Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 09:05 Ghislaine Maxwell er sökuð um að hafa aðstoðað Jeffrey Epstein við það að lokka ungar stúlkur að heimili hans þar sem hann misnotaði þær kynferðislega. Spencer Platt/Getty Images Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell sem bíður þess að mál hennar fari fyrir dóm en hún er sökuð um að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal. Loretta Preska, umdæmisdómari í New York, heimilaði afhendingu meira en 80 málsskjala úr málssókn sem höfðuð var gegn Maxwell árið 2015. Áður hafi Maxwell reynt að koma í veg fyrir að saksóknarar, Alríkislögregluþjónar og lögmenn í málinu myndu tala um málið utan dómsalsins. Annar dómari dæmdi þær tilraunir óréttmætar. Maxwell bíður nú eftir réttarhöldunum í alríkisfangelsi í Brooklyn en málið verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Maxwell var handtekin á landareign sinni þann 2. júlí og er ákærð fyrir að hafa lokkað unglingsstúlkur - allt að niður í 14 ára gamlar – sem Epstein og vinir hans kynferðislega misnotuðu. Þetta á að hafa gengið á seinni hluta tíunda áratugarins. Þá er hún einnig sökuð um ljúgvitni fyrir að hafa neitað að hafa vitað af ofbeldinu sem Epstein beitti. Í skjölunum sem verða líklega birt í næstu viku eru meðal annars gögn um flugáætlanir einkaþota Epstein, vitnisburð Maxwell úr máli frá árinu 2016 þar sem hún var spurð út í hvernig kynlífi hún lifði að sögn lögmanna hennar, og lögregluskýrslur frá Palm Beach í Flórída þar sem Epstein bjó. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell sem bíður þess að mál hennar fari fyrir dóm en hún er sökuð um að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal. Loretta Preska, umdæmisdómari í New York, heimilaði afhendingu meira en 80 málsskjala úr málssókn sem höfðuð var gegn Maxwell árið 2015. Áður hafi Maxwell reynt að koma í veg fyrir að saksóknarar, Alríkislögregluþjónar og lögmenn í málinu myndu tala um málið utan dómsalsins. Annar dómari dæmdi þær tilraunir óréttmætar. Maxwell bíður nú eftir réttarhöldunum í alríkisfangelsi í Brooklyn en málið verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Maxwell var handtekin á landareign sinni þann 2. júlí og er ákærð fyrir að hafa lokkað unglingsstúlkur - allt að niður í 14 ára gamlar – sem Epstein og vinir hans kynferðislega misnotuðu. Þetta á að hafa gengið á seinni hluta tíunda áratugarins. Þá er hún einnig sökuð um ljúgvitni fyrir að hafa neitað að hafa vitað af ofbeldinu sem Epstein beitti. Í skjölunum sem verða líklega birt í næstu viku eru meðal annars gögn um flugáætlanir einkaþota Epstein, vitnisburð Maxwell úr máli frá árinu 2016 þar sem hún var spurð út í hvernig kynlífi hún lifði að sögn lögmanna hennar, og lögregluskýrslur frá Palm Beach í Flórída þar sem Epstein bjó.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31