Arnar Gunnlaugs: Dóum ekki eins og einhverjir aumingjar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 23:00 Arnar Gunnlaugsson fannst sitt lið ekki eiga skilið að detta út úr bikarnum í kvöld. Vísir/Bára „Þetta var bara - ég veit það ekki - þetta var bara hræðileg tilfinning. Fyrst vill ég óska Stjörnunni til hamingju. Mér fannst þetta æðislegur leikur. Engir áhorfendur og allt það en þetta var frábær fótboltaleikur að því leyti að bæði lið voru „all in.“ „Við gáfum þeim bara fyrsta markið. King Sölvi [Geir Ottesen] maður, ég hef aldrei séð þetta áður en ef einhver leikmaður fær fyrirgefningu hjá okkur er það hann. Fyrri hálfleikur jafn, bæði lið sterk, áttu spilkafla og færi. Seinni hálfleikur var bara eign okkar frá A til Ö og þetta var hrikalega súrt. Fyrst við eigum að falla út þá vill ég falla út eftir svona frammistöðu. Ég fer heim og vek tveggja ára dóttir mína og knúsa hana því pabbi á knús skilið,“ sagði Arnar um leik kvöldsins. Sölvi Geir Ottesen rann illa í fyrra marki Víkings. Skömmu áður hafði Halldór Smári Sigurðsson einnig runnið – allt á fyrstu mínútu leiksins. Arnar átti engar útskýringar á því. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Við bleytum völlinn fyrir allar æfingar og leiki. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan, þetta óvænta. Leikmenn sem þú átt ekki von á að geri mistök gera mistök.“ Víkingar hófu leikinn í 5-3-2 eða 3-5-2 leikkerfi eftir að hafa leikið 4-4-2 með tígulmiðju í 1-1 jafntefli liðanna á dögunum. Þeir fóru yfir í sitt uppáhalds leikkerfi í hálfleik. „Við breyttum um taktík í hálfleik og herjuðum á þá en það dugði ekki til að þessu sinni. Stjarnan er með flott lið og stóð sig hrikalega vel en þegar tvö jöfn lið mætast skipta smátriðin máli.“ Nikolaj Andreas Hansen fékk annað gult spjald undir lok leiks fyrir litlar sakir. Arnar taldi þurfa ritskoðun á viðtalinu ef hann ætti að segja það sem hann væri að hugsa. „Kemur bíb hljóðið núna þegar ég byrja tala?“ spurði Arnar og hló. „Niko er tveir og tuttugu, prófa þú að hoppa upp og lenda á móti aðeins lægri manni. Þetta er bara ekkert rautt spjald. Leikurinn var búinn að vera harður frá upphafi og þetta var í ósamræmi við góðan leik. Þetta var dæmigerður enskur leikur þar sem dómarinn leyfði eitthvað. Hann leyfði og leyfði, svo kom gula spjaldið á okkur. Hann leyfði og leyfði, svo kom rautt. Það vantaði þetta samræmi því Þorvaldur (Árnason, dómari) stóð sig allt í lagi og fýla hvernig hann var að leyfa leiknum að ganga en þú verður að taka þá línu alla leið í 90 mínútur.“ Að lokum var Arnar spurður hvernig Víkingar myndu tækla þetta tap. „Það er þetta vanalega bara, þú sleikir sárin í 2-3 daga og núna örugglega alla helgina. Verslunarmannahelgin er ónýt bara, það var nógu mikið þunglyndi eftir fréttir dagsins með þetta Covid-rugl. Þú sleikir sárin, svo hættiru að vorkenna þér og mætir til leiks. Þetta eru atvinnumenn, þetta er ekkert flóknara en það." „Það er nóg eftir að keppa, við féllum út með sæmd. Við dóum ekki eins og einhverjir aumingjar, við gáfum allt í þetta og það verður að taka eitthvað jákvætt frá þessu. Við reynum að spila leikinn á réttan hátt, við reynum að gera þetta almennilega svo ég er svekktur fyrir hönd strákanan því þeir reyna að spila fótbolta á réttan hátt og mér finnst liðið eiga meira skilið fyrir fótboltann sem við spilum,“ sagði Arnar að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
„Þetta var bara - ég veit það ekki - þetta var bara hræðileg tilfinning. Fyrst vill ég óska Stjörnunni til hamingju. Mér fannst þetta æðislegur leikur. Engir áhorfendur og allt það en þetta var frábær fótboltaleikur að því leyti að bæði lið voru „all in.“ „Við gáfum þeim bara fyrsta markið. King Sölvi [Geir Ottesen] maður, ég hef aldrei séð þetta áður en ef einhver leikmaður fær fyrirgefningu hjá okkur er það hann. Fyrri hálfleikur jafn, bæði lið sterk, áttu spilkafla og færi. Seinni hálfleikur var bara eign okkar frá A til Ö og þetta var hrikalega súrt. Fyrst við eigum að falla út þá vill ég falla út eftir svona frammistöðu. Ég fer heim og vek tveggja ára dóttir mína og knúsa hana því pabbi á knús skilið,“ sagði Arnar um leik kvöldsins. Sölvi Geir Ottesen rann illa í fyrra marki Víkings. Skömmu áður hafði Halldór Smári Sigurðsson einnig runnið – allt á fyrstu mínútu leiksins. Arnar átti engar útskýringar á því. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Við bleytum völlinn fyrir allar æfingar og leiki. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan, þetta óvænta. Leikmenn sem þú átt ekki von á að geri mistök gera mistök.“ Víkingar hófu leikinn í 5-3-2 eða 3-5-2 leikkerfi eftir að hafa leikið 4-4-2 með tígulmiðju í 1-1 jafntefli liðanna á dögunum. Þeir fóru yfir í sitt uppáhalds leikkerfi í hálfleik. „Við breyttum um taktík í hálfleik og herjuðum á þá en það dugði ekki til að þessu sinni. Stjarnan er með flott lið og stóð sig hrikalega vel en þegar tvö jöfn lið mætast skipta smátriðin máli.“ Nikolaj Andreas Hansen fékk annað gult spjald undir lok leiks fyrir litlar sakir. Arnar taldi þurfa ritskoðun á viðtalinu ef hann ætti að segja það sem hann væri að hugsa. „Kemur bíb hljóðið núna þegar ég byrja tala?“ spurði Arnar og hló. „Niko er tveir og tuttugu, prófa þú að hoppa upp og lenda á móti aðeins lægri manni. Þetta er bara ekkert rautt spjald. Leikurinn var búinn að vera harður frá upphafi og þetta var í ósamræmi við góðan leik. Þetta var dæmigerður enskur leikur þar sem dómarinn leyfði eitthvað. Hann leyfði og leyfði, svo kom gula spjaldið á okkur. Hann leyfði og leyfði, svo kom rautt. Það vantaði þetta samræmi því Þorvaldur (Árnason, dómari) stóð sig allt í lagi og fýla hvernig hann var að leyfa leiknum að ganga en þú verður að taka þá línu alla leið í 90 mínútur.“ Að lokum var Arnar spurður hvernig Víkingar myndu tækla þetta tap. „Það er þetta vanalega bara, þú sleikir sárin í 2-3 daga og núna örugglega alla helgina. Verslunarmannahelgin er ónýt bara, það var nógu mikið þunglyndi eftir fréttir dagsins með þetta Covid-rugl. Þú sleikir sárin, svo hættiru að vorkenna þér og mætir til leiks. Þetta eru atvinnumenn, þetta er ekkert flóknara en það." „Það er nóg eftir að keppa, við féllum út með sæmd. Við dóum ekki eins og einhverjir aumingjar, við gáfum allt í þetta og það verður að taka eitthvað jákvætt frá þessu. Við reynum að spila leikinn á réttan hátt, við reynum að gera þetta almennilega svo ég er svekktur fyrir hönd strákanan því þeir reyna að spila fótbolta á réttan hátt og mér finnst liðið eiga meira skilið fyrir fótboltann sem við spilum,“ sagði Arnar að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn