Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2020 21:27 Mitch McConnell (v) og Kevin McCarthy (h) eru ósammála forsetanum (m). Getty/Erin Schaff Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. Fyrr í dag ýjaði Donald Trump Bandaríkjaforseti að því að kosningunum verði mögulega frestað. Forsetinn hefur þó ekki völd til þess og þyrfti slík ákvörðun að fara í gegnum meðferð þingsins. Forsetinn hélt því fram að stórfelld svik yrðu framin í kosningunum þar sem að yfirvöld í fjölda ríkja vilja grípa til þess að leyfa póstatkvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Trump að kosningarnar ættu eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. Leiðtogi Repúblikanaflokksins í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Mitch McConnell minnti á að engum forsetakosningum í Bandaríkjunum hafi verið frestað. Í samtali við útvarpsstöðina WNKY í heimaríki hans Kentucky sagði þingmaðurinn. „Aldrei í sögu þessa lands, þrátt fyrir stríð, efnahagskreppu og borgarastyrjöld, hefur alríkiskosning ekki farið fram á réttum tíma. Við munum finna leið til þess að halda kosningarnar 3. nóvember,“ sagði McConnell. BBC hefur eftir leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, að kosningarnar skuli fara fram á réttum tíma. Sömu skoðun hefur Lindsay Graham öldungadeildarþingmaður sem jafnan hefur stutt ákvarðanir forsetans. Talsmaður framboðs forsetans, Hogan Gidley, segir þó að Trump hafi eingöngu verið að velta hlutunum fyrir sér og væri ekki að halda því fram að það ætti að fresta kosningunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. Fyrr í dag ýjaði Donald Trump Bandaríkjaforseti að því að kosningunum verði mögulega frestað. Forsetinn hefur þó ekki völd til þess og þyrfti slík ákvörðun að fara í gegnum meðferð þingsins. Forsetinn hélt því fram að stórfelld svik yrðu framin í kosningunum þar sem að yfirvöld í fjölda ríkja vilja grípa til þess að leyfa póstatkvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Trump að kosningarnar ættu eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. Leiðtogi Repúblikanaflokksins í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Mitch McConnell minnti á að engum forsetakosningum í Bandaríkjunum hafi verið frestað. Í samtali við útvarpsstöðina WNKY í heimaríki hans Kentucky sagði þingmaðurinn. „Aldrei í sögu þessa lands, þrátt fyrir stríð, efnahagskreppu og borgarastyrjöld, hefur alríkiskosning ekki farið fram á réttum tíma. Við munum finna leið til þess að halda kosningarnar 3. nóvember,“ sagði McConnell. BBC hefur eftir leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, að kosningarnar skuli fara fram á réttum tíma. Sömu skoðun hefur Lindsay Graham öldungadeildarþingmaður sem jafnan hefur stutt ákvarðanir forsetans. Talsmaður framboðs forsetans, Hogan Gidley, segir þó að Trump hafi eingöngu verið að velta hlutunum fyrir sér og væri ekki að halda því fram að það ætti að fresta kosningunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira