Drykkjarhlé hafa hvað verst áhrif á Manchester City Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 12:30 Guardiola er ekki hrifinn af vatnspásum í miðjum leik. getty/Oli Scarff Drykkjarpásur um miðbik hvers hálfleiks í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er ein af þeim nýju reglum sem hafa verið í gildi síðan deildin fór aftur af stað í júní. Það hentar liðum í deildinni þó misvel. Manchester City er eitt þeirra liða sem tapar hvað mest á reglubreytingunni, en liðið er þekkt fyrir að stjórna leikjum og skora mörk með því að opna varnarleik andstæðinganna upp á gátt. Umrædd drykkjarpása gæti hafa spilað stóran þátt í tapi City bæði gegn Chelsea og Southampton samkvæmt úttekt Manchester Evening News, en í báðum leikjunum voru andstæðingar City undir mikilli pressu þegar flautað var til drykkjarpásu. Leikhléið róaði síðan hraða leiksins niður og City þurfti að byrja upp á nýtt að finna glufur í varnarleik andstæðingsins. Ralph Hassenhuttl stjóri Southampton viðurkenndi eftir 1-0 sigur Dýrlinganna á City að lið hans hefði notað pásurnar til að geta andað eftir að hafa verið undir gríðarlegri pressu allan leikinn. Það kom ekki að sök í leik Man City gegn Newcastle á dögunum þar sem þeir náðu að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum, áður en kom til vatnspásu. Í gær náði liðið síðan að skora fyrsta markið á móti Brighton rétt fyrir drykkjarhlé. Báðir leikirnir unnust með fimm mörkum gegn engu. Pep Guardiola hefur gagnrýnt þessa nýju reglu en hann er þekktur fyrir að geta komið skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna frá hliðarlínunni á meðan leik stendur og þarf engar aukalegar vatnspásur til að ná til sinna manna. Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sömuleiðis gagnrýnt þessa breytingu og sagt að hún brjóti leikinn upp í fjórðunga, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af, enda þekktur fyrir að vera af gamla skólanum. Ekki er reiknað með að drykkjarpásurnar verði hluti af leiknum til langtíma, en það verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður hjá Manchester City, sem ýmist vinnur 5-0 sigra eða tapar, eftir því hvort þeir ná inn marki nógu snemma eða ekki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Drykkjarpásur um miðbik hvers hálfleiks í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er ein af þeim nýju reglum sem hafa verið í gildi síðan deildin fór aftur af stað í júní. Það hentar liðum í deildinni þó misvel. Manchester City er eitt þeirra liða sem tapar hvað mest á reglubreytingunni, en liðið er þekkt fyrir að stjórna leikjum og skora mörk með því að opna varnarleik andstæðinganna upp á gátt. Umrædd drykkjarpása gæti hafa spilað stóran þátt í tapi City bæði gegn Chelsea og Southampton samkvæmt úttekt Manchester Evening News, en í báðum leikjunum voru andstæðingar City undir mikilli pressu þegar flautað var til drykkjarpásu. Leikhléið róaði síðan hraða leiksins niður og City þurfti að byrja upp á nýtt að finna glufur í varnarleik andstæðingsins. Ralph Hassenhuttl stjóri Southampton viðurkenndi eftir 1-0 sigur Dýrlinganna á City að lið hans hefði notað pásurnar til að geta andað eftir að hafa verið undir gríðarlegri pressu allan leikinn. Það kom ekki að sök í leik Man City gegn Newcastle á dögunum þar sem þeir náðu að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum, áður en kom til vatnspásu. Í gær náði liðið síðan að skora fyrsta markið á móti Brighton rétt fyrir drykkjarhlé. Báðir leikirnir unnust með fimm mörkum gegn engu. Pep Guardiola hefur gagnrýnt þessa nýju reglu en hann er þekktur fyrir að geta komið skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna frá hliðarlínunni á meðan leik stendur og þarf engar aukalegar vatnspásur til að ná til sinna manna. Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sömuleiðis gagnrýnt þessa breytingu og sagt að hún brjóti leikinn upp í fjórðunga, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af, enda þekktur fyrir að vera af gamla skólanum. Ekki er reiknað með að drykkjarpásurnar verði hluti af leiknum til langtíma, en það verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður hjá Manchester City, sem ýmist vinnur 5-0 sigra eða tapar, eftir því hvort þeir ná inn marki nógu snemma eða ekki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira