Hvað gerðist eiginlega í leik Wigan og Hull? Ísak Hallmundarson skrifar 15. júlí 2020 15:30 Ótrúleg úrslit. getty/Martin Rickett Ein ótrúlegustu úrslit í sögu fótbolta á Englandi áttu sér stað í Championship-deildinni í gær, sem er næstefsta deildin á Englandi. Wigan sigraði þá Hull 8-0, þar sem staðan í hálfleik var 7-0. Wigan, sem er við það að verða gjaldþrota, skoraði sjö mörk í hálfleik gegn arfaslöku liði Hull. Kal Naismith skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu, en annað mark Wigan kom ekki fyrr en á 27. mínútu og skoraði liðið sex mörk á síðustu 20 mínútunum í fyrri hálfleik. Eftir að Kiefer Moore skoraði á 27. mínútu bættu Jamal Lowe, Joseph Williams og Kieran McDowell við einu marki hver, auk þess sem Moore bætti við sínu öðru marki í leiknum. Á 65. mínútu bætti McDowell við öðru marki sínu í leiknum og áttunda marki Wigan og var það síðasta mark leiksins. Wigan jafnaði þar með stærsta sigurinn í deildinni frá því hún fékk nafnið Championship árið 2004, en árið 2014 vann Bournemouth 8-0 útisigur á Birmingham. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem lið skorar átta mörk á heimavelli í næstefstu deild síðan árið 1987, þegar Manchester City vann Huddersfield 10-1. Þetta var jafnframt versta tap Hull síðan árið 1911 og stærsti sigur Wigan frá upphafi. Grant McCann, þjálfari Hull, biðst afsökunar á leiknum. „Þetta særir okkur. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn afsökunar fyrir hönd allra í búningsklefanum, því þetta var óásættanlegt og ég er miður mín vegna þess. Við fengum á okkur mark í hvert einasta skipti sem Wigan sótti fram. Við stóðum á hliðarlínunni og hugsuðum að þetta yrði aldrei búið. Við mættum einfaldlega ekki til leiks, þetta var niðurlægjandi,“ sagði McCann. Hull situr í fallsæti og hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 18 leikjum og tapað 14 af þeim. Fyrir leikinn hafði Wigan skorað næstfæst mörk í deildinni, en þessi stóri sigur gerir það að verkum að liðið er komið í jákvæða markatölu í fyrsta sinn á tímabilinu. Wigan er tólf stigum fyrir ofan fallsæti en liðið á einmitt yfir höfði sér að það verði dregin tólf stig af því, vegna yfirvofandi gjaldþrots. Markatalan gæti því spilað stórt hlutverk í að halda liðinu uppi. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Ein ótrúlegustu úrslit í sögu fótbolta á Englandi áttu sér stað í Championship-deildinni í gær, sem er næstefsta deildin á Englandi. Wigan sigraði þá Hull 8-0, þar sem staðan í hálfleik var 7-0. Wigan, sem er við það að verða gjaldþrota, skoraði sjö mörk í hálfleik gegn arfaslöku liði Hull. Kal Naismith skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu, en annað mark Wigan kom ekki fyrr en á 27. mínútu og skoraði liðið sex mörk á síðustu 20 mínútunum í fyrri hálfleik. Eftir að Kiefer Moore skoraði á 27. mínútu bættu Jamal Lowe, Joseph Williams og Kieran McDowell við einu marki hver, auk þess sem Moore bætti við sínu öðru marki í leiknum. Á 65. mínútu bætti McDowell við öðru marki sínu í leiknum og áttunda marki Wigan og var það síðasta mark leiksins. Wigan jafnaði þar með stærsta sigurinn í deildinni frá því hún fékk nafnið Championship árið 2004, en árið 2014 vann Bournemouth 8-0 útisigur á Birmingham. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem lið skorar átta mörk á heimavelli í næstefstu deild síðan árið 1987, þegar Manchester City vann Huddersfield 10-1. Þetta var jafnframt versta tap Hull síðan árið 1911 og stærsti sigur Wigan frá upphafi. Grant McCann, þjálfari Hull, biðst afsökunar á leiknum. „Þetta særir okkur. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn afsökunar fyrir hönd allra í búningsklefanum, því þetta var óásættanlegt og ég er miður mín vegna þess. Við fengum á okkur mark í hvert einasta skipti sem Wigan sótti fram. Við stóðum á hliðarlínunni og hugsuðum að þetta yrði aldrei búið. Við mættum einfaldlega ekki til leiks, þetta var niðurlægjandi,“ sagði McCann. Hull situr í fallsæti og hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 18 leikjum og tapað 14 af þeim. Fyrir leikinn hafði Wigan skorað næstfæst mörk í deildinni, en þessi stóri sigur gerir það að verkum að liðið er komið í jákvæða markatölu í fyrsta sinn á tímabilinu. Wigan er tólf stigum fyrir ofan fallsæti en liðið á einmitt yfir höfði sér að það verði dregin tólf stig af því, vegna yfirvofandi gjaldþrots. Markatalan gæti því spilað stórt hlutverk í að halda liðinu uppi.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira