British Airways leggur júmbó-þotunni Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 08:26 Ekkert annað flugfélag hefur haft jafn margar júmbó-þotur í flugáætlun sinni. Vísir/Getty Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni en nú er úlit fyrir að engin þeirra muni framar svífa um loftin blá merkt breska flugfélaginu. Áður hafði flugfélagið Virgin Atlantic tilkynnt að leggja ætti 747 flota félagsins. Þetta eru því ákveðin tímamót, en British Airways hefur notað Boeing 747 þotur í rúm þrjátíu ár og hafði þegar ákveðið að skipta þeim út fyrir aðrar flugvélar árið 2024, eftir því sem fram kemur í frétt á Skynews. Þeirri ákvörðun var nú flýtt vegna rekstrarerfiðleika í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Talsmenn flugfélagsins sögðust kveðja Júmbó-þotuna með söknuði og kölluðu hana „drottningu háloftanna“. „Það er ólíklegt að hin stórbrotna drottning háloftanna muni aftur flytja farþega fyrir British Airways aftur eftir niðursveiflu í ferðalögum eftir Covid-19 heimsfaraldurinn,“ er haft eftir talsmanninum á vef breska ríkisútvarpsins. Félagið hyggst nota sparneytnari þotur í framtíðinni, til að mynda Airbus A350 eða Boeing 787 Dreamliner. Þannig geti fyrirtækið náð markmiðum sínum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Fréttir af flugi Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni en nú er úlit fyrir að engin þeirra muni framar svífa um loftin blá merkt breska flugfélaginu. Áður hafði flugfélagið Virgin Atlantic tilkynnt að leggja ætti 747 flota félagsins. Þetta eru því ákveðin tímamót, en British Airways hefur notað Boeing 747 þotur í rúm þrjátíu ár og hafði þegar ákveðið að skipta þeim út fyrir aðrar flugvélar árið 2024, eftir því sem fram kemur í frétt á Skynews. Þeirri ákvörðun var nú flýtt vegna rekstrarerfiðleika í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Talsmenn flugfélagsins sögðust kveðja Júmbó-þotuna með söknuði og kölluðu hana „drottningu háloftanna“. „Það er ólíklegt að hin stórbrotna drottning háloftanna muni aftur flytja farþega fyrir British Airways aftur eftir niðursveiflu í ferðalögum eftir Covid-19 heimsfaraldurinn,“ er haft eftir talsmanninum á vef breska ríkisútvarpsins. Félagið hyggst nota sparneytnari þotur í framtíðinni, til að mynda Airbus A350 eða Boeing 787 Dreamliner. Þannig geti fyrirtækið náð markmiðum sínum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.
Fréttir af flugi Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira