Fjöldi sýna yfir afkastagetu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 18:30 Einungis einn af þeim níu sem greindust með kórónuveiruna hér innanlands í gær var í sóttkví. Sóttvarnarlæknir segir líklegt að Ísland muni lenda á rauðum lista annarra þjóða. Í kvöld eða á morgun skilar hann tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum. Gríðarlegt álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild vegna sýnatöku á síðustu dögum. Níu sem smitast hafa innanlands voru greindir með kórónuveiruna í gær. Þar af einn á Austurlandi og nú eru því smitaðir einstaklingar í öllum landshlutum. Alls er 91 í einangrun vegna veirunnar og eru flestir á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis einn af þeim sem greindust í gær var í sóttkví og að sögn sóttvarnarlæknis gæti það bent til þess að útbreiðslan sé meiri en talið hefur verið. Hann segir samstöðu um sóttvarnir gríðarlega mikilvæga nú til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Smitum sé að fjölga með svipuðum hætti og á fyrstu stigum í vor. „Fjöldi tilfella fylgir svipaðri kúrvu og var en við erum ekki að fá eins mikið af alvarlega veiku fólki og þá. Hvort það er einhver breyting eða hvort það sé vegna þess að yngra fólk er að greinast á bara eftir að koma í ljós," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Almannavarnir Nýgengni covid smita hækkar áfram og mælist nú 21. Með því er átt við hversu mörg smit hafa greinst innanlands undanfarna 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Hætta er því á að ferðamenn frá Íslandi þurfi að lúta strangari reglum á ferðalögum til útlanda á næstunni. Í Noregi er til dæmis miðað við að farþegar frá löndum þar sem nýgengni innanlandssmita er yfir tuttugu þurfi að sæta sóttkví við komu. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel," sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Tillögur vegna skimunar væntanlegar Samkvæmt upplýsingum frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er deildin að starfa við og yfir þolmörkum. Í gær var tekið á móti 2.400 landamærasýnum og 460 sjúklingum, sem jafgildir 2.860 sýnum. Afkastagetan hefur hins vegar verið miðuð við um tvö þúsund sýni á dag. Einhver bið hefur því verið á niðurstöðum. Sóttvarnarlæknir mun í kvöld eða á morgun skila tillögum til heilbrigðisráðherra er lúta að skimun á landamærum. „Við erum að vinna núna á alveg hreint hámarks afköstum hér innanlands og faraldurinn er að breytast erlendis. Þannig við þurfum að vera mjög á tánum hvort við þurufm að breyta okkar leiðbeiningum varðandi skimanir til að ná fram hámarsk afköstum," segir Þórólfur. Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Einungis einn af þeim níu sem greindust með kórónuveiruna hér innanlands í gær var í sóttkví. Sóttvarnarlæknir segir líklegt að Ísland muni lenda á rauðum lista annarra þjóða. Í kvöld eða á morgun skilar hann tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum. Gríðarlegt álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild vegna sýnatöku á síðustu dögum. Níu sem smitast hafa innanlands voru greindir með kórónuveiruna í gær. Þar af einn á Austurlandi og nú eru því smitaðir einstaklingar í öllum landshlutum. Alls er 91 í einangrun vegna veirunnar og eru flestir á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis einn af þeim sem greindust í gær var í sóttkví og að sögn sóttvarnarlæknis gæti það bent til þess að útbreiðslan sé meiri en talið hefur verið. Hann segir samstöðu um sóttvarnir gríðarlega mikilvæga nú til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Smitum sé að fjölga með svipuðum hætti og á fyrstu stigum í vor. „Fjöldi tilfella fylgir svipaðri kúrvu og var en við erum ekki að fá eins mikið af alvarlega veiku fólki og þá. Hvort það er einhver breyting eða hvort það sé vegna þess að yngra fólk er að greinast á bara eftir að koma í ljós," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Almannavarnir Nýgengni covid smita hækkar áfram og mælist nú 21. Með því er átt við hversu mörg smit hafa greinst innanlands undanfarna 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Hætta er því á að ferðamenn frá Íslandi þurfi að lúta strangari reglum á ferðalögum til útlanda á næstunni. Í Noregi er til dæmis miðað við að farþegar frá löndum þar sem nýgengni innanlandssmita er yfir tuttugu þurfi að sæta sóttkví við komu. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel," sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Tillögur vegna skimunar væntanlegar Samkvæmt upplýsingum frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er deildin að starfa við og yfir þolmörkum. Í gær var tekið á móti 2.400 landamærasýnum og 460 sjúklingum, sem jafgildir 2.860 sýnum. Afkastagetan hefur hins vegar verið miðuð við um tvö þúsund sýni á dag. Einhver bið hefur því verið á niðurstöðum. Sóttvarnarlæknir mun í kvöld eða á morgun skila tillögum til heilbrigðisráðherra er lúta að skimun á landamærum. „Við erum að vinna núna á alveg hreint hámarks afköstum hér innanlands og faraldurinn er að breytast erlendis. Þannig við þurfum að vera mjög á tánum hvort við þurufm að breyta okkar leiðbeiningum varðandi skimanir til að ná fram hámarsk afköstum," segir Þórólfur.
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira