Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2020 12:23 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa. vísir/einar Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum. Engum sé um að kenna að smituðum fjölgi nú á ný, hvorki ferðamönnum né hælisleitendum en enginn hefur greinst í síðarnefnda hópnum. Fjögur farsóttarhús eru í landinu. Tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík, eitt á Akureyri og annað á Egilsstöðum. Samanlagt dvelja þar á fjórða tug Íslendinga og útlendinga í einangrun og sóttkví, langflest í Reykjavík en ein fjölskylda er í farsóttarhúsinu á Akureyri eftir að einn fjölskyldumeðlima greindist með veiruna þar í gær. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir að risið í faraldrinum síðustu daga á Íslandi sé ekki ferðamönnum eða flóttamönnum að kenna. Borið hefur á gagnrýni í garð ferðaþjónustunnar síðustu daga, til að mynda úr röðum tónlistarfólks, og henni kennt um fjölgun smita að undanförnu. Gylfi Þór segir engan vera sökudólg í þessum efnum, hvað þá þau sem að endingu leita í farsóttarhúsin. „Ekki frekar en þeir Íslendingar sem smitast. Þetta er veira sem við erum að kljást við og hún fer ekki í manngreiningarálit,“ segir Gylfi Þór. „Hún getur sest í okkur öll og við verðum að hætta að benda hvort á annað, hætta að leita að sökudólgum og standa frekar saman í því að sigrast á henni.“ Þannig að fólk ætti að láta af gagnrýni sinni á þá ferðamenn sem hingað koma? „Já, við náum þeim ferðamönnum sem koma til landsins á landamærunum. Ef þeir eru sýktir þá koma þeir hingað [í farsóttarhús]. Ef ég man þetta rétt þá hefur aðeins einn ferðamaður, líklega sá sem er á Akureyri, fengið neikvætt í fyrri skimun en smitast svo. Hann getur allt eins hafa smitast af Íslendingi.“ Gylfi Þór segir þjóðerni því ekki skipta máli í baráttunni við faraldurinn. „Sem dæmi hefur enginn þeirra hælisleitenda sem komið hefur til landsins verið smitaður,“ segir Gylfi. „Þannig að við getum ekki bara verið að benda út í loftið.“ Gylfi sendi frá sér pistil um sama efni í gærkvöldi. Hann má lesa hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum. Engum sé um að kenna að smituðum fjölgi nú á ný, hvorki ferðamönnum né hælisleitendum en enginn hefur greinst í síðarnefnda hópnum. Fjögur farsóttarhús eru í landinu. Tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík, eitt á Akureyri og annað á Egilsstöðum. Samanlagt dvelja þar á fjórða tug Íslendinga og útlendinga í einangrun og sóttkví, langflest í Reykjavík en ein fjölskylda er í farsóttarhúsinu á Akureyri eftir að einn fjölskyldumeðlima greindist með veiruna þar í gær. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir að risið í faraldrinum síðustu daga á Íslandi sé ekki ferðamönnum eða flóttamönnum að kenna. Borið hefur á gagnrýni í garð ferðaþjónustunnar síðustu daga, til að mynda úr röðum tónlistarfólks, og henni kennt um fjölgun smita að undanförnu. Gylfi Þór segir engan vera sökudólg í þessum efnum, hvað þá þau sem að endingu leita í farsóttarhúsin. „Ekki frekar en þeir Íslendingar sem smitast. Þetta er veira sem við erum að kljást við og hún fer ekki í manngreiningarálit,“ segir Gylfi Þór. „Hún getur sest í okkur öll og við verðum að hætta að benda hvort á annað, hætta að leita að sökudólgum og standa frekar saman í því að sigrast á henni.“ Þannig að fólk ætti að láta af gagnrýni sinni á þá ferðamenn sem hingað koma? „Já, við náum þeim ferðamönnum sem koma til landsins á landamærunum. Ef þeir eru sýktir þá koma þeir hingað [í farsóttarhús]. Ef ég man þetta rétt þá hefur aðeins einn ferðamaður, líklega sá sem er á Akureyri, fengið neikvætt í fyrri skimun en smitast svo. Hann getur allt eins hafa smitast af Íslendingi.“ Gylfi Þór segir þjóðerni því ekki skipta máli í baráttunni við faraldurinn. „Sem dæmi hefur enginn þeirra hælisleitenda sem komið hefur til landsins verið smitaður,“ segir Gylfi. „Þannig að við getum ekki bara verið að benda út í loftið.“ Gylfi sendi frá sér pistil um sama efni í gærkvöldi. Hann má lesa hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05
Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05