Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júlí 2020 07:06 Svona mun nýr vegarkafli um Pennusneiðing ofan Flókalundar líta út. Núverandi vegur sést neðar. Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að nein samtök eða stofnanir hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. Kaflarnir eru annars vegar 5,7 kílómetra langur kafli við Þverdalsá, um Pennusneiðing ofan Flókalundar, og nær hann langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Nýr vegur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar, verður lagður ofan við fjöruna. Núverandi vegur liggur uppi í hlíðinni.Mynd/Vegagerðin. Hins vegar 4,3 kílómetra kafli fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar í Arnarfirði, en upphaf hans er við Mjólkárvirkjun. Sá kafli mun tengjast nýja veginum sem verið er að klára að Dýrafjarðargöngum. Vegurinn við Þverdalsá er að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði. Vegurinn fyrir Meðalnes er alfarið byggður í nýju vegstæði, að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. Rauðu rammarnir á kortinu sýna hvar vegarkaflarnir tveir eru sem byrjað verður á.Kort/Vegagerðin. Tilboðsfrestur rennur út 18. ágúst næstkomandi og eiga báðir verkhlutar að klárast á aðeins einu ári. Útlögn efra lags klæðingar skal lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2021. Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Dýrafjarðargöng Teigsskógur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að nein samtök eða stofnanir hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. Kaflarnir eru annars vegar 5,7 kílómetra langur kafli við Þverdalsá, um Pennusneiðing ofan Flókalundar, og nær hann langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Nýr vegur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar, verður lagður ofan við fjöruna. Núverandi vegur liggur uppi í hlíðinni.Mynd/Vegagerðin. Hins vegar 4,3 kílómetra kafli fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar í Arnarfirði, en upphaf hans er við Mjólkárvirkjun. Sá kafli mun tengjast nýja veginum sem verið er að klára að Dýrafjarðargöngum. Vegurinn við Þverdalsá er að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði. Vegurinn fyrir Meðalnes er alfarið byggður í nýju vegstæði, að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. Rauðu rammarnir á kortinu sýna hvar vegarkaflarnir tveir eru sem byrjað verður á.Kort/Vegagerðin. Tilboðsfrestur rennur út 18. ágúst næstkomandi og eiga báðir verkhlutar að klárast á aðeins einu ári. Útlögn efra lags klæðingar skal lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2021.
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Dýrafjarðargöng Teigsskógur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37
Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06