Gefur út spil byggt á raunverulegum formönnum flokka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2020 21:43 Jón Þór gerir ráð fyrir að spilið verði komið út í upphafi desember á þessu ári. Vísir/Samsett Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er með nýtt spil í burðarliðunum. Spilið er byggt á íslenskum stjórnmálum og persónur leikmanna í spilinu byggja á formönnum þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi. Jón Þór hefur sett af stað söfnun til þess að fjármagna gerð spilsins, og gerir ráð fyrir að það komi út í síðasta lagi í upphafi desembermánaðar. Spilið, sem ber hið upplýsandi nafn Þingspilið: Með þingmenn í vasanum er uppsett af þremur mismunandi bunkum: formannabunka, málefnabunka og framtíðarbunka. Í upphafi leiks dregur hver leikmaður spil úr formannabunkanum, og leikur sem sá formaður. Síðan eru dregin tvö spil úr framtíðarbunkanum, en þar er að finna ýmsa atburði sem sækja stoðir í raunveruleika stjórnmálanna, svo sem hneykslismál, lögbönn á fjölmiðla, smjörklípur og skítkast. Í samtali við Vísi segir Jón Þór að hvert formannaspjald hafi sérstaka eiginleika, sem öðrum formönnum í spilinu séu ekki gefnir. Þannig er leikmaður sem dregur spilið Hr. Teflon, spilið sem byggt er á Bjarna Benediktssyni, ónæmur fyrir öllum hneykslismálum sem upp koma í spilinu. Eins getur leikmaður sem dregur Hauslausa herinn, spil byggt á hinum formannslausa flokki Pírata, valið sér eiginleika frá leikmanni öðru hvoru megin við sig, og segir Jón Þór það vera vísun í þá umræðu að enginn viti hvort Píratar halli til vinstri eða hægri í stjórnmálum. „Meginmarkmiðið er að klára hverja umferð með sem flesta þingmenn,“ segir Jón Þór og bætir við að leikmenn ákveði sjálfir í upphafi hversu margar umferðir verði leiknar. „Ef það er jafntefli eftir eina umferð eða jafnvel í lok spilsins þá eru bara fleiri en einn sem vinnur, sem endurspeglar svolítið raunveruleikann.“ Fjármagnað með söfnun Spilið er til sölu á Karolinafund og er fjármagnað með hópfjármögnun. „Þetta er þessi klassíska hópfjármögnun, þú borgar og bíður,“ segir Jón Þór. Þau sem hafa hug á því að kaupa spilið greiða þannig fyrir það fyrir fram en þegar söfnunarmarkinu, 800 þúsund krónum, er náð fer spilið í framleiðslu. Varðandi þá fjármuni sem safnast umfram sett markmið hafði Jón Þór þetta að segja: „Ég ákvað að reyna að hafa grunnhugmyndina á núlli. Ef það safnast nóg til að spilið sé framleitt kemur það út á núlli. Eftir það skiptist það sem er safnað í tvennt. Helmingur fer í að gera spilið veglegra með þykkari kassa, þykkari pappír, eins konar lúxusútgáfa, en hinn helmingurinn fer í minn vasa,“ segir Jón Þór. „Ef þetta gengur vel fæ ég eitthvað, ef ekki fæ ég ekki neitt.“ Keppnismaðurinn Bjarni fljótur að átta sig Jón Þór kveðst hafa sýnt þó nokkrum samstarfsmönnum sínum á Alþingi spilið og segir flesta hafa tekið því vel. Jón Þór segir að Bjarni hafi verið öskufljótur að átta sig á markmiði leiksins.Vísir/Vilhelm „Það var einn sem varð aðeins volgur yfir þessu, en sagðist þó ekki ætla að kæra mig,“ segir Jón Þór og hlær við. Hann vildi þó ekki gefa upp um hvaða flokksformann væri að ræða. Þá sagði Jón Þór að sér hefði þótt merkilegt að sjá viðbrögð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þegar honum var sýnt spilið. „Hann renndi í gegn um spilabunkann og spottaði strax um hvað spilið snerist, að safna þingmönnum. Keppnismaðurinn Bjarni Ben þurfti ekki nema örfáar vísbendingar og þá vissi hann um hvað leikurinn snerist. Það segir þér bara svolítið um hver Bjarni Ben er,“ segir Jón Þór í gamansömum tón. Alþingi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er með nýtt spil í burðarliðunum. Spilið er byggt á íslenskum stjórnmálum og persónur leikmanna í spilinu byggja á formönnum þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi. Jón Þór hefur sett af stað söfnun til þess að fjármagna gerð spilsins, og gerir ráð fyrir að það komi út í síðasta lagi í upphafi desembermánaðar. Spilið, sem ber hið upplýsandi nafn Þingspilið: Með þingmenn í vasanum er uppsett af þremur mismunandi bunkum: formannabunka, málefnabunka og framtíðarbunka. Í upphafi leiks dregur hver leikmaður spil úr formannabunkanum, og leikur sem sá formaður. Síðan eru dregin tvö spil úr framtíðarbunkanum, en þar er að finna ýmsa atburði sem sækja stoðir í raunveruleika stjórnmálanna, svo sem hneykslismál, lögbönn á fjölmiðla, smjörklípur og skítkast. Í samtali við Vísi segir Jón Þór að hvert formannaspjald hafi sérstaka eiginleika, sem öðrum formönnum í spilinu séu ekki gefnir. Þannig er leikmaður sem dregur spilið Hr. Teflon, spilið sem byggt er á Bjarna Benediktssyni, ónæmur fyrir öllum hneykslismálum sem upp koma í spilinu. Eins getur leikmaður sem dregur Hauslausa herinn, spil byggt á hinum formannslausa flokki Pírata, valið sér eiginleika frá leikmanni öðru hvoru megin við sig, og segir Jón Þór það vera vísun í þá umræðu að enginn viti hvort Píratar halli til vinstri eða hægri í stjórnmálum. „Meginmarkmiðið er að klára hverja umferð með sem flesta þingmenn,“ segir Jón Þór og bætir við að leikmenn ákveði sjálfir í upphafi hversu margar umferðir verði leiknar. „Ef það er jafntefli eftir eina umferð eða jafnvel í lok spilsins þá eru bara fleiri en einn sem vinnur, sem endurspeglar svolítið raunveruleikann.“ Fjármagnað með söfnun Spilið er til sölu á Karolinafund og er fjármagnað með hópfjármögnun. „Þetta er þessi klassíska hópfjármögnun, þú borgar og bíður,“ segir Jón Þór. Þau sem hafa hug á því að kaupa spilið greiða þannig fyrir það fyrir fram en þegar söfnunarmarkinu, 800 þúsund krónum, er náð fer spilið í framleiðslu. Varðandi þá fjármuni sem safnast umfram sett markmið hafði Jón Þór þetta að segja: „Ég ákvað að reyna að hafa grunnhugmyndina á núlli. Ef það safnast nóg til að spilið sé framleitt kemur það út á núlli. Eftir það skiptist það sem er safnað í tvennt. Helmingur fer í að gera spilið veglegra með þykkari kassa, þykkari pappír, eins konar lúxusútgáfa, en hinn helmingurinn fer í minn vasa,“ segir Jón Þór. „Ef þetta gengur vel fæ ég eitthvað, ef ekki fæ ég ekki neitt.“ Keppnismaðurinn Bjarni fljótur að átta sig Jón Þór kveðst hafa sýnt þó nokkrum samstarfsmönnum sínum á Alþingi spilið og segir flesta hafa tekið því vel. Jón Þór segir að Bjarni hafi verið öskufljótur að átta sig á markmiði leiksins.Vísir/Vilhelm „Það var einn sem varð aðeins volgur yfir þessu, en sagðist þó ekki ætla að kæra mig,“ segir Jón Þór og hlær við. Hann vildi þó ekki gefa upp um hvaða flokksformann væri að ræða. Þá sagði Jón Þór að sér hefði þótt merkilegt að sjá viðbrögð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þegar honum var sýnt spilið. „Hann renndi í gegn um spilabunkann og spottaði strax um hvað spilið snerist, að safna þingmönnum. Keppnismaðurinn Bjarni Ben þurfti ekki nema örfáar vísbendingar og þá vissi hann um hvað leikurinn snerist. Það segir þér bara svolítið um hver Bjarni Ben er,“ segir Jón Þór í gamansömum tón.
Alþingi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira