Ósáttur með að Chelsea endurbirti myndband af því þegar Gerrard rann: „Skortur á fagmennsku“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 10:00 Steven Gerrard svekktur. vísir/getty Það muna líklega flestir knattspyrnuáhugamenn þegar Steven Gerrard rann, missti boltann til Demba Ba sem skoraði í 2-0 sigri Chelsea á Liverpool árið 2014. Leikurinn var lykilleikur í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en eftir leikinn hrökk allt í baklás hjá Liverpool sem endaði á því að lenda í 2. sætinu. Þeir náðu þó að enda biðina löngu í ár og tryggja sér enska meistaratitilinn en liðið mætir einmitt Chelsea í kvöld á heimavelli sínum. Eftir leikinn fer bikarinn á loft. Netteymi Chelsea birti tíst í gær sem fór fyrir brjóstið á einhverjum stuðningsmönnum og fyrrum leikmönnum Liverpool. Þar endurbirtu þeir myndband af því þegar Gerrard rann. Tístinu hefur nú verið eytt. What a lack of class https://t.co/P4t4nV8aba— Stephen Warnock (@StephenWarnock3) July 21, 2020 „Þvílíkur skortur á fagmennsku,“ skrifaði Stephen Warnock, sem kom í gegnum unglingastarf Liverpool og lék með liðinu þangað til hann varð 26 ára eða til ársins 2007. Hann hefur lagt skóna á hilluna í dag. „Bara skil ekki afhverju félag myndi hegða sér svona. Mjög skrýtið, get ekki ímyndað mér að stjórinn sé ánægður með þetta,“ bætti Warnock við. Liverpool mun lyfta enska meistaratitlinum í kvöld eftir leikinn eins og áður segir og ljóst að það verður mikið fjör á Anfield í kvöld. Spurningin er hins vegar sú; nær Chelsea að skemma partíið í annað sinn á sex árum? 'What a lack of class'Stephen Warnock slams Chelsea for posting video of Steven Gerrard's sliphttps://t.co/gzjn85QS5V— MailOnline Sport (@MailSport) July 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Það muna líklega flestir knattspyrnuáhugamenn þegar Steven Gerrard rann, missti boltann til Demba Ba sem skoraði í 2-0 sigri Chelsea á Liverpool árið 2014. Leikurinn var lykilleikur í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en eftir leikinn hrökk allt í baklás hjá Liverpool sem endaði á því að lenda í 2. sætinu. Þeir náðu þó að enda biðina löngu í ár og tryggja sér enska meistaratitilinn en liðið mætir einmitt Chelsea í kvöld á heimavelli sínum. Eftir leikinn fer bikarinn á loft. Netteymi Chelsea birti tíst í gær sem fór fyrir brjóstið á einhverjum stuðningsmönnum og fyrrum leikmönnum Liverpool. Þar endurbirtu þeir myndband af því þegar Gerrard rann. Tístinu hefur nú verið eytt. What a lack of class https://t.co/P4t4nV8aba— Stephen Warnock (@StephenWarnock3) July 21, 2020 „Þvílíkur skortur á fagmennsku,“ skrifaði Stephen Warnock, sem kom í gegnum unglingastarf Liverpool og lék með liðinu þangað til hann varð 26 ára eða til ársins 2007. Hann hefur lagt skóna á hilluna í dag. „Bara skil ekki afhverju félag myndi hegða sér svona. Mjög skrýtið, get ekki ímyndað mér að stjórinn sé ánægður með þetta,“ bætti Warnock við. Liverpool mun lyfta enska meistaratitlinum í kvöld eftir leikinn eins og áður segir og ljóst að það verður mikið fjör á Anfield í kvöld. Spurningin er hins vegar sú; nær Chelsea að skemma partíið í annað sinn á sex árum? 'What a lack of class'Stephen Warnock slams Chelsea for posting video of Steven Gerrard's sliphttps://t.co/gzjn85QS5V— MailOnline Sport (@MailSport) July 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira