Spurst hefur út að vel gangi á Íslandi Kristín Ólafsdóttir og Telma Tómasson skrifa 9. júlí 2020 13:28 Frá Seyðisfirði, þar sem Norræna leggst að bryggju. Vísir/vilhelm Farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma til landsins með Norrænu, en spurst hefur út að vel gangi á Íslandi að taka á móti ferðamönnum. Skimun um borð í skipinu í morgun gekk vel að sögn yfirlögregluþjóns. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hafði engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þurfti sýni úr tæplega 500 farþegum, en tólf manna teymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flaug til Færeyja í gær og skimaði um borð í ferjunni þegar skipið var komið 24 sjómílur frá landgrunni Íslands. Skimuninn gekk vel í morgun og var lokið áður en skipið lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Ferlið gangi sífellt betur. „Þetta er í þriðja sinn sem þetta er gert með þessum hætti um borð í skipinu og hefur gengið betur og betur og best núna og höldum bara áfram að læra vonandi og þróa þetta. Þannig að þetta tók mun skemmri tíma en síðast en gekk ágætlega þá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi og bætir við að samstarfið um verkefnið hafi gengið mjög vel. Hann segir að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og fylgi að því er virðist verklagi sem þeir fá upplýsingar um á kynningarblaði. Vel hefur gengið að skima fyrir kórónuveirunni um borð í Norrænu.Vísir/Jóhann K. Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line, tekur undir það með Kristjáni að skimanir gangi vel. „Prufurnar voru að mestu leyti búnar þegar skipið kom klukkan hálf níu í höfn. Þannig að það er bara kraftaverk að þetta gangi svona vel.“ Árið er fráleitt jafn gott og síðustu tvö, að sögn Lindu, en farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma með Norrænu til landsins og fyrirspurnum fjölgar. „Við vorum að fá 750 manns núna með skipinu, það er sirka sama tala í næstu viku, og svo bætist við það spyrst út að þetta gengur upp og fólk hefur það gott á Íslandi, og að Ísland sé opið. Þannig að við erum að sjá mikið af fyrirspurnum, miklu meira heldur en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Linda. Frá hvaða löndum koma farþegarnir helst? „Stærsti hlutinn er Þjóðverjar og auðvitað er töluvert af Frökkum og Hollendingum og Skandinövum. Þannig að þetta er svona blanda en langstærsti hlutinn Þjóðverjar.“ Seyðisfjörður Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30 Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma til landsins með Norrænu, en spurst hefur út að vel gangi á Íslandi að taka á móti ferðamönnum. Skimun um borð í skipinu í morgun gekk vel að sögn yfirlögregluþjóns. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hafði engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þurfti sýni úr tæplega 500 farþegum, en tólf manna teymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flaug til Færeyja í gær og skimaði um borð í ferjunni þegar skipið var komið 24 sjómílur frá landgrunni Íslands. Skimuninn gekk vel í morgun og var lokið áður en skipið lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Ferlið gangi sífellt betur. „Þetta er í þriðja sinn sem þetta er gert með þessum hætti um borð í skipinu og hefur gengið betur og betur og best núna og höldum bara áfram að læra vonandi og þróa þetta. Þannig að þetta tók mun skemmri tíma en síðast en gekk ágætlega þá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi og bætir við að samstarfið um verkefnið hafi gengið mjög vel. Hann segir að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og fylgi að því er virðist verklagi sem þeir fá upplýsingar um á kynningarblaði. Vel hefur gengið að skima fyrir kórónuveirunni um borð í Norrænu.Vísir/Jóhann K. Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line, tekur undir það með Kristjáni að skimanir gangi vel. „Prufurnar voru að mestu leyti búnar þegar skipið kom klukkan hálf níu í höfn. Þannig að það er bara kraftaverk að þetta gangi svona vel.“ Árið er fráleitt jafn gott og síðustu tvö, að sögn Lindu, en farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma með Norrænu til landsins og fyrirspurnum fjölgar. „Við vorum að fá 750 manns núna með skipinu, það er sirka sama tala í næstu viku, og svo bætist við það spyrst út að þetta gengur upp og fólk hefur það gott á Íslandi, og að Ísland sé opið. Þannig að við erum að sjá mikið af fyrirspurnum, miklu meira heldur en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Linda. Frá hvaða löndum koma farþegarnir helst? „Stærsti hlutinn er Þjóðverjar og auðvitað er töluvert af Frökkum og Hollendingum og Skandinövum. Þannig að þetta er svona blanda en langstærsti hlutinn Þjóðverjar.“
Seyðisfjörður Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30 Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05
Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30
Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25