Valdimar og Valgeir slegið í gegn: „Gangi þeim vel að halda þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 13:00 Valgeir Valgeirsson og Valdimar Þór Ingimundarson hafa farið á kostum í sumar. vísir/hag/vilhelm Leikur Fylkis og HK var á vissan hátt einvígi tveggja af mest spennandi leikmönnum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, þeirra Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Valgeirs Valgeirssonar. Valdimar hefur skorað sex mörk í níu leikjum fyrir Fylki í sumar og Valgeir fjögur í átta leikjum fyrir HK, en þeir gera hins vegar helling til viðbótar fyrir sín lið. Í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var frammistaða þeirra Valdimars og Valgeirs borin saman en þeir sviku engan með frammistöðu sinni í Árbænum í fyrrakvöld, þegar Fylkir vann 3-2. „Það er magnað að Valdimar, í kringum tvítugt, og Valgeir sem er nýbúið að ferma, séu langmikilvægustu leikmenn þessara liða. Það sást ansi greinilega í þessum leik. Valgeir með tvö mörk og Valdimar með eitt mark og tvær stoðsendingar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í Pepsi Max stúkunni. Veit örugglega ekki hvað mótherjarnir heita „Það sem mér finnst líka magnað að sjá með þessa stráka er stöðugleikinn í þeirra leik. Auðvitað kemur einn og einn leikur þar sem þeir eru ekki [upp á sitt besta] en það er ekki vanalegt hjá ungum leikmönnum að halda svona uppi stöðugleika leik eftir leik,“ sagði Reynir Leósson og bætti við: „Mér finnst þeir svo hugrakkir, óhræddir við alla, og ég veit að þannig er það alla vega með Valdimar að hann veit örugglega ekki hvað þeir heita sem eru að mæta honum. Hann hleypur á alla og er alveg sama, og þannig held ég að það sé með þá báða. Það sem þeir eiga líka sameiginlegt er að þeir spila á báðum helmingum. Það er að segja, þeir verjast og sækja. Þeir eru duglegir í varnarvinnu, rosalega vinnusamir og taktískt nokkuð sterkir varnarlega.“ Gætu klárlega gert ágætis hluti erlendis „Gangi þeim vel að halda þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson enda ljóst að Fylkir og HK gætu vel þurft að kveðja Valdimar og Valgeir, jafnvel strax núna í ágúst. „Það væri gaman fyrir okkur að þeir yrðu hérna út tímabilið en báðir þessir leikmenn eru á því kaliberi að þeir eiga klárlega að geta gert ágætis hluti erlendis. Valgeir er bara 17 ára, svo það liggur ekkert rosalega á fyrir hann, en það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði hér aftur á næsta ári,“ sagði Davíð. Klippa: Pepsi Max stúkan - Valdimar og Valgeir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir HK Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Leikur Fylkis og HK var á vissan hátt einvígi tveggja af mest spennandi leikmönnum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, þeirra Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Valgeirs Valgeirssonar. Valdimar hefur skorað sex mörk í níu leikjum fyrir Fylki í sumar og Valgeir fjögur í átta leikjum fyrir HK, en þeir gera hins vegar helling til viðbótar fyrir sín lið. Í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var frammistaða þeirra Valdimars og Valgeirs borin saman en þeir sviku engan með frammistöðu sinni í Árbænum í fyrrakvöld, þegar Fylkir vann 3-2. „Það er magnað að Valdimar, í kringum tvítugt, og Valgeir sem er nýbúið að ferma, séu langmikilvægustu leikmenn þessara liða. Það sást ansi greinilega í þessum leik. Valgeir með tvö mörk og Valdimar með eitt mark og tvær stoðsendingar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í Pepsi Max stúkunni. Veit örugglega ekki hvað mótherjarnir heita „Það sem mér finnst líka magnað að sjá með þessa stráka er stöðugleikinn í þeirra leik. Auðvitað kemur einn og einn leikur þar sem þeir eru ekki [upp á sitt besta] en það er ekki vanalegt hjá ungum leikmönnum að halda svona uppi stöðugleika leik eftir leik,“ sagði Reynir Leósson og bætti við: „Mér finnst þeir svo hugrakkir, óhræddir við alla, og ég veit að þannig er það alla vega með Valdimar að hann veit örugglega ekki hvað þeir heita sem eru að mæta honum. Hann hleypur á alla og er alveg sama, og þannig held ég að það sé með þá báða. Það sem þeir eiga líka sameiginlegt er að þeir spila á báðum helmingum. Það er að segja, þeir verjast og sækja. Þeir eru duglegir í varnarvinnu, rosalega vinnusamir og taktískt nokkuð sterkir varnarlega.“ Gætu klárlega gert ágætis hluti erlendis „Gangi þeim vel að halda þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson enda ljóst að Fylkir og HK gætu vel þurft að kveðja Valdimar og Valgeir, jafnvel strax núna í ágúst. „Það væri gaman fyrir okkur að þeir yrðu hérna út tímabilið en báðir þessir leikmenn eru á því kaliberi að þeir eiga klárlega að geta gert ágætis hluti erlendis. Valgeir er bara 17 ára, svo það liggur ekkert rosalega á fyrir hann, en það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði hér aftur á næsta ári,“ sagði Davíð. Klippa: Pepsi Max stúkan - Valdimar og Valgeir
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir HK Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn