Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun Andri Eysteinsson skrifar 15. júlí 2020 17:20 Mannabreytingar hafa orðið hjá Borgun í kjölfar kaupa Salt Pay. Borgun Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Breytingarnar í forystu fyrirtækisins sem á sér fjörutíu ára sögu verða í kjölfar þess að alþjóðlega greiðslumiðlunin Salt Pay hefur verið samþykkt af Seðlabanka Íslands sem nýr rekstraraðili Borgunar. Markaðurinn greindi frá því í gær að kaupverðið hafi verið samtals 27 milljónir evra eða um 4,3 milljarðar króna fyrir 96% hlut í Borgun. Lækkaði verðið því nokkuð frá undirritun kaupsamnings en þá var gengið útfrá því að kaupverð næmi 35 milljónum evra. Sæmundur segist stoltur að hafa leitt fyrirtækið í gegnum breytingartímabil og kveðst ánægður um að Borgun fái eigendur sem ætla að byggja á öflugum grunni byggður hefur verið upp undanfarin ár. „„Ég er ákaflega spenntur, fyrir hönd starfsfólks Borgunar, fyrir þessum næsta kafla þar sem ég veit að Salt Pay hyggst sækja fram af krafti á alþjóðavísu,“ segir Sæmundur. Nýju forstjórarnir tveir, Eduardo Pontes og Marcos Nunes hafa báðir reynslu úr geiranum en Pontes starfaði áður sem forstjóri brasilísks fjártæknifyrirtækisins Stone Co og Nunes var framkvæmdastjóri alþjóðlegrar færsluhirðingar og ytri vaxtar hjá sænska greiðslumiðlunarfyrirtækinu Bambora. „Við ætlum að byggja upp öflugt félag á Íslandi sem geti orðið stökkpallur fyrir okkur til að þróa verðmætar lausnir fyrir söluaðila um alla Evrópu. Ekki aðeins í gegnum greiðslumiðlun heldur einnig með því að hjálpa söluaðilunum að vaxa og ná fram aukinni skilvirkni í rekstri sínum,“ segir Marcos Nunes annar af tveimur nýjum forstjórum Borgunar. Vistaskipti Markaðir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Breytingarnar í forystu fyrirtækisins sem á sér fjörutíu ára sögu verða í kjölfar þess að alþjóðlega greiðslumiðlunin Salt Pay hefur verið samþykkt af Seðlabanka Íslands sem nýr rekstraraðili Borgunar. Markaðurinn greindi frá því í gær að kaupverðið hafi verið samtals 27 milljónir evra eða um 4,3 milljarðar króna fyrir 96% hlut í Borgun. Lækkaði verðið því nokkuð frá undirritun kaupsamnings en þá var gengið útfrá því að kaupverð næmi 35 milljónum evra. Sæmundur segist stoltur að hafa leitt fyrirtækið í gegnum breytingartímabil og kveðst ánægður um að Borgun fái eigendur sem ætla að byggja á öflugum grunni byggður hefur verið upp undanfarin ár. „„Ég er ákaflega spenntur, fyrir hönd starfsfólks Borgunar, fyrir þessum næsta kafla þar sem ég veit að Salt Pay hyggst sækja fram af krafti á alþjóðavísu,“ segir Sæmundur. Nýju forstjórarnir tveir, Eduardo Pontes og Marcos Nunes hafa báðir reynslu úr geiranum en Pontes starfaði áður sem forstjóri brasilísks fjártæknifyrirtækisins Stone Co og Nunes var framkvæmdastjóri alþjóðlegrar færsluhirðingar og ytri vaxtar hjá sænska greiðslumiðlunarfyrirtækinu Bambora. „Við ætlum að byggja upp öflugt félag á Íslandi sem geti orðið stökkpallur fyrir okkur til að þróa verðmætar lausnir fyrir söluaðila um alla Evrópu. Ekki aðeins í gegnum greiðslumiðlun heldur einnig með því að hjálpa söluaðilunum að vaxa og ná fram aukinni skilvirkni í rekstri sínum,“ segir Marcos Nunes annar af tveimur nýjum forstjórum Borgunar.
Vistaskipti Markaðir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira