Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 23:20 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. EPA-EFE/YURI GRIPAS Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. Trumpstjórnin kynnti ákvörðunina sem tilraun til að hægja á Kínverjum á svæðinu. Þó er talið að ákvörðunin muni aðeins reita Kínverja til reiði sem þegar hafa svarað fyrir hinar ýmsu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkjamenn beita þá. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð stjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum og í kjölfarið hefur Trump í auknum mæli gagnrýnt kínversk stjórnvöld. Þá hefur hann ítrekað sagt mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, ekki sterkan gagnvart Kínverjum. Stefna Bandaríkjanna hingað til hefur verið að deilur Kína og nágranna þeirra í Suður-Kínahafi skyldu leystar friðsamlega með aðkomu sáttanefnda Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að í augum Bandaríkjanna sé allt tilkall Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi utan þeirra lögsögu ólögmætt. Það á ekki við land ofan sjávarmáls, aðeins hafsvæðið. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Bandaríkin segjast enn þá vera hlutlaus í deilum Suður-Kínahafsríkjanna um landsvæði en samkvæmt fréttaflutningi AP má lesa úr yfirlýsingunni að Bandaríkin munu styðja við Brúnei, Indónesíu, Malasíu, Filippseyjar og Víetnam, sem öll hafa mótmælt tilraunum Kína til að gera tilkall til hafsvæða í kring um eyjar, rif og grynningar á svæðinu. Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið. Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. Trumpstjórnin kynnti ákvörðunina sem tilraun til að hægja á Kínverjum á svæðinu. Þó er talið að ákvörðunin muni aðeins reita Kínverja til reiði sem þegar hafa svarað fyrir hinar ýmsu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkjamenn beita þá. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð stjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum og í kjölfarið hefur Trump í auknum mæli gagnrýnt kínversk stjórnvöld. Þá hefur hann ítrekað sagt mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, ekki sterkan gagnvart Kínverjum. Stefna Bandaríkjanna hingað til hefur verið að deilur Kína og nágranna þeirra í Suður-Kínahafi skyldu leystar friðsamlega með aðkomu sáttanefnda Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að í augum Bandaríkjanna sé allt tilkall Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi utan þeirra lögsögu ólögmætt. Það á ekki við land ofan sjávarmáls, aðeins hafsvæðið. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Bandaríkin segjast enn þá vera hlutlaus í deilum Suður-Kínahafsríkjanna um landsvæði en samkvæmt fréttaflutningi AP má lesa úr yfirlýsingunni að Bandaríkin munu styðja við Brúnei, Indónesíu, Malasíu, Filippseyjar og Víetnam, sem öll hafa mótmælt tilraunum Kína til að gera tilkall til hafsvæða í kring um eyjar, rif og grynningar á svæðinu. Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið. Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira