Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júlí 2020 23:23 Örlygur Hnefill Örlygsson hótelstjóri: Annar hver maður á Húsavík er orðinn vinur Pierce Brosnan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var í október í fyrra sem fjölmennt kvikmyndatökulið nánast lagði undir sig Húsavík ásamt heimsfrægum kvikmyndastjörnum, Will Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan, til að gera kvikmynd um keppendur Íslands í Eurovision. Síðan myndin var frumsýnd í síðasta mánuði hafa Húsvíkingar fundið fyrir auknum áhuga á bænum. Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape-hotel, segir menn merkja þetta á aukinni netumferð á heimasíður og „líkar við“ viðbrögðum. „Þannig að við sjáum að fólk er að leita að Húsavík mjög ört þessa dagana,“ segir Örlygur. Og þá er um að gera að grípa tækifærið. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ segir hótelstjórinn og segir myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu. Aðdáendur Eurovision, sem misstu af keppninni í ár, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Álfabær eins og birtist í kvikmyndinni er risinn við hótel Örlygs.Mynd/Rafnar, Cape Hotel Húsavík. Hann er búinn að opna Ja ja Ding Dong-bar eftir helsta laginu úr myndinni og búinn að setja upp litla álfabyggð við hótelið, eins og þá sem kemur við sögu í myndinni. Þá er hann kominn í viðræður við rétthafana EBU um að fá að setja upp Eurovision safn á Húsavík. Margir Húsvíkingar léku aukahlutverk í myndinni og ekki spillti að hitta heimsfræga leikara. „Þeir blönduðu svo mikið geði, sérstaklega Pierce Brosnan. Hann fór hérna um bæinn. Eiginlega annar hver maður er orðinn vinur Pierce Brosnan hér á Húsavík. Það er dálítið skemmtilegt.“ -Þetta var dálítið ævintýri fyrir Húsvikinga? „Heldur betur.“ Meira í frétt Stöðvar 2: Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var í október í fyrra sem fjölmennt kvikmyndatökulið nánast lagði undir sig Húsavík ásamt heimsfrægum kvikmyndastjörnum, Will Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan, til að gera kvikmynd um keppendur Íslands í Eurovision. Síðan myndin var frumsýnd í síðasta mánuði hafa Húsvíkingar fundið fyrir auknum áhuga á bænum. Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape-hotel, segir menn merkja þetta á aukinni netumferð á heimasíður og „líkar við“ viðbrögðum. „Þannig að við sjáum að fólk er að leita að Húsavík mjög ört þessa dagana,“ segir Örlygur. Og þá er um að gera að grípa tækifærið. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ segir hótelstjórinn og segir myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu. Aðdáendur Eurovision, sem misstu af keppninni í ár, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Álfabær eins og birtist í kvikmyndinni er risinn við hótel Örlygs.Mynd/Rafnar, Cape Hotel Húsavík. Hann er búinn að opna Ja ja Ding Dong-bar eftir helsta laginu úr myndinni og búinn að setja upp litla álfabyggð við hótelið, eins og þá sem kemur við sögu í myndinni. Þá er hann kominn í viðræður við rétthafana EBU um að fá að setja upp Eurovision safn á Húsavík. Margir Húsvíkingar léku aukahlutverk í myndinni og ekki spillti að hitta heimsfræga leikara. „Þeir blönduðu svo mikið geði, sérstaklega Pierce Brosnan. Hann fór hérna um bæinn. Eiginlega annar hver maður er orðinn vinur Pierce Brosnan hér á Húsavík. Það er dálítið skemmtilegt.“ -Þetta var dálítið ævintýri fyrir Húsvikinga? „Heldur betur.“ Meira í frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30
Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22
Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00
Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30