Spurst hefur út að vel gangi á Íslandi Kristín Ólafsdóttir og Telma Tómasson skrifa 9. júlí 2020 13:28 Frá Seyðisfirði, þar sem Norræna leggst að bryggju. Vísir/vilhelm Farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma til landsins með Norrænu, en spurst hefur út að vel gangi á Íslandi að taka á móti ferðamönnum. Skimun um borð í skipinu í morgun gekk vel að sögn yfirlögregluþjóns. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hafði engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þurfti sýni úr tæplega 500 farþegum, en tólf manna teymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flaug til Færeyja í gær og skimaði um borð í ferjunni þegar skipið var komið 24 sjómílur frá landgrunni Íslands. Skimuninn gekk vel í morgun og var lokið áður en skipið lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Ferlið gangi sífellt betur. „Þetta er í þriðja sinn sem þetta er gert með þessum hætti um borð í skipinu og hefur gengið betur og betur og best núna og höldum bara áfram að læra vonandi og þróa þetta. Þannig að þetta tók mun skemmri tíma en síðast en gekk ágætlega þá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi og bætir við að samstarfið um verkefnið hafi gengið mjög vel. Hann segir að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og fylgi að því er virðist verklagi sem þeir fá upplýsingar um á kynningarblaði. Vel hefur gengið að skima fyrir kórónuveirunni um borð í Norrænu.Vísir/Jóhann K. Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line, tekur undir það með Kristjáni að skimanir gangi vel. „Prufurnar voru að mestu leyti búnar þegar skipið kom klukkan hálf níu í höfn. Þannig að það er bara kraftaverk að þetta gangi svona vel.“ Árið er fráleitt jafn gott og síðustu tvö, að sögn Lindu, en farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma með Norrænu til landsins og fyrirspurnum fjölgar. „Við vorum að fá 750 manns núna með skipinu, það er sirka sama tala í næstu viku, og svo bætist við það spyrst út að þetta gengur upp og fólk hefur það gott á Íslandi, og að Ísland sé opið. Þannig að við erum að sjá mikið af fyrirspurnum, miklu meira heldur en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Linda. Frá hvaða löndum koma farþegarnir helst? „Stærsti hlutinn er Þjóðverjar og auðvitað er töluvert af Frökkum og Hollendingum og Skandinövum. Þannig að þetta er svona blanda en langstærsti hlutinn Þjóðverjar.“ Seyðisfjörður Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30 Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma til landsins með Norrænu, en spurst hefur út að vel gangi á Íslandi að taka á móti ferðamönnum. Skimun um borð í skipinu í morgun gekk vel að sögn yfirlögregluþjóns. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hafði engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þurfti sýni úr tæplega 500 farþegum, en tólf manna teymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flaug til Færeyja í gær og skimaði um borð í ferjunni þegar skipið var komið 24 sjómílur frá landgrunni Íslands. Skimuninn gekk vel í morgun og var lokið áður en skipið lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Ferlið gangi sífellt betur. „Þetta er í þriðja sinn sem þetta er gert með þessum hætti um borð í skipinu og hefur gengið betur og betur og best núna og höldum bara áfram að læra vonandi og þróa þetta. Þannig að þetta tók mun skemmri tíma en síðast en gekk ágætlega þá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi og bætir við að samstarfið um verkefnið hafi gengið mjög vel. Hann segir að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og fylgi að því er virðist verklagi sem þeir fá upplýsingar um á kynningarblaði. Vel hefur gengið að skima fyrir kórónuveirunni um borð í Norrænu.Vísir/Jóhann K. Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line, tekur undir það með Kristjáni að skimanir gangi vel. „Prufurnar voru að mestu leyti búnar þegar skipið kom klukkan hálf níu í höfn. Þannig að það er bara kraftaverk að þetta gangi svona vel.“ Árið er fráleitt jafn gott og síðustu tvö, að sögn Lindu, en farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma með Norrænu til landsins og fyrirspurnum fjölgar. „Við vorum að fá 750 manns núna með skipinu, það er sirka sama tala í næstu viku, og svo bætist við það spyrst út að þetta gengur upp og fólk hefur það gott á Íslandi, og að Ísland sé opið. Þannig að við erum að sjá mikið af fyrirspurnum, miklu meira heldur en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Linda. Frá hvaða löndum koma farþegarnir helst? „Stærsti hlutinn er Þjóðverjar og auðvitað er töluvert af Frökkum og Hollendingum og Skandinövum. Þannig að þetta er svona blanda en langstærsti hlutinn Þjóðverjar.“
Seyðisfjörður Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30 Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05
Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30
Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25