Þrjár vikur í barnið og „fjallageitin“ Anníe Mist gefur ekkert eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir kallaði sig fjallageit eftir að hún klifraði upp í þessa kletta komin 37 vikur á leið. Skjámynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttir er komin 37 vikur á leið og sumir aðdáendur hennar höfðu smá áhyggjur af henni þegar þau sáu mynd af henni klífa klett í Reynisfjöru. Íslenska CrossFit goðsögnin setti sér það markmið að æfa alla meðgönguna og það virðist vera að takast hjá okkar konu. Nú eru bara þrjár vikur í settan tíma og Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að æfa. Æfingarnar hafa reyndar þróast og breyst í takt við það að bumban hafi stækkað. Anníe Mist sagði frá því á dögunum að hún væri meira á þrekhjólinu en áður. Í nýjustu færslunni á Instagram síðu hennar má hins vegar sjá Anníe Mist búna að klifra í Reynisfjöru. „Þrjár vikur eftir og fjallageitin er enn í fullu fjöri,“ skrifaði Anníe Mist við myndina af sér standandi í klettunum við Reynisfjöru. Þetta er áhrifamikil mynd eins og sjá má hér fyrir ofan. Það fór líka um suma aðdáendur hennar sem þótti Anníe Mist taka þarna fullmikla áhættu. Það eru dæmi um að fólk hafi dottið í þessum klettum og það gæti farið illa ef kasólétt kona myndi missa fótanna við þessar aðstæður. Anníe Mist Þórisdóttir hefur örugglega passað upp á sig og framtíðardótturina sem á að koma í heiminn í byrjun ágústmánaðar. „Í upphafi þessa þriðja hluta meðgöngunnar þá er barnið að vaxa mjög hratt og ég fann að ég var ekki að borða nóg af kalóríum. Það var þó ekki afsökun til að fá sér oftar snarl,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist Þórisdóttir segir þó frá því að hún sé að æfa aðeins minna sem er skiljanlegt enda bumban orðin mjög stór og enn fremur mjög stutt í fæðingu. Það má sjá færlu Anníe Mistar hér fyrir neðan. View this post on Instagram 3 weeks to go and the mountain goat is still active! ?? ?? ? ? During the first part of this third trimester the baby is growing rapidly and I could feel that my calorie intake was not quite high enough (not just an excuse to snack more ??) @rpstrength helped me make the necessary adjustments allowing me to keep on track - now eating similar but training a little less ????? ? #fitpregnancy #almostthere #37weekspregnant ? A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 16, 2020 at 8:43am PDT CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er komin 37 vikur á leið og sumir aðdáendur hennar höfðu smá áhyggjur af henni þegar þau sáu mynd af henni klífa klett í Reynisfjöru. Íslenska CrossFit goðsögnin setti sér það markmið að æfa alla meðgönguna og það virðist vera að takast hjá okkar konu. Nú eru bara þrjár vikur í settan tíma og Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að æfa. Æfingarnar hafa reyndar þróast og breyst í takt við það að bumban hafi stækkað. Anníe Mist sagði frá því á dögunum að hún væri meira á þrekhjólinu en áður. Í nýjustu færslunni á Instagram síðu hennar má hins vegar sjá Anníe Mist búna að klifra í Reynisfjöru. „Þrjár vikur eftir og fjallageitin er enn í fullu fjöri,“ skrifaði Anníe Mist við myndina af sér standandi í klettunum við Reynisfjöru. Þetta er áhrifamikil mynd eins og sjá má hér fyrir ofan. Það fór líka um suma aðdáendur hennar sem þótti Anníe Mist taka þarna fullmikla áhættu. Það eru dæmi um að fólk hafi dottið í þessum klettum og það gæti farið illa ef kasólétt kona myndi missa fótanna við þessar aðstæður. Anníe Mist Þórisdóttir hefur örugglega passað upp á sig og framtíðardótturina sem á að koma í heiminn í byrjun ágústmánaðar. „Í upphafi þessa þriðja hluta meðgöngunnar þá er barnið að vaxa mjög hratt og ég fann að ég var ekki að borða nóg af kalóríum. Það var þó ekki afsökun til að fá sér oftar snarl,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist Þórisdóttir segir þó frá því að hún sé að æfa aðeins minna sem er skiljanlegt enda bumban orðin mjög stór og enn fremur mjög stutt í fæðingu. Það má sjá færlu Anníe Mistar hér fyrir neðan. View this post on Instagram 3 weeks to go and the mountain goat is still active! ?? ?? ? ? During the first part of this third trimester the baby is growing rapidly and I could feel that my calorie intake was not quite high enough (not just an excuse to snack more ??) @rpstrength helped me make the necessary adjustments allowing me to keep on track - now eating similar but training a little less ????? ? #fitpregnancy #almostthere #37weekspregnant ? A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 16, 2020 at 8:43am PDT
CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sjá meira