Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs áhyggjuefni Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 22. júlí 2020 21:00 Ari Skúlason er hagfræðingur hjá Landsbankanum. Stöð 2 Það er áhyggjuefni að ekki hafi reglubundið verið lagt til hliðar vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að mati hagfræðings. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar námu í fyrra tæpum fjórðungi af landsframleiðslu. Í nýlegri hagsjá Landsbankans kemur fram ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafi við lok síðasta árs numið rúmlega 720 milljörðum króna. Það er aukning upp á tólf prósent sem er meira en síðustu tvö ár þar á undan. Þannig námu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar tæplega fjórðungi af vergri landsframleiðslu í fyrra. Þá hækkuðu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 en um 17% árið þar áður að því er fram kemur í hagsjánni. Í fyrra hafi um 270 milljarðar verið greiddir upp í lífeyrisskuldbindingar. „Þetta er náttúrlega stærð sem bara vex og vex. Lífeyrisskuldbindingarnar þær aukast miðað við hvað fjölgar fólki á lífeyrisaldri og líka hvernig launin breytast í samfélaginu,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Þetta sé áhyggjuefni fyrir ríkissjóð til lengri tíma. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að leggja fyrir frá degi til dags en það hefur ekki verið gert í langan tíma þannig að þetta er bara skuld sem að eykst, svona skuldbinding sem eykst með árunum. Hún er alltaf að aukast ár eftir ár,“ segir Ari. Umfangið sé gríðarlegt. „Við erum að tala um það til dæmis núna, þegar við gerum upp þetta ár ríkissjóður, þá hafa forráðamenn talað um kannski 300 milljarða halla, þetta er tæplega þreföld sú tala sem að þarna liggur. Þannig að þetta eru stórar, stórar tölur.“ Efnahagsþrengingar af völdum kórónuveirufaraldursins bæti gráu ofan á svart. „Það lítur þannig út að þeir sem eru núna við stjórnvölinn þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að þetta er vandamál sem kemur svolítið seinna. Þetta kemur einhvern tímann í bakið á ríkissjóði,“ segir Ari. „Miðað við þá stöðu sem ríkissjóður er í núna og það sem hann hefur þurft að taka á sig í Covid-kreppunni, þá náttúrlega er það bara viðbót. Þannig að ríkissjóður er náttúrlega búinn að bæta á sig alveg verulega miklu og er þar að auki með þessar verulegu lífeyrisskuldbindingar á bakinu.“ Lífeyrissjóðir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Það er áhyggjuefni að ekki hafi reglubundið verið lagt til hliðar vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að mati hagfræðings. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar námu í fyrra tæpum fjórðungi af landsframleiðslu. Í nýlegri hagsjá Landsbankans kemur fram ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafi við lok síðasta árs numið rúmlega 720 milljörðum króna. Það er aukning upp á tólf prósent sem er meira en síðustu tvö ár þar á undan. Þannig námu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar tæplega fjórðungi af vergri landsframleiðslu í fyrra. Þá hækkuðu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 en um 17% árið þar áður að því er fram kemur í hagsjánni. Í fyrra hafi um 270 milljarðar verið greiddir upp í lífeyrisskuldbindingar. „Þetta er náttúrlega stærð sem bara vex og vex. Lífeyrisskuldbindingarnar þær aukast miðað við hvað fjölgar fólki á lífeyrisaldri og líka hvernig launin breytast í samfélaginu,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Þetta sé áhyggjuefni fyrir ríkissjóð til lengri tíma. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að leggja fyrir frá degi til dags en það hefur ekki verið gert í langan tíma þannig að þetta er bara skuld sem að eykst, svona skuldbinding sem eykst með árunum. Hún er alltaf að aukast ár eftir ár,“ segir Ari. Umfangið sé gríðarlegt. „Við erum að tala um það til dæmis núna, þegar við gerum upp þetta ár ríkissjóður, þá hafa forráðamenn talað um kannski 300 milljarða halla, þetta er tæplega þreföld sú tala sem að þarna liggur. Þannig að þetta eru stórar, stórar tölur.“ Efnahagsþrengingar af völdum kórónuveirufaraldursins bæti gráu ofan á svart. „Það lítur þannig út að þeir sem eru núna við stjórnvölinn þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að þetta er vandamál sem kemur svolítið seinna. Þetta kemur einhvern tímann í bakið á ríkissjóði,“ segir Ari. „Miðað við þá stöðu sem ríkissjóður er í núna og það sem hann hefur þurft að taka á sig í Covid-kreppunni, þá náttúrlega er það bara viðbót. Þannig að ríkissjóður er náttúrlega búinn að bæta á sig alveg verulega miklu og er þar að auki með þessar verulegu lífeyrisskuldbindingar á bakinu.“
Lífeyrissjóðir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira