Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Andri Eysteinsson og Birgir Olgeirsson skrifa 20. júlí 2020 13:42 Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta staðfestir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningurinn var kynntur félagsmönnum á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut í dag. Nýr kjarasamningur Icelandair og FFÍ var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann byggir á fyrri samningi sem felldur var í atkvæðagreiðslu hjá FFÍ í lok júní, eftir langar og strangar kjaraviðræður. Þá felur nýi samningurinn m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum, að því er fram kom í tilkynningu FFÍ um helgina. „Það gefur auga leið að flugmenn komast ekkert án okkar og við komumst ekkert án þeirra. Í þessu eru ákvæði sem áður hefur verið breytt hjá flugmönnum. Til dæmis varðandi það að geta flogið lengra til áfangastaða,“ sagði Guðlaug. Guðlaug sagði að um væri að ræða þó nokkur ákvæði og sagði gott dæmi um slíkt ákvæði vera hversu langt megi fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því og eftir þeirra nýja samning, og okkar nýundirritaða samning erum við á sama pari,“ sagði Guðlaug. Tilfinningaþrunginn og góður fundur Á þriðja hundrað félagsmanna FFÍ voru mættir á fundinn og sagði formaðurinn að umræður hafi verið góðar á fundinum sem var tilfinningaþrunginn en þó hafi ekki verið tekist á. „Það var ekki tekist á en fólk er enn þá í sárum eftir atburðarás síðustu daga.“ Guðlaug segir að með samningnum sé verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair og segist hún telja að samningurinn verði samþykktur þó ekki séu allir sáttir með efni hans. „Við erum ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi til framtíðar eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur að segja. Við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður annarra leið og til stéttarfélaga sem eru ekki til,“ sagði formaðurinn. Samningurinn sem undirritaður var í karphúsinu aðfaranótt sunnudagsins er til fimm ára og er allt sem í honum stendur varanlegt. Áður höfðu samninganefndir náð saman en var sá samningur kolfelldur af flugfreyjum í atkvæðagreiðslu. „Það voru ákveðin atriði sem var ágreiningur um eftir síðasta undirritaða kjarasamning. Við tókum þau ákvæði upp og sömdum um þau í þessum nýja samning,“ sagði Guðlaug. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta staðfestir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningurinn var kynntur félagsmönnum á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut í dag. Nýr kjarasamningur Icelandair og FFÍ var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann byggir á fyrri samningi sem felldur var í atkvæðagreiðslu hjá FFÍ í lok júní, eftir langar og strangar kjaraviðræður. Þá felur nýi samningurinn m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum, að því er fram kom í tilkynningu FFÍ um helgina. „Það gefur auga leið að flugmenn komast ekkert án okkar og við komumst ekkert án þeirra. Í þessu eru ákvæði sem áður hefur verið breytt hjá flugmönnum. Til dæmis varðandi það að geta flogið lengra til áfangastaða,“ sagði Guðlaug. Guðlaug sagði að um væri að ræða þó nokkur ákvæði og sagði gott dæmi um slíkt ákvæði vera hversu langt megi fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því og eftir þeirra nýja samning, og okkar nýundirritaða samning erum við á sama pari,“ sagði Guðlaug. Tilfinningaþrunginn og góður fundur Á þriðja hundrað félagsmanna FFÍ voru mættir á fundinn og sagði formaðurinn að umræður hafi verið góðar á fundinum sem var tilfinningaþrunginn en þó hafi ekki verið tekist á. „Það var ekki tekist á en fólk er enn þá í sárum eftir atburðarás síðustu daga.“ Guðlaug segir að með samningnum sé verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair og segist hún telja að samningurinn verði samþykktur þó ekki séu allir sáttir með efni hans. „Við erum ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi til framtíðar eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur að segja. Við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður annarra leið og til stéttarfélaga sem eru ekki til,“ sagði formaðurinn. Samningurinn sem undirritaður var í karphúsinu aðfaranótt sunnudagsins er til fimm ára og er allt sem í honum stendur varanlegt. Áður höfðu samninganefndir náð saman en var sá samningur kolfelldur af flugfreyjum í atkvæðagreiðslu. „Það voru ákveðin atriði sem var ágreiningur um eftir síðasta undirritaða kjarasamning. Við tókum þau ákvæði upp og sömdum um þau í þessum nýja samning,“ sagði Guðlaug.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira