De Bruyne bestur ef rýnt er í tölfræðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 07:30 Belginn hefur verið frábær í liði City á tímabilinu. EPA-EFE/Justin Tallis Eftir að hafa verið mikið meiddur á síðustu leiktíð og byrjað aðeins 11 leiki í ensku úrvalsdeildinni þá átti Kevin De Bruyne, belgíski miðvallarleikmaður Manchester City, stórkostlegt tímabil. Honum tókst reyndar ekki að tryggja City-liðinu sinn þriðja Englandsmeistaratitil á þremur árum en liðið varð undir í baráttunni við Liverpool sem – eins og frægt er orðið – vann loksins enskan meistaratitil eftir 30 ára bið. Pep Guardiola – þjálfari City – getur þó ekki kennt De Bruyne um gengi síns liðs í vetur en Belginn átti hvern stórleikinn á fætur öðrum. City skoraði 102 mörk í 38 deildarleikjum og ljóst að sóknarleikur var ef til vill ekki höfuðverkur liðsins. Most direct goal contributions (33) Joint most assists in a PL season (20) Most key passes from open play in a PL season (104) More clear cut chances created than Palace (33) @ManCity's @DeBruyneKev is our Premier League player of the season, and it isn't close!— WhoScored.com (@WhoScored) July 27, 2020 Af þessum 102 mörkum þá skoraði De Bruyne 13 af þeim ásamt því að leggja upp önnur 20 á samherja sína. Hann kom þar með að 32 prósent marka liðsins. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur lagt upp fleiri en 20 mörk á einni leiktíð og hefur aðeins einn leikmaður náð því áður. Thierry Henry, þáverandi leikmaður Arsenal, náði því snemma á þessari öld. Raunar kom De Bruyne nánast að marki í leik en hann byrjaði 32 leiki fyrir City í deildinni og kom inn af varamannabekknum í tvígang. Tölfræðisíðan WhoScored heldur utan um alla leiki ensku deildinni og þar kemur fram að enginn leikmaður deildarinnar bjó til jafn mörg opin marktækifæri fyrir samherja sína og De Bruyne eða 33 talsins. Átti hann flestar lykilsendingar í opnum leik, það er ekki eftir föst leikatriði, eða 104 talsins. Einnig var hann tíu sinnum valinn maður leiksins hjá vefsíðunni og því völdu þeir hann sem leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni. Meðaleinkunn De Bruyne var 7.97 en þar á eftir komu Sadio Mané með 7.45 og Mohamed Salah með 7.40. Þeir Raheem Sterling og Marcus Rashford komu þar á eftir, báðir með 7.40. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Eftir að hafa verið mikið meiddur á síðustu leiktíð og byrjað aðeins 11 leiki í ensku úrvalsdeildinni þá átti Kevin De Bruyne, belgíski miðvallarleikmaður Manchester City, stórkostlegt tímabil. Honum tókst reyndar ekki að tryggja City-liðinu sinn þriðja Englandsmeistaratitil á þremur árum en liðið varð undir í baráttunni við Liverpool sem – eins og frægt er orðið – vann loksins enskan meistaratitil eftir 30 ára bið. Pep Guardiola – þjálfari City – getur þó ekki kennt De Bruyne um gengi síns liðs í vetur en Belginn átti hvern stórleikinn á fætur öðrum. City skoraði 102 mörk í 38 deildarleikjum og ljóst að sóknarleikur var ef til vill ekki höfuðverkur liðsins. Most direct goal contributions (33) Joint most assists in a PL season (20) Most key passes from open play in a PL season (104) More clear cut chances created than Palace (33) @ManCity's @DeBruyneKev is our Premier League player of the season, and it isn't close!— WhoScored.com (@WhoScored) July 27, 2020 Af þessum 102 mörkum þá skoraði De Bruyne 13 af þeim ásamt því að leggja upp önnur 20 á samherja sína. Hann kom þar með að 32 prósent marka liðsins. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur lagt upp fleiri en 20 mörk á einni leiktíð og hefur aðeins einn leikmaður náð því áður. Thierry Henry, þáverandi leikmaður Arsenal, náði því snemma á þessari öld. Raunar kom De Bruyne nánast að marki í leik en hann byrjaði 32 leiki fyrir City í deildinni og kom inn af varamannabekknum í tvígang. Tölfræðisíðan WhoScored heldur utan um alla leiki ensku deildinni og þar kemur fram að enginn leikmaður deildarinnar bjó til jafn mörg opin marktækifæri fyrir samherja sína og De Bruyne eða 33 talsins. Átti hann flestar lykilsendingar í opnum leik, það er ekki eftir föst leikatriði, eða 104 talsins. Einnig var hann tíu sinnum valinn maður leiksins hjá vefsíðunni og því völdu þeir hann sem leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni. Meðaleinkunn De Bruyne var 7.97 en þar á eftir komu Sadio Mané með 7.45 og Mohamed Salah með 7.40. Þeir Raheem Sterling og Marcus Rashford komu þar á eftir, báðir með 7.40.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira