Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 08:52 Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, verður hæst setti embættismaður ríkisins sem heimsótt hefur Taívan frá 1979. AP/Jacquelyn Martin Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Kína gerir tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Í heimsókn sinni mun Azar meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, og samkvæmt American Institute in Taiwan, sem er í raun óopinbert sendiráð Bandaríkjanna í Taívan, munu þau ræða heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og fleiri málefni, samkvæmt tilkynningu frá AIT. „Taívan hefur verið fyrirmynd varðandi gegnsæi og alþjóðasamvinnu í Covid-19 faraldrinum og löngu fyrir hann,“ segir Azar í tilkynningu. Hann sagðist hlakka til að ítreka stuðning Donald Trump gagnvart Taívan og undirstrika þá sameiginlegu trú ríkjanna að frjáls samfélög séu besta leiði til að verja heilsu íbúa. Utanríkisráðuneyti Kína hefur þegar fordæmt heimsóknina og hefur lagt fram formleg mótmæli í Washington DC. Reuters hefur eftir Wang Wenbin, talsmanni ráðuneytisins, að málefni Taívan sé gríðarlega mikilvægt í samskiptum Bandaríkjanna og Kína og þar að auki viðkvæmt. Vegna þrýstings frá Kína hefur Taívan verið meinuð aðkoma að alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Kína þar að auki beitt þau fáu ríki sem hafa átt í formlegum samskiptum við Taívan gífurlegum þrýstingi. Flest þeirra ríkja hafa nú slitið þeim samskiptum. Taívan Bandaríkin Kína Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Kína gerir tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Í heimsókn sinni mun Azar meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, og samkvæmt American Institute in Taiwan, sem er í raun óopinbert sendiráð Bandaríkjanna í Taívan, munu þau ræða heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og fleiri málefni, samkvæmt tilkynningu frá AIT. „Taívan hefur verið fyrirmynd varðandi gegnsæi og alþjóðasamvinnu í Covid-19 faraldrinum og löngu fyrir hann,“ segir Azar í tilkynningu. Hann sagðist hlakka til að ítreka stuðning Donald Trump gagnvart Taívan og undirstrika þá sameiginlegu trú ríkjanna að frjáls samfélög séu besta leiði til að verja heilsu íbúa. Utanríkisráðuneyti Kína hefur þegar fordæmt heimsóknina og hefur lagt fram formleg mótmæli í Washington DC. Reuters hefur eftir Wang Wenbin, talsmanni ráðuneytisins, að málefni Taívan sé gríðarlega mikilvægt í samskiptum Bandaríkjanna og Kína og þar að auki viðkvæmt. Vegna þrýstings frá Kína hefur Taívan verið meinuð aðkoma að alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Kína þar að auki beitt þau fáu ríki sem hafa átt í formlegum samskiptum við Taívan gífurlegum þrýstingi. Flest þeirra ríkja hafa nú slitið þeim samskiptum.
Taívan Bandaríkin Kína Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira