Vilja nota Xbox stýripinna í skriðdrekum Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2020 16:37 Getty/Sezgin Pancar Ísraelskt fyrirtæki hefur smíðað frumgerð að nýjum skriðdreka sem stýra á með stýripinnum sem svipar verulega til hefðbundinna stýripinna Xbox leikjatölvanna. Upprunalega var skriðdrekinn framleiddur með hefðbundnum stýripinna eins og finnst í orrustuþotum en starfsmenn Israel Aerospace Industries unnu með táningum sem spila tölvuleiki að því hvernig betra væri að stýra skriðdrekanum og vopnabúnaði hans. Svarið var stýripinni Xbox. Skriðdreki þessi ber nafnið Carmel og er ein þriggja frumgerða sem er til skoðunar í leit herafla Ísrael að nýrri kynslóð skriðdreka ríkisins. Þær kynslóðir sem munu mögulega koma til með að stýra þessum skriðdrekum eru mun vanari stýripinnum eins og Xbox stýripinnunum í stað hinna hefðbundnu sem eru í raun áratugagömul tækni. Í samtali við Washington Post sagði ofurstinn Udi Tzur að ótrúlegt væri hve fljótt ungir hermenn næðu tökum á því að stýra frumgerðinni. Hann sagðist ekki hafa trúað því hve hratt það gerðist. Hann sagði það eingöngu til komið vegna þess að ungt fólk er þegar verulega vant stýripinnum sem þessum Umfjöllun WP um skriðdrekann hefst á því að séð utan frá virðist Carmel vera hefðbundinn skriðdreki. Þegar inn í hann er farið komi þó í ljós aðstæður sem svipi til herbergja táninga. Skriðdrekinn er þakinn skjám sem gera stjórnendum hans kleift að sjá umhverfi skriðdrekans í gegnum myndavélar sem eru víða á skrokki skriðdrekans. Hér má sjá myndband frá tæknikynningu síðasta sumar þar sem sjá má frumgerð Carmel, eins og hún var þá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tölvuleikir og hernaður fara saman með þessum hætti. Árið 2018 var sjónpípu kafbátsins USS Colorado breytt á þann hátt að Xbox stýripinni er nú notaður til að hækka og lækka hana. Árið 2014 var samskonar stýripinni notaður til að stýra geislavopni sem Boeing hefur þróað í tilraun. Þá kom nýverið upp umdeilt atvik þar sem tölvuleikjateymi hers Bandaríkjanna var að streyma á Twitch. Áhorfendur sem ræddu stríðsglæpi Bandaríkjanna voru bannaðir frá streyminu, sem var sömuleiðis notað til að reyna að laða unga tölvuleikjaspilara að hernum. Ísrael Microsoft Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Ísraelskt fyrirtæki hefur smíðað frumgerð að nýjum skriðdreka sem stýra á með stýripinnum sem svipar verulega til hefðbundinna stýripinna Xbox leikjatölvanna. Upprunalega var skriðdrekinn framleiddur með hefðbundnum stýripinna eins og finnst í orrustuþotum en starfsmenn Israel Aerospace Industries unnu með táningum sem spila tölvuleiki að því hvernig betra væri að stýra skriðdrekanum og vopnabúnaði hans. Svarið var stýripinni Xbox. Skriðdreki þessi ber nafnið Carmel og er ein þriggja frumgerða sem er til skoðunar í leit herafla Ísrael að nýrri kynslóð skriðdreka ríkisins. Þær kynslóðir sem munu mögulega koma til með að stýra þessum skriðdrekum eru mun vanari stýripinnum eins og Xbox stýripinnunum í stað hinna hefðbundnu sem eru í raun áratugagömul tækni. Í samtali við Washington Post sagði ofurstinn Udi Tzur að ótrúlegt væri hve fljótt ungir hermenn næðu tökum á því að stýra frumgerðinni. Hann sagðist ekki hafa trúað því hve hratt það gerðist. Hann sagði það eingöngu til komið vegna þess að ungt fólk er þegar verulega vant stýripinnum sem þessum Umfjöllun WP um skriðdrekann hefst á því að séð utan frá virðist Carmel vera hefðbundinn skriðdreki. Þegar inn í hann er farið komi þó í ljós aðstæður sem svipi til herbergja táninga. Skriðdrekinn er þakinn skjám sem gera stjórnendum hans kleift að sjá umhverfi skriðdrekans í gegnum myndavélar sem eru víða á skrokki skriðdrekans. Hér má sjá myndband frá tæknikynningu síðasta sumar þar sem sjá má frumgerð Carmel, eins og hún var þá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tölvuleikir og hernaður fara saman með þessum hætti. Árið 2018 var sjónpípu kafbátsins USS Colorado breytt á þann hátt að Xbox stýripinni er nú notaður til að hækka og lækka hana. Árið 2014 var samskonar stýripinni notaður til að stýra geislavopni sem Boeing hefur þróað í tilraun. Þá kom nýverið upp umdeilt atvik þar sem tölvuleikjateymi hers Bandaríkjanna var að streyma á Twitch. Áhorfendur sem ræddu stríðsglæpi Bandaríkjanna voru bannaðir frá streyminu, sem var sömuleiðis notað til að reyna að laða unga tölvuleikjaspilara að hernum.
Ísrael Microsoft Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira