„Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2020 09:11 Ásgeir Þór Ásgeirsson mætti með allar græjur í viðtal á Bylgjunni í morgun. Mynd/Bylgjan Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. Að sögn Ásgeirs, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kannaði lögregla sóttvarnarráðstafanir á sex veitingastöðum í gær. „Fjögur þeirra voru í lagi og þrjú þeirra með allt til fyrirmyndar. En tvö af þessum húsum, þar var ástandið ekki eins og það átti að vera. En það grátlega við þetta er að það voru ekki það margir gestir inni þannig að veitingamennirnir hefðu getað haft þetta í lagi,“ sagði Ásgeir. Þar sem fámennt var inni á stöðunum var ekki talin ástæða til þess að rýma staðina. Tekin verður skýrsla af eigendum veitingastaðanna í dag og fer málið í viðeigandi ferli hjá lögreglunni. Hefði verið auðvelt að bregðast við fréttum helgarinnar Aðfaranótt sunnudagsins fór lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í sama tilgangi, og kom í ljós að fimmtán af stöðunum 24 voru ekki að fylgja reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra regluna. „Það hefði verið mjög auðvelt að vera búinn að bregðast við þessu og gera eitthvað þannig að þetta væri í lagi en þessir tveir veitingamenn höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Ásgeir. Lögreglumenn verða settir í það verkefni að kanna stöðuna á veitingastöðum út vikuna og sagði Ásgeir að markmiðið væri að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu komin með sín sóttvarnarmál á hreint fyrir næstu helgi. Það væri þó bagalegt fyrir lögregluna að þurfa að sjá til þess að svo væri. „Við höfum engan áhuga á því að vera í þessum aðgerðum. Við myndum gjarnan vilja að allir veitingamenn myndu gera ráðstafnir eins og voru á hinum fjórum stöðunum. Ég held að það hljóti allir að vilja að hafa þetta í lagi og þurfa ekki að fá lögregluna til að mæla á milli borða. Þetta er hálf barnalegt,“ sagði Ásgeir. Skrýtið ef lögreglan þurfi að passa upp á að fólk veikist ekki Bætti hann því við að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á hegðun sinni og það væri á herðum hvers og eins að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis með því að fara ekki í aðstæður þar sem ljóst sé að ekki sé verið að virða sóttvarnarreglur. „Það er skrýtið ef að lögreglan þarf að vera að passa upp á það að fólk sé ekki að veikjast á þessari veiru. Þetta ætti að vera nægjanlegur hvati fyrir þetta fólk sjálft. Ég hef séð fullt af fólki í kringum mig veikjast. Þetta er skelfilegur sjúkdómur. Lögreglumenn sem veiktust í sumar eru jafn vel ekki ennþá búnir að ná sér,“ sagði Ásgeir og bætti við. „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf.“ 23 í sóttkví Alls eru 23 lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í sóttkví, allir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. „Það er svona nánast eins og ég myndi missa allt útkallsliðið af vakt í lögregðustöð í Kópavogi eða Hafnarfirði. Það er eins og heil stöð fari í burtu. Í lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þetta gerðist, þar dreifist þetta á þrjár deildir, umferðardeildina, útkallsdeildina og rannsóknarliðið. Þetta sleppur hjá okkur, ennþá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. Að sögn Ásgeirs, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kannaði lögregla sóttvarnarráðstafanir á sex veitingastöðum í gær. „Fjögur þeirra voru í lagi og þrjú þeirra með allt til fyrirmyndar. En tvö af þessum húsum, þar var ástandið ekki eins og það átti að vera. En það grátlega við þetta er að það voru ekki það margir gestir inni þannig að veitingamennirnir hefðu getað haft þetta í lagi,“ sagði Ásgeir. Þar sem fámennt var inni á stöðunum var ekki talin ástæða til þess að rýma staðina. Tekin verður skýrsla af eigendum veitingastaðanna í dag og fer málið í viðeigandi ferli hjá lögreglunni. Hefði verið auðvelt að bregðast við fréttum helgarinnar Aðfaranótt sunnudagsins fór lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í sama tilgangi, og kom í ljós að fimmtán af stöðunum 24 voru ekki að fylgja reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra regluna. „Það hefði verið mjög auðvelt að vera búinn að bregðast við þessu og gera eitthvað þannig að þetta væri í lagi en þessir tveir veitingamenn höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Ásgeir. Lögreglumenn verða settir í það verkefni að kanna stöðuna á veitingastöðum út vikuna og sagði Ásgeir að markmiðið væri að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu komin með sín sóttvarnarmál á hreint fyrir næstu helgi. Það væri þó bagalegt fyrir lögregluna að þurfa að sjá til þess að svo væri. „Við höfum engan áhuga á því að vera í þessum aðgerðum. Við myndum gjarnan vilja að allir veitingamenn myndu gera ráðstafnir eins og voru á hinum fjórum stöðunum. Ég held að það hljóti allir að vilja að hafa þetta í lagi og þurfa ekki að fá lögregluna til að mæla á milli borða. Þetta er hálf barnalegt,“ sagði Ásgeir. Skrýtið ef lögreglan þurfi að passa upp á að fólk veikist ekki Bætti hann því við að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á hegðun sinni og það væri á herðum hvers og eins að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis með því að fara ekki í aðstæður þar sem ljóst sé að ekki sé verið að virða sóttvarnarreglur. „Það er skrýtið ef að lögreglan þarf að vera að passa upp á það að fólk sé ekki að veikjast á þessari veiru. Þetta ætti að vera nægjanlegur hvati fyrir þetta fólk sjálft. Ég hef séð fullt af fólki í kringum mig veikjast. Þetta er skelfilegur sjúkdómur. Lögreglumenn sem veiktust í sumar eru jafn vel ekki ennþá búnir að ná sér,“ sagði Ásgeir og bætti við. „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf.“ 23 í sóttkví Alls eru 23 lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í sóttkví, allir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. „Það er svona nánast eins og ég myndi missa allt útkallsliðið af vakt í lögregðustöð í Kópavogi eða Hafnarfirði. Það er eins og heil stöð fari í burtu. Í lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þetta gerðist, þar dreifist þetta á þrjár deildir, umferðardeildina, útkallsdeildina og rannsóknarliðið. Þetta sleppur hjá okkur, ennþá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira