Besti tíminn en „helvíti skítt“ Sylvía Hall og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2020 18:07 World Class mun laga sig að þeim reglum sem taka gildi á hádegi á morgun. World Class Björn Leifsson, eigandi World Class, segir nýtilkynntar samkomutakmarkanir vissulega hafa áhrif á reksturinn en þetta sé þó líklega besti tíminn til þess að takmarka fjölda gesta. Almennt sé rólegast á þessum tíma ársins en fyrirtækið muni grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að gæta að sóttvörnum. „Þetta er rólegasti tíminn á árinu, þessi og næsta vika. Við förum í sömu aðgerðir og við gerðum seinast þegar var 100 manna regla; það verður tekið út annað hvert upphitunartæki og fækkað í hóptímasölum. Fólk verður hvatt eins og hægt er að nýta sér sprittun og hreinlætisaðgerðir,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Í morgun voru tilkynntar nýjar samkomutakmarkanir og var tveggja metra reglan endurvakin, en hún hafði verið valkvæð undanfarnar vikur. Björn segir það vera áfall fyrir atvinnulífið að slíkar takmarkanir séu aftur í gildi og hefði sjálfur haldið að viðmiðið yrði við tvö hundruð manns. Fyrirtækið muni þó bregðast við með viðeigandi hætti. Brýnt verður fyrir gestum að huga að hreinlæti og viðhalda fjarlægðarmörkum. Þá verða tilmæli sýnileg bæði á stöðvunum sjálfum og heimasíðu World Class. Hann segir fyrirtækið ekki renna blint í sjóinn, enda stutt síðan að samskonar takmarkanir voru í gildi. Mikilvægast sé að fólk leggist á eitt í þessum efnum og fylgi þeim tilmælum sem koma frá yfirvöldum. „Þetta er helvíti skítt en við förum bara að leikreglum. Ég er auðvitað ósáttur en það skiptir engu hvað ég segi,“ segir Björn og hlær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Tengdar fréttir Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, segir nýtilkynntar samkomutakmarkanir vissulega hafa áhrif á reksturinn en þetta sé þó líklega besti tíminn til þess að takmarka fjölda gesta. Almennt sé rólegast á þessum tíma ársins en fyrirtækið muni grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að gæta að sóttvörnum. „Þetta er rólegasti tíminn á árinu, þessi og næsta vika. Við förum í sömu aðgerðir og við gerðum seinast þegar var 100 manna regla; það verður tekið út annað hvert upphitunartæki og fækkað í hóptímasölum. Fólk verður hvatt eins og hægt er að nýta sér sprittun og hreinlætisaðgerðir,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Í morgun voru tilkynntar nýjar samkomutakmarkanir og var tveggja metra reglan endurvakin, en hún hafði verið valkvæð undanfarnar vikur. Björn segir það vera áfall fyrir atvinnulífið að slíkar takmarkanir séu aftur í gildi og hefði sjálfur haldið að viðmiðið yrði við tvö hundruð manns. Fyrirtækið muni þó bregðast við með viðeigandi hætti. Brýnt verður fyrir gestum að huga að hreinlæti og viðhalda fjarlægðarmörkum. Þá verða tilmæli sýnileg bæði á stöðvunum sjálfum og heimasíðu World Class. Hann segir fyrirtækið ekki renna blint í sjóinn, enda stutt síðan að samskonar takmarkanir voru í gildi. Mikilvægast sé að fólk leggist á eitt í þessum efnum og fylgi þeim tilmælum sem koma frá yfirvöldum. „Þetta er helvíti skítt en við förum bara að leikreglum. Ég er auðvitað ósáttur en það skiptir engu hvað ég segi,“ segir Björn og hlær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Tengdar fréttir Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12
Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30. júlí 2020 16:16
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59