Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 23:00 Henderson hefur verið frábær í marki Sheffield United undanfarin tvö ár. Hann er mögulega á leið til Chelsea eða Tottenham. Peter Powell/Getty Images Dean Henderson hefur vakið verðskuldaða athygli milli stanganna hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alls lék hann 36 leiki – þar af 13 leiki án þess að fá á sig mark – er nýliðar Sheffield komu öllum á óvart og enduðu í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af leiktíð. Henderson var á láni hjá Sheffield frá Manchester United og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur gefið út að Henderson eigi framtíðina fyrir sér. Bæði hjá Man United sem og enska landsliðinu. Málið er hins vegar að Solskjær hefur einnig gefið út að David De Gea sé aðalmarkvörður liðsins og verði það áfram. Henderson – sem var einnig á láni hjá Sheffield er þeir komust upp úr ensku B-deildinni – vill ólmur spila fyrir Manchester United en er ekki tilbúinn að bíða að eilífu. Chris Wilder, þjálfari Sheffield, vill ólmur fá markvörðinn unga á láni þriðja árið í röð. Henderson telur þó að hann þurfi að spila í stærra liði til að geta sett almennilega pressu á Jordan Pickford, landsliðsmarkvörð Englands. Sheffield United 'looking to re-sign Aaron Ramsdale from relegated Bournemouth' with Dean Henderson heading back to Man United https://t.co/WLOfZg0GnR— MailOnline Sport (@MailSport) July 29, 2020 Samkvæmt heimildum Daily Mail þá er Chelsea tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Henderson sem mun ekki skrifa undir hjá Man Utd nema þeir gefi honum loforð um að hann geti náð stöðunni af De Gea. Þá er Chelsea tilbúið að borga honum 170 þúsund pund á viku. Frank Lampard virðist hafa fengið nóg af Kepa Arrizabalaga en félagið eyddi 72 milljónum punda í spænska markvörðinn fyrir aðeins tveimur árum. Lampard gekk meira að segja svo langt að bekkja Kepa í lokaleik tímabilsins fyrir Willy Caballero, sem verður samningslaus í sumar. José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, er að sama skapi líklegur til að leggja fram tilboð í Henderson en tími Hugo Lloris hjá félaginu er senn á enda. Mourinho er þó ekki tilbúinn að fara í verðstríð við Chelsea. Talið er að Sheffield muni snúa sér að Aaron Ramsdale, markverði Bournemouth, en hann fór frá Sheffield árið 2017. Mun hann kosta félagið í kringum 15 milljónir punda en þó nokkrir leikmenn Bournemouth eru líklegir til að yfirgefa félagið eftir að það féll úr deild þeirra bestu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Dean Henderson hefur vakið verðskuldaða athygli milli stanganna hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alls lék hann 36 leiki – þar af 13 leiki án þess að fá á sig mark – er nýliðar Sheffield komu öllum á óvart og enduðu í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af leiktíð. Henderson var á láni hjá Sheffield frá Manchester United og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur gefið út að Henderson eigi framtíðina fyrir sér. Bæði hjá Man United sem og enska landsliðinu. Málið er hins vegar að Solskjær hefur einnig gefið út að David De Gea sé aðalmarkvörður liðsins og verði það áfram. Henderson – sem var einnig á láni hjá Sheffield er þeir komust upp úr ensku B-deildinni – vill ólmur spila fyrir Manchester United en er ekki tilbúinn að bíða að eilífu. Chris Wilder, þjálfari Sheffield, vill ólmur fá markvörðinn unga á láni þriðja árið í röð. Henderson telur þó að hann þurfi að spila í stærra liði til að geta sett almennilega pressu á Jordan Pickford, landsliðsmarkvörð Englands. Sheffield United 'looking to re-sign Aaron Ramsdale from relegated Bournemouth' with Dean Henderson heading back to Man United https://t.co/WLOfZg0GnR— MailOnline Sport (@MailSport) July 29, 2020 Samkvæmt heimildum Daily Mail þá er Chelsea tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Henderson sem mun ekki skrifa undir hjá Man Utd nema þeir gefi honum loforð um að hann geti náð stöðunni af De Gea. Þá er Chelsea tilbúið að borga honum 170 þúsund pund á viku. Frank Lampard virðist hafa fengið nóg af Kepa Arrizabalaga en félagið eyddi 72 milljónum punda í spænska markvörðinn fyrir aðeins tveimur árum. Lampard gekk meira að segja svo langt að bekkja Kepa í lokaleik tímabilsins fyrir Willy Caballero, sem verður samningslaus í sumar. José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, er að sama skapi líklegur til að leggja fram tilboð í Henderson en tími Hugo Lloris hjá félaginu er senn á enda. Mourinho er þó ekki tilbúinn að fara í verðstríð við Chelsea. Talið er að Sheffield muni snúa sér að Aaron Ramsdale, markverði Bournemouth, en hann fór frá Sheffield árið 2017. Mun hann kosta félagið í kringum 15 milljónir punda en þó nokkrir leikmenn Bournemouth eru líklegir til að yfirgefa félagið eftir að það féll úr deild þeirra bestu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira