinu 2017, en hún hafði áður verið dómsmálaráðherra ríksins frá árinu 2011. Þar áður hafði hún verið héraðssaksóknari San Francisco frá árinu 2003. Lengi verið vonarstjarna Demókratar hafa lengi horft til Harris sem framtíðarleiðtoga en til marks um það má nefna að stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir nefndi hana til sögunar í umfjöllun Vísis aðspurð um það skömmu eftir forsetakosningarnar 2016 hvaða demókrati gæti tekið við kindlinum af Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Í öldungadeildinni vakti Harris ekki síst athygli fyrir harða atlögu hennar að Brett Kavanaugh, umdeildum hæstaréttardómaraefni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og William Barr, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Grillaði Biden í forkosningunum Harris nýtti sér athyglina til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forkosningarnar og vakti framganga hennar í kappræðum frambjóðanda mikla athygli, ekki síst þar sem hún sótti mjög að Biden. Framboð Harris náði ágætu flugi framan af en dalaði fljótt, í frétt BBC er það meðal annars rakið til þess að hún hafi ekki getað gefið nógu skýr svör um hver stefnumál hennar væru. Þá var vinstri vængur Demókrataflokksins ekki endilega ánægður með stefnumál hennar og var hún jafnan gagnrýnd úr þeirri átt fyrir að vera ekki nógu framsækin. Þannig var hún gagnrýnd fyrir að hafa, sem dómsmálaráðherra Kaliforníu, ekki stigið nægjanlega afgerandi skref í átt að umbótum í starfi lögreglunnar eða dómskerfinu. Var hún ekki talin vera samstíga vinstri vængnum varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Verður hún forsetaframbjóðandinn 2024? Fjölmiðlar ytra hafa rætt um að með því að velja Harris sé Demókrataflokkurinn nánast búinn að velja forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar 2024, en Joe Biden er sem kunnugt er 78 ára gamall og óvíst hvort hann treysti sér í annað kjörtímabil, nái hann kjöri. Hann hefur raunar sjálfur sagt að hann líti á sig sem ákveðna brú fyrir næstu kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins. Í umfjöllun Five Thirty Eight segir þó að þetta séð háð mörgum óvissuþáttum. Ef Biden og Harris tapa sé líklegt að draumar hennar um forsetaembættið séu úr sögunni, og jafn vel þótt að þau verði kjörinn þurfi Harris að sýna það sem varaforseti að hún sé tilbúin til þess að gegna embætti forseta, komi til þess að Biden sækist ekki eftir endurkjöri, verði hann kjörinn í haust.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira