Tímabærar breytingar í frumvarpsdrögum um stjórnarskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 20:30 Mikilvægar breytingar á embætti forseta Íslands eru lagðar til í frumvarpsdrögum um stjórnarskrána að mati prófessors í stjórnmálafræði. Viðameiri breytingar hafi þó verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina. Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun en þau byggja á sameiginlegri vinnu formanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Samkvæmt drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil, en kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. „Ísland er eina landið af níu Evrópuríkjum sem kjósa forseta sem er með 4 ára kjörtímabil. Öll hin eru með 5-7 ár og í flestum tilfellum eru þetta valdalitlir forsetar þannig að sennilega eru menn bara að færa sig að því sem að er hefðin annars staðar,“ segir Ólafur Þór Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sjálfur segist hann ekki endilega sammála því að forseti eigi að hámarki en þetta sé meginregla víða í Vestur-Evrópu, að takmörk séu fyrir því hversu lengi forseti geti setið í embætti. Hann segir ýmislegt áhugavert að finna í drögunum. „Ákvæði um þingrof eru skýrð. Það er alveg ljóst að forsetinn getur synjað tillögu forsætisráðherra um þingrof. Hann á að leita álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en hann tekur ákvörðun,“ nefnir Ólafur sem dæmi. Þá þurfi frambjóðandi að afla meðmæla að minnsta kosti 2,5% kosningabærra Íslendinga en ekki 1.500 einstaklingar eins og nú er. Þá nefnir hann að ákvæði í drögunum um að hægt verði að breyta ákvæði um landsdóm með einföldum lögum. „Það hafa nú margir talið þörf á því,“ segir Ólafur. „Til viðbótar þessu þá getum við sagt að það koma inn skýrari ákvæði um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Það breytir kannski ekki mjög miklu en það skýrir hans stöðu þar.“ Níutíu höfðu skilað inn umsögn í samráðsgátt þegar þetta er skrifað. Þeirra á meðal Samband ungra Framsóknarmanna sem vilja að kosningaaldur miði við fæðingarár en ekki átján ára afmælisdag. Á meðan sumir fjalla í umsögnum sínum um efni frumvarpsins lýsa aðrir óánægju og segja að enn sé verið að hunsa vilja þjóðarinnar með því að samþykkja ekki nýju stjórnarskrána svokölluðu. „Þetta eru mikilvægar breytingar að því leyti að þetta skýrir stöðu forsetans og þetta er sá kafli stjórnarskrárinnar sem hefur hvað lengst beðið endurskoðunar. En efnislega breytir þetta nú kannski ekki mjög miklu og margar aðrar breytingar, fyrri breytingar, til dæmis um mannréttindin, til dæmis um að gera þingið að einni deild, til dæmis um kjördæmabreytingar, þær hafi kannski verið mikilvægari en þessi,“ segir Ólafur. Þá séu fleiri breytingar til skoðunar hjá stjórnarskrárnefnd. „Væntanlega koma tillögur um meiri breytingar á öðrum sviðum, til dæmis um auðlindaákvæðið frá þeim, eða er komið,“ nefnir hann sem dæmi. Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Mikilvægar breytingar á embætti forseta Íslands eru lagðar til í frumvarpsdrögum um stjórnarskrána að mati prófessors í stjórnmálafræði. Viðameiri breytingar hafi þó verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina. Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun en þau byggja á sameiginlegri vinnu formanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Samkvæmt drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil, en kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. „Ísland er eina landið af níu Evrópuríkjum sem kjósa forseta sem er með 4 ára kjörtímabil. Öll hin eru með 5-7 ár og í flestum tilfellum eru þetta valdalitlir forsetar þannig að sennilega eru menn bara að færa sig að því sem að er hefðin annars staðar,“ segir Ólafur Þór Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sjálfur segist hann ekki endilega sammála því að forseti eigi að hámarki en þetta sé meginregla víða í Vestur-Evrópu, að takmörk séu fyrir því hversu lengi forseti geti setið í embætti. Hann segir ýmislegt áhugavert að finna í drögunum. „Ákvæði um þingrof eru skýrð. Það er alveg ljóst að forsetinn getur synjað tillögu forsætisráðherra um þingrof. Hann á að leita álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en hann tekur ákvörðun,“ nefnir Ólafur sem dæmi. Þá þurfi frambjóðandi að afla meðmæla að minnsta kosti 2,5% kosningabærra Íslendinga en ekki 1.500 einstaklingar eins og nú er. Þá nefnir hann að ákvæði í drögunum um að hægt verði að breyta ákvæði um landsdóm með einföldum lögum. „Það hafa nú margir talið þörf á því,“ segir Ólafur. „Til viðbótar þessu þá getum við sagt að það koma inn skýrari ákvæði um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Það breytir kannski ekki mjög miklu en það skýrir hans stöðu þar.“ Níutíu höfðu skilað inn umsögn í samráðsgátt þegar þetta er skrifað. Þeirra á meðal Samband ungra Framsóknarmanna sem vilja að kosningaaldur miði við fæðingarár en ekki átján ára afmælisdag. Á meðan sumir fjalla í umsögnum sínum um efni frumvarpsins lýsa aðrir óánægju og segja að enn sé verið að hunsa vilja þjóðarinnar með því að samþykkja ekki nýju stjórnarskrána svokölluðu. „Þetta eru mikilvægar breytingar að því leyti að þetta skýrir stöðu forsetans og þetta er sá kafli stjórnarskrárinnar sem hefur hvað lengst beðið endurskoðunar. En efnislega breytir þetta nú kannski ekki mjög miklu og margar aðrar breytingar, fyrri breytingar, til dæmis um mannréttindin, til dæmis um að gera þingið að einni deild, til dæmis um kjördæmabreytingar, þær hafi kannski verið mikilvægari en þessi,“ segir Ólafur. Þá séu fleiri breytingar til skoðunar hjá stjórnarskrárnefnd. „Væntanlega koma tillögur um meiri breytingar á öðrum sviðum, til dæmis um auðlindaákvæðið frá þeim, eða er komið,“ nefnir hann sem dæmi.
Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira