Pepsi Max mörkin: Elín Metta „brjóstaði“ gamlan liðsfélaga og fékk hrós fyrir vinnusemina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 15:00 Elín Metta Jensen hefur skorað átta mörk i fyrstu sex leikjum Valsliðsins í Pepsi Max deild kvenna. Vísir/Vilhelm Valskonan Elín Metta Jensen er markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna með átta mörk í sex leikjum en sérfræðingar Pepsi Max markanna tóku það einnig sérstaklega fyrir hversu ótrúlega duglegur leikmaður hún er. Elín Metta Jensen hjálpaði Valsliðinu að ná stig út úr leik þar sem þær voru leikmanni færri í 88 mínútur. „Hún var ótrúlega dugleg í þessum leik. Í sókninni er hún í færunum og varnarlega lét hún finna fyrir sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Elín Metta jafnaði leikinn í 1-1 og tryggði sínu liði stig. „Hún var í Elínar-ham,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur bæði spilað með og þjálfað Elínu Mettu. „Mér fannst gaman að sjá hvað hún var pirruð. Það var gaman að sjá þennan baráttuhug hjá henni og þennan dólg,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Hún á þetta alveg til og mér finnst þetta einn besti leikur Elínar á tímabilinu. Varnarvinna og hún sýndi frumkvæði í baráttuanda og vilja til að vinna leikinn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Elín Metta sést þá ganga upp að Fylkiskonunni Stefaníu Ragnarsdóttur og lét hana finna vel fyrir sér. „Þarna brjóstar hún Stefaníu fyrrverandi liðsfélaga sinn,“ sagði Margrét Lára. Margréti Láru finnst Elín Metta hafa bætt varnarvinnunni við sinn leik. „Ég held líka að fótboltinn sé að verða betri og þá sérstaklega erlendis. Þegar maður lítur til landsliðsins, af því að maður er alltaf að vonast til þess að þessir leikmenn taki skrefin fram á við, þá er algjört lykilatriði, sem góður sóknarmaður fyrir íslenska landsliðið, að geta spilað góða vörn og verið skipulagður í varnarleik. Við fögnum því þegar sóknarleikmennirnir okkar huga að varnarleiknum,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umræðuna um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hún var í Elínar-ham Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Valskonan Elín Metta Jensen er markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna með átta mörk í sex leikjum en sérfræðingar Pepsi Max markanna tóku það einnig sérstaklega fyrir hversu ótrúlega duglegur leikmaður hún er. Elín Metta Jensen hjálpaði Valsliðinu að ná stig út úr leik þar sem þær voru leikmanni færri í 88 mínútur. „Hún var ótrúlega dugleg í þessum leik. Í sókninni er hún í færunum og varnarlega lét hún finna fyrir sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Elín Metta jafnaði leikinn í 1-1 og tryggði sínu liði stig. „Hún var í Elínar-ham,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur bæði spilað með og þjálfað Elínu Mettu. „Mér fannst gaman að sjá hvað hún var pirruð. Það var gaman að sjá þennan baráttuhug hjá henni og þennan dólg,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Hún á þetta alveg til og mér finnst þetta einn besti leikur Elínar á tímabilinu. Varnarvinna og hún sýndi frumkvæði í baráttuanda og vilja til að vinna leikinn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Elín Metta sést þá ganga upp að Fylkiskonunni Stefaníu Ragnarsdóttur og lét hana finna vel fyrir sér. „Þarna brjóstar hún Stefaníu fyrrverandi liðsfélaga sinn,“ sagði Margrét Lára. Margréti Láru finnst Elín Metta hafa bætt varnarvinnunni við sinn leik. „Ég held líka að fótboltinn sé að verða betri og þá sérstaklega erlendis. Þegar maður lítur til landsliðsins, af því að maður er alltaf að vonast til þess að þessir leikmenn taki skrefin fram á við, þá er algjört lykilatriði, sem góður sóknarmaður fyrir íslenska landsliðið, að geta spilað góða vörn og verið skipulagður í varnarleik. Við fögnum því þegar sóknarleikmennirnir okkar huga að varnarleiknum,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umræðuna um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hún var í Elínar-ham
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira