Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 18:21 Emmsjé Gauti birti umdeilda færslu á Twitter í gær. Vísir/Vilhelm Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. Einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði rapparinn á meðan blaðamannafundi stóð. Yfir þúsund manns hafa „lækað“ færsluna en þó eru ekki allir sáttir með ummæli Gauta. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 „Þetta vakti náttúrulega hörð viðbrögð. Ég segi: „Vonandi var gaman á ReyCup litlu skítarnir ykkar“ - sem er ógeðslega fyndið að segja. Síðan fór ég bara út, slökkti á tölvunni og fór upp í Elliðaárdal og gaf kanínunum gulrætur með dóttur minni, kom til baka og þá var allt brjálað,“ sagði Gauti í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa ákveðið að biðjast afsökunar, en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Í ljósi aðstæðna hef ég tekið ávkörðun að vera fyrirmynd. Ég vil biðja alla krakkaskíta á landinu afsökunar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Gauti segir erfitt að hlæja ekki að málinu. Færslan hafi verið sett fram í gríni og viðbrögðin hafi verið ofsafengnari en hann átti von á. Margir hafi svarað færslunni með dónaskap og hann hafi fengið einkaskilaboð sem innihéldu persónuárásir. „Það er aldrei gaman að lesa ljót comment um sig. Hins vegar finnst mér þetta svo fyndið mál í þetta skiptið að ég á erfitt með að brosa ekki.“ Fólk leiti að ástæðu til að reiðast Gauti segir alla umræðu í kringum færsluna endurspegla þá tilhneigingu fólks að leita uppi hneykslismál. Það sé „gúrkutíðardæmi“ í samfélaginu þar sem allir reyni að finna eitthvað nýtt til að vera brjálaðir yfir. „Þetta er kannski mýflugumynd af því sem Þórdís leikkona lenti í um daginn þegar hún sagði að það væri leiðinlegt á Kópaskeri og fólk hótaði að nauðga og berja hana í kjölfarið,“ segir Gauti og vísaði þar til ummæla Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu á Instagram. Hann segir fólki velkomið að deila um hvort færslan hafi verið fyndin eða ekki. Honum þyki fyndnast að fólk hafi tekið færslunni svo bókstaflega og haldið að hann væri að kenna fótboltamóti um það ástand sem er nú í samfélaginu. „Þetta er bara einhvers konar húmor. Það má deila um það hvort hann sé lélegur eða góður,“ segir Gauti, sem efast um að fólk sé jafn reitt og umræðan gefur til kynna. „Neikvæð comment vega alltaf þyngra í umræðunni.“ Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi ReyCup Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. Einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði rapparinn á meðan blaðamannafundi stóð. Yfir þúsund manns hafa „lækað“ færsluna en þó eru ekki allir sáttir með ummæli Gauta. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 „Þetta vakti náttúrulega hörð viðbrögð. Ég segi: „Vonandi var gaman á ReyCup litlu skítarnir ykkar“ - sem er ógeðslega fyndið að segja. Síðan fór ég bara út, slökkti á tölvunni og fór upp í Elliðaárdal og gaf kanínunum gulrætur með dóttur minni, kom til baka og þá var allt brjálað,“ sagði Gauti í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa ákveðið að biðjast afsökunar, en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Í ljósi aðstæðna hef ég tekið ávkörðun að vera fyrirmynd. Ég vil biðja alla krakkaskíta á landinu afsökunar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Gauti segir erfitt að hlæja ekki að málinu. Færslan hafi verið sett fram í gríni og viðbrögðin hafi verið ofsafengnari en hann átti von á. Margir hafi svarað færslunni með dónaskap og hann hafi fengið einkaskilaboð sem innihéldu persónuárásir. „Það er aldrei gaman að lesa ljót comment um sig. Hins vegar finnst mér þetta svo fyndið mál í þetta skiptið að ég á erfitt með að brosa ekki.“ Fólk leiti að ástæðu til að reiðast Gauti segir alla umræðu í kringum færsluna endurspegla þá tilhneigingu fólks að leita uppi hneykslismál. Það sé „gúrkutíðardæmi“ í samfélaginu þar sem allir reyni að finna eitthvað nýtt til að vera brjálaðir yfir. „Þetta er kannski mýflugumynd af því sem Þórdís leikkona lenti í um daginn þegar hún sagði að það væri leiðinlegt á Kópaskeri og fólk hótaði að nauðga og berja hana í kjölfarið,“ segir Gauti og vísaði þar til ummæla Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu á Instagram. Hann segir fólki velkomið að deila um hvort færslan hafi verið fyndin eða ekki. Honum þyki fyndnast að fólk hafi tekið færslunni svo bókstaflega og haldið að hann væri að kenna fótboltamóti um það ástand sem er nú í samfélaginu. „Þetta er bara einhvers konar húmor. Það má deila um það hvort hann sé lélegur eða góður,“ segir Gauti, sem efast um að fólk sé jafn reitt og umræðan gefur til kynna. „Neikvæð comment vega alltaf þyngra í umræðunni.“
Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi ReyCup Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira