Næstum því níu af hverjum tíu ánægð með þjálfarann sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 16:00 Flotti fulltrúar Íslands á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Bakú i fyrra. Mynd/ÍSÍ Í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar fyrir árið 2020 kemur meðal annars fram að 88 prósent nemenda sem æfa íþróttir eru ánægðir með þjálfarann sinn. Ánægjuvogin er unnin af Rannsóknum og greiningu (R&g) fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ). Rannsóknir og greining hafa lagt spurningalista fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk frá árinu 1992 í rannsókninni Ungt fólk. Í Ánægjuvoginni felst að spurningar tengdar íþróttum og íþróttaiðkun er bætt við spurningalistana. Listarnir voru lagðir fyrir nemendur bekkjanna í febrúar á þessu ári og var svarhlutfallið 85 prósent. Lykiltölur í íþróttaiðkun nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2020Skjámynd/ÍSÍ „Niðurstöður Ánægjuvogarinnar eru mjög jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi og taka ÍSÍ og UMFÍ því fagnandi. Þar kemur skýrt fram að þeim nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi liður betur og vinna betur í hópi en aðrir. Þetta er mikill fjöldi, því um 90% barna í hverjum árgangi fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti. Meirihluti nemendanna metur andlega og líkamlega heilsu sína góða, eru síður líkleg til að sýna af sér frávikshegðun og neyta vímuefna,“ segir í fréttinni á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu (R&g) og í íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík kynnti niðurstöðurnar fyrir starfsmönnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands en það er líka hægt er að horfa á kynninguna hér fyrir neðan. Margrét Lilja Guðmundsdóttir segir niðurstöður rannsókna Rannsókna og greininga sýna ótvírætt kosti skipulags íþróttastarfs: „Við sjáum hvaða þættir það eru sem eru verndandi og hvaða þættir það eru sem draga úr líkum á því að barn leiðist út í einhvers konar frávikshegðun, sér í lagi vímuefnaneyslu. Við sjáum að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hefur forvarnargildi,“ sagði Margrét Lilja Guðmundsdóttir. Það má sjá alla Ánægjuvogina með því að smella hér. Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar fyrir árið 2020 kemur meðal annars fram að 88 prósent nemenda sem æfa íþróttir eru ánægðir með þjálfarann sinn. Ánægjuvogin er unnin af Rannsóknum og greiningu (R&g) fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ). Rannsóknir og greining hafa lagt spurningalista fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk frá árinu 1992 í rannsókninni Ungt fólk. Í Ánægjuvoginni felst að spurningar tengdar íþróttum og íþróttaiðkun er bætt við spurningalistana. Listarnir voru lagðir fyrir nemendur bekkjanna í febrúar á þessu ári og var svarhlutfallið 85 prósent. Lykiltölur í íþróttaiðkun nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2020Skjámynd/ÍSÍ „Niðurstöður Ánægjuvogarinnar eru mjög jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi og taka ÍSÍ og UMFÍ því fagnandi. Þar kemur skýrt fram að þeim nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi liður betur og vinna betur í hópi en aðrir. Þetta er mikill fjöldi, því um 90% barna í hverjum árgangi fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti. Meirihluti nemendanna metur andlega og líkamlega heilsu sína góða, eru síður líkleg til að sýna af sér frávikshegðun og neyta vímuefna,“ segir í fréttinni á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu (R&g) og í íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík kynnti niðurstöðurnar fyrir starfsmönnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands en það er líka hægt er að horfa á kynninguna hér fyrir neðan. Margrét Lilja Guðmundsdóttir segir niðurstöður rannsókna Rannsókna og greininga sýna ótvírætt kosti skipulags íþróttastarfs: „Við sjáum hvaða þættir það eru sem eru verndandi og hvaða þættir það eru sem draga úr líkum á því að barn leiðist út í einhvers konar frávikshegðun, sér í lagi vímuefnaneyslu. Við sjáum að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hefur forvarnargildi,“ sagði Margrét Lilja Guðmundsdóttir. Það má sjá alla Ánægjuvogina með því að smella hér.
Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira