Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 15:56 Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, (t.h.) hefur lengi reitt sig á stuðning stjórnvalda í Kreml. Undanfarið hefur hann sakað ríkisstjórn Rússlands undir stjórn Vladímírs Pútín forseta (t.v.) um að ætla að innlima Hvíta-Rússland og heitið því að koma í veg fyrir þau áform. AP/Mikhail Klimentjev/Spútnik Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, fullyrðir að mennirnir séu starfsmenn rússnesks öryggisfyrirtækis sem hafi verið á leiðinni til ótilgreinds lands. Þeir hafi misst af tengiflugi til Istanbúl. Þeir hafi sért ekkert til saka unnið og hafi ekki haft neitt ólöglegt í fórum sínum. Súdönsk mynt fannst í fórum mannanna sem stjórnvöld í Minsk segja að frá rússnesku málaliðaleigunni Wagner. Hún tengist Jevgení Prigozhin, rússneskum auðkýfingi, sem var ákærður fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Wagner er talið hafa sent hundruð málaliða til Líbíu og Austur-Úkraínu. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands til 26, sem sætir nú töluverðri gagnrýni landa sinna í aðdraganda kosninga er talinn reyna að nýta sér handtöku rússnesku málaliðanna í pólitískum tilgangi. Forsetinn hefur lengi reitt sig á aðstoð Rússlands en undanfarið hefur hann streist á móti því að Rússar seilist til aukinna áhrifa í landinu. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, (f.m.) er eiginkona andófsmanns sem situr í fangelsi. Lögreglan sakar eiginmann hennar um að tengjast rússneskum meintum málaliðum sem voru handteknir í vikunni.AP/Sergei Grits Helstu keppinautum Lúkasjenkó hefur verið bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Annar þeirra var fangelsaður en hinn flúði til Rússlands með börnum sínum. Stjórnarandstaðan hefur því sameinast að baki Svetlönu Tikhanovskayu, eiginkonu fangelsaðs andófsmanns. Lögreglan tilkynnti í gær að hún tengdi meintu málaliðana frá Rússlandi við eiginmann Tikhanovskayu í rannsókn hennar á undirbúningi fyrir meintar „fjöldaóeirðir“, að sögn AP-fréttastofunnar. Tihanovskaya vísar ásökunum á bug og kallar þær „grófan tilbúning“. Ríkisstjórn Lúkasjenkó hefur verið sökuð um víðtæk mannréttindabrot. Þá segja gagnrýnendur forsetans að hann hafi brugðist í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum og efnahagslegum erfiðleikum sem fylgja honum. Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, fullyrðir að mennirnir séu starfsmenn rússnesks öryggisfyrirtækis sem hafi verið á leiðinni til ótilgreinds lands. Þeir hafi misst af tengiflugi til Istanbúl. Þeir hafi sért ekkert til saka unnið og hafi ekki haft neitt ólöglegt í fórum sínum. Súdönsk mynt fannst í fórum mannanna sem stjórnvöld í Minsk segja að frá rússnesku málaliðaleigunni Wagner. Hún tengist Jevgení Prigozhin, rússneskum auðkýfingi, sem var ákærður fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Wagner er talið hafa sent hundruð málaliða til Líbíu og Austur-Úkraínu. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands til 26, sem sætir nú töluverðri gagnrýni landa sinna í aðdraganda kosninga er talinn reyna að nýta sér handtöku rússnesku málaliðanna í pólitískum tilgangi. Forsetinn hefur lengi reitt sig á aðstoð Rússlands en undanfarið hefur hann streist á móti því að Rússar seilist til aukinna áhrifa í landinu. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, (f.m.) er eiginkona andófsmanns sem situr í fangelsi. Lögreglan sakar eiginmann hennar um að tengjast rússneskum meintum málaliðum sem voru handteknir í vikunni.AP/Sergei Grits Helstu keppinautum Lúkasjenkó hefur verið bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Annar þeirra var fangelsaður en hinn flúði til Rússlands með börnum sínum. Stjórnarandstaðan hefur því sameinast að baki Svetlönu Tikhanovskayu, eiginkonu fangelsaðs andófsmanns. Lögreglan tilkynnti í gær að hún tengdi meintu málaliðana frá Rússlandi við eiginmann Tikhanovskayu í rannsókn hennar á undirbúningi fyrir meintar „fjöldaóeirðir“, að sögn AP-fréttastofunnar. Tihanovskaya vísar ásökunum á bug og kallar þær „grófan tilbúning“. Ríkisstjórn Lúkasjenkó hefur verið sökuð um víðtæk mannréttindabrot. Þá segja gagnrýnendur forsetans að hann hafi brugðist í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum og efnahagslegum erfiðleikum sem fylgja honum.
Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06
Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58