Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 13:48 Daniel Lewis Lee árið 1997. Ættingjar fólksins sem hann tók þátt í að drepa árið 1996 lögðust gegn því að hann yrði tekinn af lífi. AP/Dan Pierce/The Courier Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að hún gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. Daniel Lewis Lee var sakfelldur fyrir að myrða fjölskyldu í Arkansas árið 1996. Markmið hans hafi verið að koma á ríki hvítra þjóðernissinna á norðvestanverðri Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Áður en hann var tekinn af lífi í fangelsi í Indíana dag hélt hann fram sakleysi sínu. „Þið eruð að drepa saklausan mann,“ voru hinstu orð Lee, að sögn AP-fréttastofunnar. Ættingjar þeirra sem Lee var sakfelldur fyrir að hafa drepið höfðuðu mál til að koma í veg fyrir aftökuna. Þeir telja að Lee hefði átt að hljóta lífstíðarfangelsi. Þeir vildu jafnframt vera viðstaddir aftökuna til að afsanna að Lee væri tekinn af lífi í þökk þeirra. Ákvörðun alríkisstjórnarinnar að taka Lee af lífi nú í miðjum kórónuveirufaraldri torveldaði það. Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum saka alríkisstjórnina um að flýta aftökunni að ástæðulausu í pólitískum tilgangi. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ríkinu beri skylda til að framfylgja dauðadómum til þess að ættingjar og samfélög fái málalyktir. Höfuðpaurinn fékk lífstíðarfangelsi Aftakan á Lee var sú fyrsta á vegum alríkisstjórnarinnar frá árinu 2003. Fátítt er að alríkisstjórnin taki fanga af lífi. Það hefur aðeins gerst þrisvar frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur árið 1988. Engu að síður hafa alríkisdómstólar haldið áfram að dæma sakborninga til dauða. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. Barr dómsmálaráðherra sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Lee var tekinn af lífi með lyfjum í dag. Chevie Kehoe, höfuðpaurinn í ráðabruggi sem leiddi til morðanna sem hann var sakfelldur fyrir, hlaut lífstíðardóm í fangelsi. Kehoe fékk Lee til liðs við málstað sinn um svonefnt Aríaalþýðulýðveldi árið 1995. Kehoe og Lee voru handteknir árið 1997 fyrir morð á William Muller, vopnasala, konunni hans Nancy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Söruh Powell, í bænum Tilly í Arkansas. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa stolið skotvopnum og fjármunum af heimili fjölskyldunnar sem var hluti af áformum þeirra um að stofna rasískt þjóðríki. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að hún gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. Daniel Lewis Lee var sakfelldur fyrir að myrða fjölskyldu í Arkansas árið 1996. Markmið hans hafi verið að koma á ríki hvítra þjóðernissinna á norðvestanverðri Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Áður en hann var tekinn af lífi í fangelsi í Indíana dag hélt hann fram sakleysi sínu. „Þið eruð að drepa saklausan mann,“ voru hinstu orð Lee, að sögn AP-fréttastofunnar. Ættingjar þeirra sem Lee var sakfelldur fyrir að hafa drepið höfðuðu mál til að koma í veg fyrir aftökuna. Þeir telja að Lee hefði átt að hljóta lífstíðarfangelsi. Þeir vildu jafnframt vera viðstaddir aftökuna til að afsanna að Lee væri tekinn af lífi í þökk þeirra. Ákvörðun alríkisstjórnarinnar að taka Lee af lífi nú í miðjum kórónuveirufaraldri torveldaði það. Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum saka alríkisstjórnina um að flýta aftökunni að ástæðulausu í pólitískum tilgangi. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur sagt að ríkinu beri skylda til að framfylgja dauðadómum til þess að ættingjar og samfélög fái málalyktir. Höfuðpaurinn fékk lífstíðarfangelsi Aftakan á Lee var sú fyrsta á vegum alríkisstjórnarinnar frá árinu 2003. Fátítt er að alríkisstjórnin taki fanga af lífi. Það hefur aðeins gerst þrisvar frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur árið 1988. Engu að síður hafa alríkisdómstólar haldið áfram að dæma sakborninga til dauða. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. Barr dómsmálaráðherra sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Lee var tekinn af lífi með lyfjum í dag. Chevie Kehoe, höfuðpaurinn í ráðabruggi sem leiddi til morðanna sem hann var sakfelldur fyrir, hlaut lífstíðardóm í fangelsi. Kehoe fékk Lee til liðs við málstað sinn um svonefnt Aríaalþýðulýðveldi árið 1995. Kehoe og Lee voru handteknir árið 1997 fyrir morð á William Muller, vopnasala, konunni hans Nancy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Söruh Powell, í bænum Tilly í Arkansas. Þeir voru einnig ákærðir fyrir að hafa stolið skotvopnum og fjármunum af heimili fjölskyldunnar sem var hluti af áformum þeirra um að stofna rasískt þjóðríki.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“