Enginn Mohamed Salah í liði ársins hjá BBC Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 09:40 Á myndinni má sjá fjóra af þeim fimm leikmönnum Liverpool sem eru í liði ársins. Vísir/Visionhaus Carth Crooks - íþróttafréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, - velur lið umferðarinnar í enska boltanum hverju sinni. Þar sem deildinni lauk í gær hefur hann nú birt lið ársins að sínu mati. Alls komast fimm leikmenn Englandsmeistara Liverpool í liðið en það vekur þó athygli að Mohamed Salah er hvergi sjáanlegur. Egyptinn skoraði 19 mörk og lagði upp önnur 10 á leiktíðinni. Salah er ekki í liði ársins hjá BBC.vísir/getty Crooks stillir upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Í markinu er Ederson, markvörður Manchester City. Hann lék 16 leiki án þess að fá sig mark. Eflaust hefði Alisson, markvörður Liverpool, verið þarna ef hann hefði leikið fleiri leiki á leiktíðinni en hann missti úr 10 leiki vegna meiðsla. Í vörninni eru þrír leikmenn Liverpool og einn frá Manchester United. Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu í hægri bakverðinum enda besti sóknarbakvörður í sögu deildarinnar. Lagði hann upp 13 mörk á tímabilinu, mest allra varnarmanna í sögu úrvalsdeildarinnar. Í vinstri bakverði er svo Andrew Robertson. Hann lagði upp 12 mörk á leiktíðinni. Í miðverði eru svo Virgil van Dijk og Harry Maguire. Báðir hafa stórbætt varnarleik sinna liða. Van Dijk gerbreytti vörn Liverpool og er án efa besti miðvörður deildarinnar í dag. Koma Maguire í vörn Manchester United hefur einnig gerbreytt varnarleik liðsins en liðið fór úr því að fá á sig 54 mörk á þar síðustu leiktíð niður í aðeins 36 á þeirri sem var að ljúka. Á þriggja manna miðju eru Kevin de Bruyne, sem lagði upp 20 mörk ásamt því að skora 13 á leiktíðinni ásamt Jordan Henderson og Raheem Sterling. Henderson var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum enda leiddi hann Liverpool að fyrsta meistaratitli félagsins í 30 ár. Athygli vekur að Sterling sé inn á miðri miðjunni en hann leikur eingöngu sem kantmaður hjá bæði Manchester City og enska landsliðinu. Raheem Sterling er óvænt á þriggja manna miðju í liði ársins hjá BBC.VÍSIR/GETTY Frammi eru svo Sadio Mané, Pierre Emerick-Aubameyang og Jamie Vardy. Sá síðastnefndi varð markakóngur með 23 mörk á meðan Aubameyang skoraði 22. Eins og áður sagði vekur athygli að Salah komist ekki á blað þar sem hann kom að fleiri mörkum en þremenningarnir. Þá er eflaust hægt að færa rök fyrir því að Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi heima í liðinu einfaldlega vegna þeirra ótrúlegu áhrifa sem hann hafði á liðið. Á vef BBC getur fólk valið lið ársins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Carth Crooks - íþróttafréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, - velur lið umferðarinnar í enska boltanum hverju sinni. Þar sem deildinni lauk í gær hefur hann nú birt lið ársins að sínu mati. Alls komast fimm leikmenn Englandsmeistara Liverpool í liðið en það vekur þó athygli að Mohamed Salah er hvergi sjáanlegur. Egyptinn skoraði 19 mörk og lagði upp önnur 10 á leiktíðinni. Salah er ekki í liði ársins hjá BBC.vísir/getty Crooks stillir upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Í markinu er Ederson, markvörður Manchester City. Hann lék 16 leiki án þess að fá sig mark. Eflaust hefði Alisson, markvörður Liverpool, verið þarna ef hann hefði leikið fleiri leiki á leiktíðinni en hann missti úr 10 leiki vegna meiðsla. Í vörninni eru þrír leikmenn Liverpool og einn frá Manchester United. Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu í hægri bakverðinum enda besti sóknarbakvörður í sögu deildarinnar. Lagði hann upp 13 mörk á tímabilinu, mest allra varnarmanna í sögu úrvalsdeildarinnar. Í vinstri bakverði er svo Andrew Robertson. Hann lagði upp 12 mörk á leiktíðinni. Í miðverði eru svo Virgil van Dijk og Harry Maguire. Báðir hafa stórbætt varnarleik sinna liða. Van Dijk gerbreytti vörn Liverpool og er án efa besti miðvörður deildarinnar í dag. Koma Maguire í vörn Manchester United hefur einnig gerbreytt varnarleik liðsins en liðið fór úr því að fá á sig 54 mörk á þar síðustu leiktíð niður í aðeins 36 á þeirri sem var að ljúka. Á þriggja manna miðju eru Kevin de Bruyne, sem lagði upp 20 mörk ásamt því að skora 13 á leiktíðinni ásamt Jordan Henderson og Raheem Sterling. Henderson var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum enda leiddi hann Liverpool að fyrsta meistaratitli félagsins í 30 ár. Athygli vekur að Sterling sé inn á miðri miðjunni en hann leikur eingöngu sem kantmaður hjá bæði Manchester City og enska landsliðinu. Raheem Sterling er óvænt á þriggja manna miðju í liði ársins hjá BBC.VÍSIR/GETTY Frammi eru svo Sadio Mané, Pierre Emerick-Aubameyang og Jamie Vardy. Sá síðastnefndi varð markakóngur með 23 mörk á meðan Aubameyang skoraði 22. Eins og áður sagði vekur athygli að Salah komist ekki á blað þar sem hann kom að fleiri mörkum en þremenningarnir. Þá er eflaust hægt að færa rök fyrir því að Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi heima í liðinu einfaldlega vegna þeirra ótrúlegu áhrifa sem hann hafði á liðið. Á vef BBC getur fólk valið lið ársins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40